Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 31

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73; 215-26 215 Hringborðsumræður Læknablaðsins IV HVER VERÐUR STAÐA HEILBRIGÐISMÁLA ÁRIÐ 2000? Laugardaginn 18. október 1986 efndi Læknablaðið til hringborðsumræðna um væntanlega stöðu heilbrigðismála á íslandi árið 2000. Þátttakendur i umræðunum voru Ásmundur Brekkan, Bjarni Þjóðleifsson, Haukur Þórðarson, Ólafur Örn Arnarson og Vilhjálmur Rafnsson. Örn Bjarnason stýrði umræðum, en Birna Þórðardóttir annaðist frágang efnis. Lbl.: Það er við hæfi í upphafi umræðna að heyra helstu niðurstöður nefndar sem forsætisráðherra fól að spá um ástand heilbrigðismála árið 2010, en Bjarni átti sæti í nefndinni. Bjarni: Nefndin reyndi að taka sérstaklega fyrir þær breytingar sem helst munu hafa áhrif á heilsufar og heilbrigðisþjónustu árið 2000 og næstu ár á eftir. Ég nefni hér nokkur atriði sem snerta umræðuefni okkar. / fyrsta lagi ber að nefna lýðfræðilegar breytingar. Meðalævi íslendinga hefur lengst um nálega eitt ár á hverjum áratug seinustu áratugi og spáð er áframhaldi þar á. Meðalævi íslenskra kvenna er um 80 ár, þannig að haldi áfram sem horfir næstu 50 árin má búast við að meðalævi íslenskra kvenna verði um 85 ár árið 2030. Talið er að þar sé náð þeim líffræðilegu mörkum sem meðalævinni eru sett. Við erum því að ná mjög merkilegum áfanga og sennilega einna fyrst allra þjóða til þess. Karlarnir eru á eftir, þannig að meðalævi þeirra mun væntanlega ná þessu marki um 20 árum síðar. Af þessu sést, að það er ekki mikið svigrúm fyrir lengingu á æviskeiðinu. Meginverkefni lækna og heilbrigðiskerfisins á næstu áratugum verður að bæta lífsgæðin fremur en að lengja lífið. Samfara breytingu á meðalævi mun aldurssamsetning þjóðarinnar gjörbreytast. Fæðingum hefur fækkað og spáð er að svo verði áfram, en öldruðum mun fjölga. Núna eru 6,7% þjóðarinnar 60 ára og eldri, árið 2030 er talið að 16% þjóðarinnar skipi þann hóp. Börn og gamalmenni þarfnast mestrar læknisþjónustu og vegur fjölgun aldraðra þyngra en fækkun yngstu kynslóðarinnar. í öðru lagi hefur fjölskyldugerðin verið að breytast og mun breytast enn frekar. Fjölskyldan og heimilið voru áður sterkar félagslegar einingar sem mynduðu stoð og athvarf fyrir stóran hóp einstaklinga. Þetta hefur gjörbreyst með aukinni þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum og jafnframt hafa sambúðarform breyst. Mikið vinnuálag skiptir einnig máli. íslendingar hafa alltaf unnið mikið, en á seinustu árum hefur það aukist og ekkert bendir til að vinnuálag á íslenskar fjölskyldur muni minnka á næstu árum, þótt það geti breyst ef til lengri tíma er litið með batnandi efnahag og meiri frítíma. En fjölskyldan mun ekki verða athvarf fyrir gamla fólkið í sama mæli og áður og umönnun aldraðra hefur í síauknum mæli verið ýtt yfir á samfélagið. Áður sinntu heimilin þessu hlutverki, vanalega konur, þjóðfélaginu að kostnaðarlausu. Nú er þessu sinnt á stofnunum og veldur miklu um aukinn kostnað við heilbrigðisþjónustu. íþriðja lagi fjallaði nefndin um samfélagssjúkdóma, sem talið er að komi í kjölfar bættra kjara og velmegunar. Talið er, að velmegun stuðli aðeins að bættu heilsufari upp að vissu marki, en umfram það fylgi velmegun ný vandamál. Helst þeirra eru misnotkun áfengis, neysla vímuefna, streita og slys sem tengjast vímuefnaneyslu. Þetta hefur aukist og mun trúlega skapa aukin vandamál í framtíðinni. Talið er að geðræn og félagsleg vandamál muni einnig aukast og geðvefrænir kvillar tengdir vímuefnanotkun og streitu. Langvinnir líkamlegir sjúkdómar, í þeirri mynd sem við þekkjum í dag, munu renna meira og minna inn í öldrunarsjúkdómana, en bráðir líkamlegir sjúkdómar hafa verið í rénun alla öldina og verða svo áfram. Þetta er í stórum dráttum breytingin á sjúkdómsmyndinni. Sennilega breytast væntingar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.