Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1987, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.08.1987, Qupperneq 40
224 LÆKNABLAÐIÐ Bjarni: Það er heilmikið svigrúm til að bæta framhaldsmenntun hér í helstu sérgreinum læknisfræði, þar með töldum heimilislækningum, en það getur ekki komið i stað þeirra samskipta sem við höfum haft og höfum enn í gegnum framhaldsmenntun lækna erlendis. Til lengri tíma litið yrði þetta stórslys, sem leiddi til gæðarýrnunar i læknisþjónustu á íslandi. Ég er hins vegar ekki mjög svartsýnn. íslendingar eru það fáir, njóta mikillar góðvildar erlendis og hafa getið sér gott orð, þannig að ég trúi ekki að þessi staða komi upp. Haukur: Fyrir skömmu sat ég fund hér í Reykjavík í nefnd sem kallast Nordisk kontaktorgan för lakarnas vidare utbildning, og starfar í tengslum við Nordisk federation för medicinsk undervisning. Á þessum fundi var meðal annars rædd sérstaða íslands varðandi framhaldsnám lækna og tíundað, að á síðustu árum hafa leiðir til framhaldsnáms fyrir íslenska lækna verið að lokast hægt og bítandi, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er skall hurð nærri hælum í Bandaríkjunum nú í vor og verður málið tekið upp þar aftur. Augljóst er að framhaldsnám fyrir íslenska lækna í Bandaríkjunum hangir á bláþræði. Að því er ég best veit eru þrír íslenskir læknar við framhaldsnám í Danmörku, 15 í Noregi og um 180 í Svíþjóð. Kunnugir menn í Sviþjóð segja, að sífellt verði erfiðara fyrir íslenska lækna að komast í sérnám á háskólasjúkrahúsum, kennslusjúkrahúsum eða stærri sjúkrahúsum. Á þessum fundi var rætt hvort hægt væri að gera eitthvað sérstakt fyrir íslendinga af því að við erum svo »fáir og góðir«. Ræddir voru möguleikar að hefja skipulagt sérnám að hluta til hér á landi í tilteknum sérgreinum. Rætt var um 12 mánuði eða 24 mánuði, en allir voru sammála um að sérnám ætti aldrei að taka allt hér á landi, hvort sem sérgreinin er stór eða lítil. Hugsanlegt er að búta námið niður á þennan hátt í framtíðinni, en líklegt er að í öllum undirgreinum verði að sækja sérnám til útlanda. Rætt var um möguleika á samningi um það að íslenskir læknar ættu kost á tilteknum framhaldsnámsstöðum við háskólasjúkrahús í að minnsta kosti þremur Norðurlandanna, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ákveðinn kvóti yrði settur fyrir hverja sérgrein og þannig tryggt að íslendingar gætu gengið að eyrnamerktum stöðum. Menn voru ekki alveg sammála um nauðsyn þessa og hvort þetta leiddi til góðs, vegna þess að þetta gæti lokað öðrum möguleikum sem ella væru opnir og þannig fækkað heildarmöguleikum fyrir íslenska lækna til framhaldsnáms á Norðurlöndum. KOSTNAÐUR í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Bjarni: Ég vil koma að efni sem Ólafur minntist á í upphafi varðandi kostnað við heilbrigðisþjónustu. Þróun í heilbrigðiskerfinu og heilbrigðismálum almennt ræðst mjög af ytri skilyrðum, og forsendur allra þessara umræðna eru að hér verði áframhaldandi hagvöxtur og velsæld. En við hljótum að spyrja hve lengi landsmenn séu reiðubúnir að eyða þetta stórum hluta þjóðartekna til heilbrigðismála og hvar mörkin séu. Það má spá dálítið í þetta út frá þróun í Evrópu og Bandaríkjunum hjá þeim þjóðum sem eru lengra komnar á þessari braut. Það kemur í ljós að því auðugri sem þjóðirnar eru þeim mun meiru hlutfallslega eru þær tilbúnar að eyða til heilbrigðismála. Hjá Evrópuþjóðum hefur komið í ljós síðustu 15-20 árin, að fyrir hver 10<% í aukningu landsframleiðslu, hafa útgjöld til heilbrigðismála aukist um 14%. Þetta endurspeglar pólitískan vilja til að veita fjármagni til heilbrigðismála og sýnir væntanlega það mat sem bæði almenningur og stjórnmálamenn hafa á gildi heilbrigðisþjónustu, en það eru ákveðin mörk. í Bandaríkjunum virðist þeim náð og ef til vill líka í Svíþjóð, þar sem 10% af landsframleiðslu renna til heilbrigðismála. Hjá okkur fara 6,7% af Iandsframleiðslu til heilbrigðismála. íslendingar hafa mun minni þjóðartekjur en fyrrnefndu þjóðirnar, en haldi þjóðartekjur og landsframleiðsla áfram að aukast á Islandi má búast við að þetta fari í sama farveg og eytt verði tiltölulega meiru til heilbrigðismála. Hins vegar ræðst þróunin mikið af því hvernig tekst til með læknisþjónustu, hvernig læknum tekst að halda trausti almennings, en fram til þessa held ég að þeim hafi tekist það mjög vel. Ef við lítum á hvernig þessi þróun getur haft áhrif á stöðu lækna árið 2000, þá hefur ísland flesta lækna allra þjóða eða 230 á 100.000 íbúa. Næst kemur Svíþjóð með 213 og Japanir hafa 128 lækna á 100.000 íbúa. Þrátt fyrir þetta tel ég svigrúm fyrir fleiri lækna á íslandi. Það verður að hafa í huga að landið er strjálbýlt, sem leiðir til heldur lélegrar nýtingar á læknum og hér er veitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.