Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 49

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 231 sjúklingum fylgt eftir af einum og sama lækninum utan sjúkrahúss sem innan. Opna mætti sjúkrahúsin þannig, að hæfir læknar fengju að leggja inn og stunda sína eigin sjúklinga. Stjórnin vill ennfremur benda á að íslendingar hafa sérstöðu, sem nýta mætti til að skapa atvinnutækifæri fyrir íslenska lækna og á sama tíma auka innlegg okkar til vísindarannsókna. Þjóðin er tiltölulega óblönduð, staðbundin og miklar upplýsingar liggja fyrir um ættfræði. Faraldsfræðilegar og langtímarannsóknir, svipaðar rannsóknum Hjartaverndar getum við því gert jafnvel, ef ekki betur en aðrar þjóðir. Stjórnin leggur til, að yfirvöld mennta- og heilbrigðismála ásamt með læknadeild Háskóla íslands kanni möguleika á slíkum rannsóknum á fleiri sviðum og einkum og sér í lagi hvernig slíkar rannsóknir mætti fjármagna erlendis frá með styrkjum og rekstrarfé, svo sem frá alþjóða heilbrigðisstofnunum. Að lokum vill stjórn Félags íslenskra lækna í Norður-Ameríku benda á að mikil umræða var um offjölgunarvandann á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Mikilvægt er að hefja raunhæfar aðgerðir nú þegar, áður en í algert óefni er komið.« ALMENNAR UMRÆÐUR Sveinrt Magnússon: Niðurstöður SNAPS-hópsins eru beinagrind fyrir hvert og eitt Norðurlandanna til að byggja á. Vissulega vonast menn til að spáin reynist röng og eftirspurn eftir læknum breytist til betri vegar. Stefna opinberra yfirvalda í heilbrigðismálum getur breyst, einnig getur einkageirinn breyst, til dæmis getur eftirspurn eftir lúxuslækningum vaxið. Það er ekki sjálfgefið hvernig ákvarða skal þörf fyrir lækna og hverjir geri það. Eiga sérfræðingar að móta stefnuna, stjórnmálamenn eða á það að vera samningsatriði hvað verður ofan á. Guðjón Magnússon: Menn þurfa að varast að ræða málin í þáskildagatíð, heldur reyna að meta fyrirliggjandi upplýsingar og áætla út frá þeim. Samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins eru 1.120 kandídatar á lífi, sem útskrifast hafa frá Háskóla íslands, 153 konur og 967 karlar. í október 1986 voru um 560 læknar með sérfræðileyfi á íslandi. Nálægt 30% íslenskra lækna og læknakandídata eru búsettir erlendis og hefur verið svo allt frá 1961. Fjöldi íslenskra Guðjón Magnússon. sérfræðinga erlendis er nokkuð misjafn eftir greinum en hlutfallslega eru flestir erlendis úr kvenlækningum, svæfingum og deyfingum og bæklunarskurðlækningum. Aldursskipting lækna heima og erlendis er í samræmi við það að 85 og 90% íslenskra lækna fá sérfræðimenntun erlendis, að hluta eða öllu leyti. Á vegum landlæknisembættisins er verið að undirbúa árlega skráningu á sérnámi lækna, vinnuframlagi hvers og eins og skiptingu þess. Með slíkum upplýsingum væri unnt að meta hve mörg stöðugildi væru í raun unnin af Iæknum. Það er ekki vitað nú, en algengt er að læknar vinni eitt og hálft starf fyrir utan yfirvinnu. Með vaktavinnu á sjúkrahúsum má áætla að losnuðu um 80 stöður. Fjölgun lækna ræðst mest af hagvexti. Á árunum 1970-1980 fjölgaði landsmönnum um 11,7% en læknakandídötum um 57%. Miðað við 3% árlega fjölgun lækna er þörf á 19 læknum árlega fram til ársins 2010. Guðjón taldi ýmsa möguleika vannýtta, athuga mætti að fá hingað sjúklinga erlendis frá, stunda rannsóknir í einstökum greinum o.fl. Nauðsynlegt er fyrir Læknafélag íslands að móta um þetta hugmyndir og það sem allra fyrst. Örn Bjarnason: Fyrir aldarfjórðungi var sendur spurningalisti til íslenskra lækna erlendis og spurt hvort þeir hygðu á heimkomu. Allir utan tveir svöruðu því játandi. Raunin varð þveröfug.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.