Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 56

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 56
238 LÆKNABLAÐIÐ og verður fyrsta verkefni hennar að setja sér starfsreglur. 10) Tillaga um að stjórn L.í. setji eða fái settar reglur um skorður við óbeinum greiðslum lyfjafyrirtækja til lækna. Þessi tillaga var ekki samþykkt á aðalfundinum en vísað til stjórnar. Haukur Þórðarson greindi frá að tillagan hefði verið rædd, en engar samþykktir gerðar. Ólafur F. Mixa greindi frá, að stjórn F.Í.H. hefði skipað nefnd til að fjalla um þetta mál og hefur hún skilað áliti. í framhaldi af því hafa verið sett fram almennt orðuð tilmæli til lækna. Haukur Þórðarson lagði til að stjórnin íhugi málið með það fyrir augum að ganga frá reglum fyrir lok næsta árs. II. Nefnd Lœknafélags Reykjavíkur um trúnaðarlœknisstörf: Atli Dagbjartsson greindi frá störfum nefndar, sem setur reglur um trúnaðarlæknisstörf, starfshætti, starfssvið og starfskjör trúnaðarlækna. Fyrir liggja drög að reglugerð um trúnaðarlækningar og einnig drög að launaviðmiðun fyrir trúnaðarlækningar. Atli taldi nefndina ekki vilja taka afstöðu til »klögumála«, en ágreiningsmálum hefur verið vísað til hennar. Ágreiningur kom m.a. upp varðandi heimild fyrirtækja til að krefjast eingöngu veikindavottorða frá trúnaðarlækni fyrirtækisins. Var bent á, að í reglugerð opinberra starfsmanna sé ákvæði um að heimilt sé að krefjast slíks vottorðs frá trúnaðarlækni fyrirtækis. III. Innheimtur fyrir læknisverk: Rætt var um »innheimtur fyrir verk unnin samkvæmt gjaldskrá og færslur þeirra«. Gestur ráðstefnunnar við umræður um þennan lið var Björn Önundarson tryggingayfirlæknir. Tryggvi Ásmundsson greindi frá að í reglugerð frá 1964 væri kveðið svo á að læknar haldi spjaldskrá, þar er einnig getið skyldu sérfræðinga að senda læknabréf til heimilislækna. Hann ræddi hvort löglegt væri að tryggingayfirlæknir en ekki landlæknir hafi eftirlit með færslu sjúkraskráa. Tryggvi lagði áherslu á mikilvægi þess fyrir læknasamtökin að hafa innra eftirlit á framkvæmd samninga. Hann taldi sæmilega hafa til tekist í því efni og ágreiningsmál verið leyst á fundum með samningamönnum T. R. Hann kvað rétt að meðhöndla T.R. eins og mjólkurkú, sem mjólkaði vel við góða meðhöndlun. Ludvig Guðmundsson taldi sjúkraskrárfærslur hjá heimilislæknum fara batnandi á ný. Ólafur F. Mixa benti á, að erfiðlega gengi með ritaraþjónustu heimilislækna utan heilsugæslustöðva. Hann átaldi vantrú T.R. á hæfni og heiðarleika heimilislækna. Tryggvi Ásmundsson taldi að í vissum tilvikum væri unnt að »nauðga gjaldskrám« og læknasamtökunum bæri að koma í veg fyrir slíkt. Björn Önundarson þakkaði boð á ráðstefnuna. Hann taldi lækna oft ekki vanda til reikningagerðar og kvaðst ekki skilja hræðslu þeirra við eftirlit. Hann sagði T.R. óska samvinnu við læknafélögin um friðsamlega lausn ágreiningsmála. Haukur Þórðarson ræddi möguleika »ágreiningsmálanefndar« sem fjallað um ágreining. Annar kostur væri að vísa slíkum málum til samninganefndar. Magni S. Jónsson taldi íslenska lækna mega vel við una bæði hvað varðar reikningagerð, sem víðast hvar erlendis er flóknari, einnig berast greiðslur hér fyrirhafnarlítið. Sveinn Magnússon taldi óþarflega stirð bréf hafa gengið á milli T.R. og lækna, þar sem oftast mætti leysa málin á einfaldan hátt. Ólafur F. Mixa átaldi að við yfirferð reikninga hjá T.R. kæmi ekki fram hvers vegna reikningar væru lækkaðir, væri um slíkt að ræða. Haukur Þórðarson ræddi möguleika á skipun nefndar formanna hinna ýmsu samninganefnda og framkvæmdastjóra félaganna, en kostur væri að þessar nefndir skiptust á upplýsingum. Björn Önundarson var ekki sammála að bréfaskriftir væru stirðar. Hann kvað samstarf við lækna með ágætum í flestum tilvikum og óskaði eftir áframhaldi þar á. IV. Staða í kjaramálum: Sverrir Bergmann, formaður samninganefndar sjúkrahúslækna sagði samning hafa verið undirritaðan 18. febrúar og samþykktan á félagsfundi viku síðar. Samningurinn gildir í tæp tvö ár og eru beinar launahækkanir á tímabilinu um 17%, þar af 12,2% á þessu ári. Ný aðferð er tekin upp við útreikning á starfsaldri, og verður hann framvegis reiknaður frá embættisprófi. Það getur leitt til þess að menn hækki um þrep í launum, en 4,5%

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.