Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 59

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 241 241 ÁLITSGERÐ STJÓRNAR L.í. UM VERSNANDI ATVINNUHORFUR ÍSLENSKRA LÆKNA 1. Færri kandídatar frá Háskóla íslands Vaxandi atvinnuleysis gætir meðal lækna í Evrópu. í Ameríku fara atvinnumöguleikar minnkandi og er jafnvel spáð atvinnuleysi þar. í þessum löndum eru þó útskrifaðir allt að helmingi færri læknar hlutfallslega en hér á landi. í skýrslu SNAPS-hópsins er spáð verulegu atvinnuleysi meðal lækna á íslandi í náinni framtíð. Stjórn L.í. leggur því til, að ekki verði útskrifaðir fleiri læknar úr læknadeild H.í. en 16-22 á ári og vísar i þvi sambandi til ályktana aðalfunda L.í. 1984 og 1985. Enda þótt félagið bendi einnig á aðrar leiðir til úrbóta, er ekki líklegt, að komið verði í veg fyrir atvinnuleysi að gagni nema veruleg fækkun verði á útskrifuðum læknum frá læknadeild H.í. 2. Ný starfssvið Læknismenntun getur komið að gagni við ýmis störf, sem læknar hafa lítt sinnt hingað til. Benda má á störf við stjórnun og skipulagningu í heilbrigðiskerfinu, heilbrigðiseftirlit og fleira. Skortur á öðru heilbrigðisstarfsfólki getur leitt til þess, að starfssvið lækna víkki frá því sem nú er og stöðum fjölgi. Störfum lækna í lyfja- og líftækniiðnaði mun vafalítið fjölga. 3. Dreifing vinnuálags Vinnuálag aðstoðarlækna er víða mikið, ekki síst á vöktum. Algengt er, að þeir fái ekki notið samningsbundinna ákvæða um hvíldartíma, þar sem krafist er áframhaldandi starfa af þeim í stað hvíldar. Nauðsynlegt og æskilegt er að bæta úr því og ætti að vera auðvelt vegna fjölda unglækna. Vinnutími annarra lækna er oft á tíðum of langur. Á þetta við bæði um einstaka sérfræðinga og heilsugæslulækna út um land. Reikna má með, að einhver fjölgun á stöðum geti orðið af þessum sökum. 4. Nýjar námsstöður Nú eru flestar stöður á heilsugæslustöðvum setnar til frambúðar og afleysingastöður mjög fáar. Færri læknakandídatar en æskilegt er kynnast því þessari hlið læknisstarfsins. Fyrirsjáanlegir eru erfiðleikar fyrir íslenska lækna að komast í sérnám til Norðurlanda, hafi þeir ekki unnið á heilsugæslustöð. Nú er vaxandi bið eftir stöðum á námssjúkrahúsum til lækningaleyfis. Þann biðtíma væri æskilegt að nýta við vinnu á heilsugæslustöðvum. Slík vinna gæti einnig nýst sem hluti af sérnámi í heimilislækningum. 5. Atvinnuleysistryggingar Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á atvinnumöguleikum lækna á næstu árum og áratugum er tímabært, að læknafélögin íhugi stofnun atvinnuleysistryggingasjóðs. Febrúar 1987

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.