Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 61

Læknablaðið - 15.08.1987, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73; 243-7 243 KAFLAR ÚR FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS 1986 Aðalfundur Læknafélags íslands 1986 var haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst. Fundinn sátu fulltrúar innlendra og erlendra svæðafélaga nema fulltrúar frá F.Í.L.Í.B. og F.Í.L.Í.Þý. Úr stjórn Læknafélags íslands sátu fundinn: Haukur Þórðarson, formaður, Halldór Steinsen, varaformaður, Kristján Eyjólfsson, ritari, Sveinn Magnússon, gjaldkeri og Gestur Þorgeirsson. Einnig sátu fundinn: Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri læknafélaganna, Ragnar H. Guðmundsson, starfsmaður skrifstofu læknafélaganna og Friðrik Karlsson, framkvæmdastjóri Domus Medica. Gestir voru: Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðismálaráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Ásmundur Brekkan, forseti læknadeildar Háskóla íslands, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður Félags yfirlækna og Stefán Steinsson, fulltrúi F.LF.L. Haukur Þórðarson setti fundinn, þakkaði Læknafélagi Norðvesturlands fyrir undirbúning og bauð gesti velkomna. Hann minntist fjögurra félaga, sem látist höfðu frá síðasta aðalfundi: Halldórs Guðnasonar, Kristjáns Jónassonar, Sigurðar S. Magnússonar og Sigurðar Sigurðssonar og bað fundarmenn rísa úr sætum í minningu þeirra. Hann rakti síðan skýrslu stjórnar og urðu nokkrar umræður um hana. Atli Dagbjartsson kvaðst þeirrar skoðunar, að ályktun aðalfundar 1985 um allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um aðild félagsins að BHM hefði verið hundsuð. Þetta mál hefði t.d. ekki verið rætt á formannaráðstefnu í maí 1986. Honum fannst niðurstaða nefndar til að vinna að samanburði á kjörum lækna vera skrítin og afleiðingin væri sú, að sjúkrahúslæknar væru orðnir aftast á merinni, hvað kjör snerti. Haukur Þórðarson sagði ályktunina ekki hafa verið vinsæla. Atvik hefðu orðið með þeim hætti, að sú ákvörðun var tekin að fresta atkvæðagreiðslu og kynna málið. Varðandi niðurstöðu nefndarinnar, sem fjallaði um samanburð á kjörum lækna, væri spurning, hvort forsendur hefðu ekki breyst, síðan nefndin skilaði áliti sínu. Þorvaldur Veigar Guðmundsson spurðist fyrir um störf nefndar, sem átti að vinna að því að safna sögulegu efni frá eldri læknum. Kom fram, að nefndina hafði lengi vantað segulbandstæki, en það hefði nýlega borist og væri nefndinni ekkert að vanbúnaði. Halldór Halldórsson lýsti yfir ánægju sinni með ákvæði i kröfugerð heimilislækna utan heilsugæslustöðva um, að læknar eldri en 60 ára geti dregið úr sjúklingafjölda, án þess að fastar greiðslur lækki. Hann taldi, að slíku þyrfti að koma inn í alla samninga lækna. Hann kvað óánægu ríkja á Akureyri, þar sem talið væri, að ekki kæmu fram nógu glögg skil um fjárstreymi hjá einstökum læknum í og úr Námssjóði lækna. Haukur Þórðarson benti á tvö atriði, sem fylgdu úrsögn úr BHM. Fjármálaráðherra fengi rétt til að ákveða einhliða laun lækna hjá ríkinu og áfram verði greitt óbreytt gjald til BHM. Ólafur Ólafsson fjallaði um hjúkrunarfræðingaskortinn. Hann taldi, að Hjúkrunarskólanum hefði verið lokað of fljótt, en benti á, að menntamálaráðherra hefði lofað að tryggja 3-4 árgöngum af sjúkraliðum nám skv. gamla kerfinu. Hins vegar sé ekkert sótt í þannig nám frekar en sjúkraliðanám eða annað nám til heilbrigðisstarfa vegna lágra launa. Hann taldi, að það gætti frumhlaups, þegar þess væri krafist, að sérmenntun í heimilislækningum væri gerð að skilyrði fyrir skipun í heilsugæslulæknisstöðu. Trúlega yrði hægt að gera þetta að skilyrði i framtíðinni. Sigurbjörn Sveinsson gerði í framhaldi af þessu kröfu um það, að heimilis- og heilsugæslulæknar, sem þegar væru komnir til starfa, héldu öllum sínum réttindum. Uggi Agnarsson las upp ályktun frá FÍLÍNA, þar sem mótmælt er þeirri ályktun aðalfundar 1985, að sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum væri gerð að skilyrði fyrir stöðu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.