Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 62

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 62
244 LÆKNABLAÐIÐ heilsugæslulækna. Hér væri um aðför að ræða að réttindum lækna, sem ekki væri sæmandi L.í. Engin læknisfræðileg rök væru fyrir einkarétti sérfræðinga í heimilislækningum á slíkum störfum og vegið væri þarna að almennu lækningaleyfi. Hann þakkaði einnig Læknafélagi íslands fyrir veittan stuðning að málum þeirra, sem stunda og ætla að stunda framhaldsnám í læknisfræði í Norður-Ameríku. Ólafur Mixa tók til máls og undraðist afstöðu manna, ekki síst FÍLÍNA, sem kannski hefði ekki þekkt nógu vel til forsendna ofangreindrar ályktunar. Hann benti á, að verið væri að að vinna að endurskoðun almenns lækningaleyfis. Einnig, að afnám héraðsskyldu þýddi, að menn gætu hafið starfsemi jafngildir sérfræðingum í heimilislækningum án að þess hafa kynnst greininni nokkuð. Pétur Lúvígsson benti á það, að heilsugæsla gæti verið fleira en það, sem sérfræðingar í heimilislækningum gera, t.d. störf barnalækna á heilsugæslustöðvum. Þorvaldur Veigar Guðmunsson lagði fram skýrslu stjórnar Domus Medica. Hann rakti aðdraganda byggingar Domus Medica og þróun eignaraðildar. í vetur sem leið var stofnað formlegt húsfélag eignaraðila, Nesstofu, einstakra lækna, Sjálfseignarstofnunar Domus Medca og Læknafélags Islands. Hann greindi frá skiptingu eignar og kjöri hússtjórnar. Samstarf Domus Medica og læknafélaganna væri vaxandi. Hann ræddi um hugsanlegar viðbyggingar og byggingar á horni Domus Medica og við Egilsgötu. Hann sagði, að byrjað væri að ræða breytingar á rekstri Sjálfseignarstofnunar Domus Medica. Ólafur Mixa sagði, að sérgreinafélög hefðu áhuga á að taka þátt í viðbyggingu við Domus Medica og spurði hvernig L.í. hyggist nýta slíka viðbygginga. Haukur Þórðarson taldi, að í viðbyggingunni þyrfti pláss fyrir Lífeyrissjóð lækna, Læknablaðið, Sérfræðingafélög, fundaraðstöðu fyrir læknafélögin og klúbbaðstöðu og e.t.v. gott auditorium, þar sem heyrst gæti og sést til fyrirlesara. Því næst flutti Páll Þórðarson skýrslu stjórnar Lífeyrissjóðs lækna. Sagði hann ávöxtun ganga vel, en myndi væntanlega lækka með nýjum reglum um bindingu fjár sjóðsins. Hugsanlega skerðist lánsgeta til félagsmanna í framtíðinni, til þess að unnt verði að tryggja ávöxtun og þar með lífeyri félagsmanna. Kjartan Örvar spurði, hvort ekki væri öruggt að varið yrði 55% ráðstöfnarfjár til kaupa á skuldabréfum frá hinu opinbera húsnæðismálakerfi og þannig tryggð full húsnæðismálalán til meðlima sjóðsins. Ef til vill stangist á hagsmunir yngri og eldri lækna. Páll Þórðarson taldi ekki von á því og hugsanlega yrði þetta þannig í framtíðinni, að yngri læknar fengju sín lán í gegnum húsnæðismálakerfið, en eldri læknar fengju lán beint úr sjóðnum. Ragnar H. Guðmundsson benti á, að ávöxtun yrði væntanlega léleg á þessu ári. Þannig mundu laun sérfræðinga hækka um 33%, en lánskjaravísitala einungis um 14-15%. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði síðan fundinn. Hún kvaðst í upphafi vera komin hingað til að læra. Hún benti á, að mjög lítill hluti þess fjár, sem væri varið til heilbrigðismála, væri notað til að fyrirbyggja, að fólk leggðist inn á sjúkrahús. Langstærsti hlutinn af kökunni færi til sjúkrahúsanna. Hún greindi frá, að ríkisstjórnin hefði samþykkt tillögu hennar, þar sem stefnt var að því, að fé væri í ríkara mæli varið til forvarnaraðgerða. Þetta væri m.a. bráðnauðsynlegt vegna breyttrar aldursdreifingar í þjóðfélaginu. Hún taldi, að auka þyrfti samstarf milli starfsfólks sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva um forvarnir. Hún minnti á áætlun WHO og farið væri að vinna að heilbrigðisáætlun fyrir ísland til aldamóta, en til hennar þyrfti nokkurt fé og taldi að Læknfélag íslands gæti hjálpað með að auka skilning á þessu máli, svo að það fé fáist. Áætla þyrfti um verulegt átak í málefnum aldraðra og hlynna þyrfti að barnafj ölskyldum. Ráðherra sagði, að nú væri unnið að breytingu á löggjöf um heilbrigðisþjónustu til að rýmka möguleika lækna til að taka að sér heilsuvernd. Ekki hefði tekist að fá fylgi við málið sl. vetur og ekki ætti hún von á, að því yrði breytt á komandi vetri. Uppbygging heilsugæsluþjónustu úti á landi hefði gengið vel. Þar væri góð heilsugæsla orðin sjálfsagður hluti af lífskjörum fólksins. í Reykjavík gætu rúmast fleiri lausnir. Þar þyrfti að byggja upp betri heilsugæslu, sérstaklega heilsugæslustöðvar. Þá benti ráðherra á ýmsan vanda, sem fylgdi tilkomu AIDS. Ný löggjöf hefði komið til sl. vetur, en einnig kæmi til ýmis konar vandi, sem snertir réttarstöðu einstaklinga og mat á ýmsum hagsmunum. Hún benti á ýmsar breytingar, sem stefnt væri að að gera á almannatryggingalögum, t.d. að sjúkrasamlög greiði hjúkrun í heimahúsum, svo að unnt væri að fá fleiri hjúkrunarfræðinga þar til starfa, en þetta hefði einkum þýðingu fyrir aldraða. Þá hefðu verið sett ný lög'um Sjónstöð íslands og Geislavarnir ríkisins og þær gerðar að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.