Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 63

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 245 sjálfstæðum stofnunum. Reglugerð um veitingu sérfræðileyfa og lækningaleyfis hefði verið endurskoðuð, sem hefði leitt til þess, að unnt var að setja á stofn sérfræðimenntum í heimilislækningum hér á landi. Hún minnti á nýja reglugerð um endurgreiðslu tannlæknakostnaðar. Einnig að í samskiptum sínum við lækna hafi ráðherra bent á, hvernig læknar legðu áherslu á að fara ávallt að lögum. Ráðherra fjallaði nokkuð um kjör heilbrigðisstétta, sem væri orðið eitt helsta vandamálið í heilbrigðiskerfinu. Skortur væri á fólki til hjúkrunarstarfa og i stoðgreinar. Þar væri aðalorsökin samanburður á kjörum. Hún taldi, að læknar ættu að beita sér fyrir því að vekja athygli á ábyrgð þessara stétta og þeirri virðingu, sem þær njóta innan kerfisins. Hún lagði áherslu á, að læknar gerðu allt, sem þeir gætu til að lækka lyfjakostnað, án þess að það komi niður á þjónustu við sjúklinga. Læknar dragi sérstaklega úr notkun sýklalyfja, eftir því sem kostur er. Þau væru meira notuð á íslandi en í nágrannalöndum. Hún fjallaði nokkuð um þá breytingu að setja sjúkrahús á föst fjárlög. Þar með væru öll sjúkrahús fjármögnuð með sama hætti, sem þýddi, að verk, sem nú er unnið á tveim stöðum, verði unnið á einum stað. Ætlunin sé að reyna að styrkja fjármálastjórn fagráðuneytisins og stofna um leið fjármálasvið í heilbrigðisráðuneyti, þar sem fólk úr heilbrigðiskerfinu fjalli um fjármagnsþörfina. Á fundinum voru flutt þrjú erindi, sem birt hafa verið í Læknablaðinu (1. tbl. 1987): Sveinn Magnússon fjallaði um lokaskýrslu SNAPS-hópsins, Kristján Baldvinsson spjallaði um samskipti lækna og almannatrygginga og Halldór Steinsen talaði um sjálfstæði lækna í störfum - Sókn í stað varnar. Þá ræddi Ari Jóhannesson um breytingar á rekstrarformi sjúkrahúsa. í upphafi máls síns hélt Ari þvi fram, að læknar ættu að skipta sér af svona málum. Væri aðstaða til greiningar og meðferðar á sjúkrahúsum skert, mundi enginn finna meira fyrir því en læknir og skjólstæðingur hans. Aðhald væri ávallt réttlætanlegt, ef hagkvæmni réði ferðinni, en vandamál væri, að fyrirbyggjandi aðgerðir skiluðu seint árangri og þær væri því erfitt að meta. Ari lýsti daggjaldakerfinu ítarlega, hugleiddi kostina. Sá helsti væri möguleiki á flutningi fjármagns milli einstakra liða. Einnig galla þess, en sá stærsti væri hallarekstur. Hann fjallaði einnig um aðdraganda þess, að sjúkrahús séu sett á fjárlög og kosti þess og galla. Þau gefi e.t.v. tækifæri til sparnaðar, en ekki væri möguleiki á tilfærslu milli liða. Hann taldi, að áhrif lækna ættu að vera í þrem liðum: 1. Ráðgjöf varðandi uppbyggingu, tækjakaup o.s.frv. 2. Endurmat á starfi og rannsóknir í því skyni, svo sem eins og á lyfjanotkun. 3. Læknafélag íslands láti stjórnvöldum í té aðhald. Næst tók Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, til máls og skýrði frá störfum nefndar, sem ætlað var að gera tillögur um samræmt rekstrarform sjúkrahúsanna. Inn í rekstrarform hefði verið tekinn stöðugildafjöldi, launakostnaður og skipting hans, annar rekstur, vaktafyrirkomulag og annað, svo sem viðhald. Ætlunin væri að gera tillögur um fjárlög fyrir hvert sjúkrahús, þ.á.m. stöðugildi á hverju ári. Vandamál hefði verið, hversu upplýsingar væru óljósar. Gert væri ráð fyrir, að rekstur væri áfram í höndum heimamanna, en ráðuneytið mundi veita aukna faglega aðstoð við stjórnun sjúkrahúsa. Þegar fjármálasvið heilbrigðisráðuneytisins eflist, sé unnt að auka áhrif ráðuneytisins. íhuga þarf, hvernig unnt sé að efla sjálfstæði þeirrar stofnunar. Það sé lykillinn að hagkvæmni. Eftir breytinguna yrði minna svigrúm, hvað snertir launagreiðslur, en meira hvað snertir annan rekstur. Páll Sigurðsson tók til máls. Hann er formaður Daggjaldanefndar. Hann sagði, að daggjaldakerfið hefði verið nauðsynlegt á sínum tíma. Kerfið hefði í för með sér, að allar áætlanir væru erfiðar, þar sem tryggingar fyrir tekjum væru ekki nógu góðar. Einnig hefði nýtingarþörfin viða minnkað. Halli hefði farið vaxandi, frá 6 og upp í 13%, sem að hluta til gæti stafað af launaskriði, en einnig vegna þess, að komið hefði til nýr rekstur. Hann benti á, að Daggjaldanefnd hefði aldrei haft það hlutverk að veita aðhald í rekstri. Magni Jónsson taldi, að lokanir sjúkradeilda væru alvarlegt mál og í raun óhagkvæmar. Þær hefðu í för með sér auknar rannsóknir, þar sem styttri tími væri til úrvinnslu og meiri vinna kæmi utan venjulegs vinnutíma. Þær hefðu haft í för með sér, að léttari verkefni væru unnin utan spítala, svo sem á stofum lækna. Taldi hann, að fjárlög hvettu til lokana, þótt þær væru óhagkvæmar. Sigurður Kr. Pétursson greindi frá reynslu F.S.A. af föstum fjárlögum og taldi það betra fyrirkomulag, þótt það væri ekki gallalaust. Nýting hefði farið minnkandi, án þess að sjúklingar fengju verri þjónustu. í ár hefði í

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.