Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 65

Læknablaðið - 15.08.1987, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 247 myndaðist spenna milli heimilislækna annars vegar og sérfræðinga hins vegar, sem byggðist á hugmyndafræðilegum ágreiningi og hagsmunaátökum. En reynsla undanfarinna ára hefur leitt í ljós, að þessi togstreita dregur úr styrk samtaka okkar og þjónar hvorki hagsmunum okkar né þeirra, sem þjónustunnar njóta. Það er skoðun okkar, að forsenda samstarfs heimilislækna og sérfræðinga sé traust og gagnkvæmur skilningur á verksviði hvors annars. Einnig að þó heilsugæslustöðvar séu aðalstarfsvettvangur heimilislækna, hindrar það hvorki aðgang greina sérfræðinga að stöðvunum né samstarf þessara aðila um greiningu, meðferð og eftirlit einstakra sjúklinga. Ágreiningi sérfræðinga og heimilislækna þarf að eyða, enda stendur hann í vegi fyrir eðlilegri þróun heilbrigðisþjónustu í landinu. Við óskum eftir stuðningi aðalfundarfulltrúa við ofangreind atriði.» Magni Jónsson og Haukur Þórðarson fögnuðu þessu erindi og lagði Haukur til, að þeir, sem vildu, undirrituðu þetta erindi, og það væri síðan tilmæli til stjórnar. Undirrituðu 19 fundarmenn erindið. Kjartan Örvar fékk orðið og ræddi um framhaldsnám, sem nú væri í mikilli óvissu. Samband hefði verið haft við norska læknafélagið og lögð fram beiðni frá L.í. og FUL um samstarf að þessu máli, en norska læknafélagið hefði hafnað beiðninni. Hann lagði síðan fram eftirfarandi bókun frá FUL: »Með hverju ári verður æ erfiðara fyrir unga lækna að komast í framhaldsnám erlendis, þar sem samkeppni um námsstöður er gífurleg. Það er ljóst, að opna verður nýjar leiðir fyrir framhaldsnám, og er Noregur þar ofarlega á blaði. Nýlega hefur norska læknafélagið hafnað beiðni L.í. og FUL um aðstoð við að koma íslenskum læknum að við framhaldsnám í Noregi, en vísað á heilbrigðisyfirvöld í báðum löndum um hugsanlegan samning þar að lútandi. FUL beinir þeim tilmælum til stjórnar L.Í., að hún beiti sér fyrir því, að heilbrigðisyfirvöld á íslandi reyni að ná samkomulagi við norsk stjórnvöld um framhaldsnám þar í landi.» Haukur Þórðarson sagði, að umræða um þetta mál yrði á Læknaþingi í haust. Hann bar að lokum fram þakkir til fundarmanna, fundarstjóra og fundarritara og sleit fundi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.