Læknablaðið - 15.10.1988, Page 18
312
LÆKNABLAÐIÐ
Vestur-Skaftafellssýslu sýna votheysverkun þrátt
fyrir mikla úrkomu. Bændur í Strandasýslu hafa
hins vegar verkað megnið af heyfeng sínum í
vothey í 25-30 ár og náð mjög góðum tökum á
slíkri vérkun.
Algengustu einkenni voru frá nefi og augum og
áður hefur verið sýnt fram á sterka fylgni þessara
einkenna við bráðaofnæmi (15). Aðeins fimm
einstaklingar settu einkenni sín aðallega í
samband við vothey og einungis tveir þeirra voru
í Strandasýslu, þar sem þó er mest votheysverkun.
Gæti þetta bent til að bændur í Strandasýslu hafi
náð betri tökum á þeirri verkun en starfsbræður
þeirra í Vestur-Skaftafellssýslu. Það vekur
athygli, að þrátt fyrir litla þurrheysverkun hefur
fólk i Strandasýslu jafnoft einkenni við snertingu
við þurrhey og fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.
Kemur það heim við eldri könnun, nema þar
reyndist hiti eftir vinnu í heyi algengari í
Vestur-Skaftafellssýslu (16).
Ekki var reynt að meta alvarleika einkenna í
könnun okkar, en vegna þess hversu lítið
Strandamenn eru útsettir fyrir þurrhey, gæti verið
freistandi að halda að einkenni væru vægari þar.
Strandamenn reyndust síður mæðnir og höfðu
betri öndunarpróf en bændur í
Vestur-Skaftafellssýslu (16) og gæti það stutt
þessa skoðun.
Sjúkdómar tengdir vinnu í heyi eru algengustu
skráðir atvinnusjúkdómar hér á landi (17). Aukin
votheysverkun ætti að geta dregið úr þeirri tíðni.
Þess ber þó að gæta, að votheysverkun er ekki
með öllu hættulaus. Súrheysturnaveiki (»silo
fillers disease«) er vel þekkt erlendis og okkur er
kunnugt um eitt dauðsfall af hennar völdum hér á
landi. Hér er um að ræða N02 eitrun, en sú
lofttegund myndast við gerjun í súrheyi. Hún
myndast á fyrstu þrem til fjórum dögunum eftir
að hey er látið í turninn eða gryfjuna. N02 er
brúnleit lofttegund og þyngri en andrúmsloftið og
liggur því yfir heyinu. Við bráðar eitranir verður
lungnabjúgur en síðar getur myndast
djúpkvefsstífla (brochiolitis obliterans). Lýst
hefur verið hitaköstum eftir vinnu í votheyi,
sérstaklega mygluðu votheyi (18), þótt enginn
setti slík einkenni í samband við vothey í okkar
könnun. Hefur þetta verið kallað »silo unloaders
syndrome«, því fleira en myglað vothey getur
valdið þessu. Ekki er vitað um orsakir, en nýrri
rannsóknir benda til að endotoxin frá
gram-neikvæðum sýklum séu að minnsta kosti ein
orsökin (19). Þótt Strandamenn, sem hafa
áratugareynslu af votheysverkun í flatgryfjum,
hafi lítil óþægindi í sambandi við þess konar
fóður, er ekki víst að byrjendur í votheysverkun
hefðu sömu reynslu.
Nýlega hafa bændur hér á landi byrjað að verka
hey í lofttæmdar plastrúllur. Athyglisvert verður
að kanna hver áhrif slíkt fóður hefur á einkenni
frá öndunarfærum. Okkur hefur verið sagt frá
tveimur vandamálum við slíka verkun. Ef mýs
naga göt á pokana kemst loft að heyinu og það
skemmist. Ef lofttæmingin er ekki nægilega góð
munu dæmi þess að brúnleitar lofttegundir stigi
upp þegar pokinn er opnaður og bendir það á
N02 myndun, sem gæti reynst hættuleg
(munnlegar upplýsingar frá Helga Guðbergssyni).
Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta, að
þurrhey, sérstaklega myglað þurrhey, tengist
mjög einkennum frá öndunarfærum.
Votheysverkun í höndum þeirra sem kunna vel til
verka virðist tengjast þessum einkennum lítið.
Ástæða er fyrir bændur að fylgjast vel með
nýjungum við fóðurgerð sem kemur í veg fyrir
rykmyndun.
Þakkir færum við öllu því fólki í
Vestur-Skaftafellssýslu og Strandasýslu sem tók
þátt í könnuninni. Einnig þökkum við Ólafi
Ólafssyni, landlækni, sem leiddi starfshópinn,
sem annast hefur heyrannsóknir. Helga Þórssyni
færum við þakkir fyrir tölvuúrvinnslu og
Allergologist Laboratorium færum við þakkir
fyrir ýmis konar stuðning, sérstaklega við
útvegun ofnæmislausna. Þá viljum við þakka
bændasamtökunum og Alþingi íslendinga fyrir
fjárhagslegan stuðning, sem gerði rannsóknir
þessar mögulegar.
SUMMARY
Immediate type allergy in two farming communities in
Iceland. II. Correlation between hay-making methods
and symptoms related to work við forage.
The aim of this investigation was to study correlation
between haymaking methods and symptoms related to
work with forage in two farming communities in
Iceland.
The difference between those two communities and the
methods used including the selection of the study group
have been described earlier (Gíslason D et a.: Immediate
type allergy in two farming communities in Iceland. I.
Prevalence and cause of symptoms. Icelandic Med J,
this same issue). The questionnaire included questions
about symptoms after work with forage and
hay-making methods. In Strandasýsla 88% made
>90% of their harvest into sileage, whereas none in V.
Skaftafellssýsla did. Of 167 individuals in Strandasýsla,