Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 315 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur I4R 74. ÁRG. OKTÓBER 1988 LÆKNISLEGAR SKAMMSTAFANIR Sú var tíðin, að íbúar þessa lands komust vel af og voru fyllilega ánægðir með að þekkja tvær skammstafanir, nefnilega SÍS og KEA. Þetta átti jafnt við um lækna og aðra, en læknar þekktu eina til viðbótar, sem var (og er) tbc. Reyndar þekktu menn lengi vel skammstöfunina DDPA - Det Danske Petroleums Aktieselskab, á íslensku útlagt »danskir djöflar pína alþýðuna«. Mismenntaðir sérfræðingar upplýsingaaldarinnar hérlendis og erlendis eru hins vegar að pína alþýðuna með fleiri og fleiri skammstöfunum; hér innanlands má minna á SÍBS, BSRB, BHM, BHMR, FEF, FIAF, AIDS, OECD, að ógleymdu FÍLUMHEIL! Á sjúkrahúsum hérlendis og í máli lækna ber líka meira og meira á þessum skammstöfunum. Margar eru orðnar fastar í vitund manna, einkum tvístefjur, svo sem MS, RA, MÍ, enda vel skilgreindar, en aðrar eu torskildari og lengri og þarfnast margar hverjar sérstakra skýringa. Ein slík skammstöfun, FUO, ruddi sér rúms hér fyrir allnokkrum árum. Forvitni mín leiddi mig til að afla nánari vitneskju um hana, eftir að mér varð Ijóst að mín eigin túlkun, »fannst undir ofni,« hlaut að vera röng. Eins og obbinn af þessum skammstöfunum er þessi úr ensku og þýðir »Fever of Unknown Origin.« Af mörgu er taka, eða hvað heldur þú lesandi góður að DISH tákni? Það vill svo til að það snertir áhugasvið mín, svo ég get frætt þig á því að það stendur fyrir »Diffuse Idiopathic Skeletal Hyperostosis.« - Og þarna er ég kominn að kjarna málsins. Mjög margar af þessum margstafa skammstöfunum, (sem í raun eru engan veginn almenningseign) virðast lýsa illskiljanlegum einkennum eða sjúkdómsmyndum, þar sem vel flest er óklárt. Enginn er alsaklaus í þessum efnum. í minni sérgrein notum við nokkrar skammstafanir, aðallega um rannsókaaðferðir og hafa sumar verið misskildar og mistúlkaðar af notendum. Það sem opnaði flóðgáttir penna míns var alveg ný útgáfa, sem ég hnaut um á röntgenbeiðni í dag: »SIADH(S)«. Mér er sagt að þetta tákni »Syndrome of Inappropriate Antidiuretic Hormone (Secretion)«, en ég er í raun alveg jafnnær! Mér hefur dottið í hug, að allmargar af þessum skammstöfunum verði til í tímaritsgreinum, og eigi e.t.v ekki að fara lengra. Einhvers staðar verða ungir læknar og læknastúdentar sér úti um þennan ófögnuð, væntanlega hjá eldri kollegum og kennurum. Því eru það tilmæli mín til þeirra, að vera ekki að slá um sig með þessum æ fleiri og æ torráðnari engelsku skammstöfunum. Með MASH-kveðju, 4. júlí 1988 Ásmundur Brekkan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.