Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1988, Page 26

Læknablaðið - 15.10.1988, Page 26
320 LÆKNABLAÐIÐ fleiri. Gefur þetta frábært tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk að koma á framfæri fræðslu, upplýsingum og áróðri, en leggur um leið mikla ábyrgð á herðar þess að nota tækifærið til forvarnarstarfs. í töflu I kemur fram að tölur 'frá Hvammstanga eru lægri en í hinum héruðunum, en við að skoða undantekningarhópa, sem koma fram neðanmáls, er hægt að fullyrða að raunverulegar tölur fyrir Hvammstanga eru a.m.k. þær sömu og standa fyrir Egilsstaði. Samkvæmt því hefur samskiptatíðni því aukist um sjö til þrettán prósent á tuttugu árum. Á Hólmavík fór 88°7o starfsins fram á dagvinnutíma, klukkan 9-17, og þar með 12% eftir lokunartíma heilsugæslustöðvarinnar. Á Egilsstöðum 1978 var skiptingin 92,5% og 7,5%, en í Búðardal 1985 91,6% og 8,4%. í öllum þessum héruðum eru vegalengdir miklar, en fjöldi Contacts/individual 4 3,74 3 2 1 0 3,54 p==|3.48 ] Bolungarik 1983 ] Búdardalur 1985 | Hólmavik 1985-86 0,37 0 31 0,37 Phone-call Otfice-interview Home-visit Form of contact Fig. 1. Form of contact per individualperyear, com- parison of three health centers (1, 4, 5). heilsugæsluselja er þó mestur i Hólmavíkurhéraði, en móttökur í seljunum vilja gjarnan teygjast fram yfir dagvinnutíma. Samskipti eru á mismunandi formi, þ.e. símtöl, viðtöl á stofu og vitjanir. Mismunandi samskiptaform á Hólmavík, í Bolungarvík og Búðardal eru borin saman á mynd 1. Á mynd 1 eru samskipti reiknuð á hvern íbúa, en við það verður samanburðurinn skýrari. Tölurnar eru ótrúlega áþekkar, nema símagleði Bolvíkinga er mun meiri en hjá íbúum hinna staðanna. Svarar þessi munur á símasamskiptum þeim mun á heildarsamskiptafjölda, sem er milli þessara þriggja staða. Það er nokkuð merkilegt að símanotkun skuli vera meiri í Bolungarvík, sem er einn þéttbýlisstaður, heldur en í dreifðum byggðum Hólmavíkur og Búðardals. Ætla má að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því a.m.k. jafngóður í dreifbýli og þéttbýli. Vitjanir virðast færri í Búðardal, en líklega stafar það að einhverju leyti af skráningarmun, það að þegar Iæknir mælir sér mót við sjúkling á heilsugæslustöð í stað heimavitjunar, er það skráð sem viðtal á stofu (aðkoma: vakt) í stað vitjunar. Þetta er náttúrlega túlkunaratriði, sem verður að ákveða í byrjun skráningar. Tilefni. Einstaklingar leita oftast til heilsugæsulstöðvanna á Hólmavík, Búðardal og Egilsstöðum (1977) vegna verkja í útlimum. Á mynd 2 eru borin saman tilefni samskipta í þessum þremur héruðum (1, 2, 5). Sjúkdómseinkenni eru stærsti hópur tilefna, frá 32% upp í 49% allra tilefna. Mismunur milli staða stafar líklega að einhverju leyti af skörun í skráningu milli flokkanna lyfseðill, eftirlit og sjúkdómseinkenni. Sem dæmi má nefna að Table II. The most common categories of diagnoses infive Health Centers (1-5) in oneyearperiods and in studies of Medical Services in Iceland (seven days 1974 and 1981) (9, 10). Studies of Health Centers Medical Services — in Rural Iceland Hólmavik Búdardalur Egilsstadir Bolungarvík Hvammstangi ------------------------------------------- Disease-diagnosis 1985-86 1985 1978 1983 1965-66 1974 1981 1. Cardiovascular system............. 10.7% 10.1% 10.5% 4.4% 11.8% 7.1% 6.5% 2. Musculoskeletal connective tissue.................. 9.0% 7.6% 8.4% 9.9% 10.3% 9.1% 9.2% 3. Ear diseases..................... 8.0% 6.3% - 7.4% 2.5% 4. Respiratory system................. 7.9% 9.4% 10.6% 11.5% 12.8% 11.2% 11.4% 5. Injuries & adverse effects ........................... 7.6% 8.4% 7.9% 9.9% 4.1% 6.9% 8.2% 6. Digestive system................... 5.7% 7.0% 4.5% 3.6% 10.0% 5.0% 4.5% 7. Mental disorder.................... 5.1% 5.5% 9.9% 5.6% 5.8% 6.5% 4.7%

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.