Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1988, Side 31

Læknablaðið - 15.10.1988, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 325-47 325 ÁRSSKÝRSLA LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS starfsárið 1987-1988 INNGANGUR Ársskýrslan nær til 15. júlí 1988. Síðasta skýrsla stjórnar nær til 18. ágúst 1987 og var lögð fram á aðalfundi 21.-22. september 1987. Alls greiddu 778 læknar árgjald árið 1987. Þar af greiddu 658 fullt árgjald, en 109 hluta þess. Læknar á skrá, komnir yfir sjötugt og/eða hættir störfum, voru 67 í árslok, en þeir greiða ekki árgjöld. Árgjaldið 1987 var kr. 20.000 og hluti svæðafélags óbreyttur frá fyrra ári, þ.e. kr. 2.000. Innheimt árgjöld samsvöruðu 709 heilum árgjöldum og skiptust þau þannig milli svæðafélaga: Læknafélag Reykjavikur 563, Læknafélag Vesturlands 25, Læknafélag Vestfjarða 13, Læknafélag Norðvesturlands 16, Læknafélag Akureyrar 52, Læknafélag Norðausturlands 9, Læknafélag Austurlands 15 og Læknafélag Suðurlands 16. Vorið 1988 útskrifuðust 44 kandídatar frá læknadeild Háskóla íslands og 2 haustið 1987. Eftirtaldir læknar hafa látist frá síðustu ársskýrslu: Edda Björnsdóttir f. 01.12.36 d. 05.09.87 Guðjón Klemenzson Guðmundur f. 04.01.11 d. 26.08.87 Stefánsson Jón Hjaltalín f. 19.03.45 d. 09.05.88 Gunnlaugsson f. 08.06.17 d. 08.07.88 Magnús Ágústsson f. 11.02.01 d. 14.03.87 Viðar Pétursson f. 24.11.08 d. 08.02.88 AÐALFUNDUR L.í. 1987 Aðalfundurinn 1987 var haldinn í Reykjavík dagana 21.-22. september. Fundinn sátu 25 fulltrúar svæðafélaganna og 7 menn úr stjórn L.Í., auk framkvæmdastjóra og 9 gesta. í tengslum við aðalfundinn var læknaþing haldið eins og venja er þegar aðalfundur er í Reykjavík, einnig haustnámskeið fyrir lækna á vegum Námskeiðs- og fræðslunefndar L.í. og L.R. Guðmundur Bjamason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ætlaði að ávarpa fundinn en af því gat ekki orðið þar eð hann var erlendis. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður ráð-herra, futti ávarpið í hans stað. Hann kynnti heilbrigðisþing sem þá var áformað og haldið i febrúar 1988, þar sem fjallað skyldi um íslenska heilbrigðisáætlun. Hann kynnti áformaða endurskoðun á fjármögnun heilbrigðiskerfisins og könnun á áhrifum af lyfjaávísunarvenjum lækna. Almannatryggingalög yrðu endurskoðuð og lög um málefni aldraðra. Þá yrði komið á fót stofnun forvarna og heilbrigðisfræðslu. Að lokum kvað hann frumvarp til Iæknalaga verða lagt fram að nýju á Alþingi í því formi sem það var við þingslit vorið 1987. Formaður flutti skýrslu stjórnar og fóru síðan fram umræður um ýmsa þætti hennar. Gjaldkeri lagði fram og skýrði reikninga ársins 1986 og voru þeir samþykktir. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir reikningum Ekknasjóðs og Lífeyrissjóðs lækna. Flutt var skýrsla stjórnar Domus Medica og skýrði formaður hennar frá því að nú hefði Domus Medica fengið byggingarleyfi á hornlóð Snorrabrautar og Egilsgötu. Kallaði hann eftir hugmyndum læknafélaganna um nýtingu hennar. Fyrir aðalfundinum lágu sjö ályktunartillögur, tvær frá stjórn L.Í., fjórar frá stjórn L.R. og ein frá stjórn F.U.L. Eftir að tillögurnar höfðu verið kynntar fóru þær til umfjöllunar þriggja starfshópa. Svo fór að tvær tillagnanna voru samþykktar óbreyttar, annars vegar áskorun á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um að leggja að nýju fram frumvarp það til læknalaga sem ekki náðist að afgreiða fyrir lok Alþingis vorið 1987, hins vegar áskorun á læknadeild H.í. um að taka upp kennslu í stjórnunarfræðum. Ein tillaga sem fjallaði um áskorun á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um að beita sér fyrir breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu í þá veru, að starfsemi heimilislækna utan heilsugæslustöðva væri heimil til frambúðar, var lögð fram af starfshópi með lítils háttar afmarkandi breytingum. Fór svo eftir miklar umræður að þessi tillaga var felld. í framhaldi af

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.