Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1988, Side 38

Læknablaðið - 15.10.1988, Side 38
332 LÆKNABLAÐIÐ Þá telur stjórnin ótækt, að sérstakir læknar verði ráðnir til starfa á göngudeildum sjúkrahúsa. Göngudeildarstörf eiga, m.a. af faglegum ástæðum, að vera í höndum þeirra lækna, sem að öðru leyti starfa á sjúkrahúsinu og hafa að öllu jöfnu haft með viðkomandi sjúkling að gera. Tengsl sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva í markmiði 24 og í Fylgiskjali I vegna M 24 er m.a. fjallað um tengsl milli sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Er rætt um bein tengsl og að sérfræðingar og göngudeildir sjúkrahúsa í Reykjavík og á Akureyri verði tengd ákveðnum heilsugæsluumdæmum. Ennfremur að »komið verði upp sérstöku kerfi farandsérfræðinga í þeim sérgreinum, þar sem það er álitlegt«. Stjórn Læknafélags íslands bendir á, að náin og bein tengsl myndast milli heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa, sem eru innan seilingar, hvort sem þau eru innan eða utan tiltekins heilsugæsluumdæmis. Stjórnin telur hæpið að fastsetja þessi tengsl með valdboði, þar sem þau ákvarðast fyrst og fremst af þeirri sérfræðiþjónustu, sem sjúkrahús hefur á boðstólum. Stjórnin leggur eindregið til, að samskiptatengsl fái að þróast án opinberrra afskipta. Þá telur stjórnin hugmyndina um farandsérfræðinga ekki fýsilega nema á mjög sérhæfðum sviðum og því aðeins, að aðrir kostir bjóðist ekki. Meðferðaráætlanir í markmiði 19 og í Fylgiskjali I vegna M 19 er m.a. rætt um meðferðaráætlanir. Stjórn félagsins er ekki fullljóst, hvað þarna er átt við og telur fráleitt að setja fastar reglur um áfanga í meðferð, sem segðu fyrir um úrræði, sem lækni væri heimilt eða skylt að nota við tiltekin sjúkdómstilvik, hvort sem um væri að ræða rannsókn, ráðgjöf, lyfjaávísun, handlæknisaðgerð eða annað. Stjórnin telur slíkt fyrirkomulag stuðla að því að færa ákvörðunartöku frá lækni yfir á ópersónulegt ríkisvald og þar með fyrirgera faglegri ábyrgð hans. Aftur á móti væri ávinningur í því, að heilbrigðisyfirvöld gæfu út og kynntu samræmdar leiðbeiningar um tiltekin meðferðarkerfi, enda væri þá tryggt, að þær væru endurskoðaðar í samræmi við þekkingu hvers tíma. Stofnun forvarna- og heilbrigðisfræðslu { markmiði 5 segir: »Komið verði á fót stofnun forvarna- og heilbrigðisfræðslu.« Stjórn félagsins telur þann kost vænlegri að fela þessi verkefni landlækni, jafnvel með stofnun sérstakrar deildar við hans embætti. Líkamsrækt og þjálfun Upphafssetning í kafla 4.5. hljóðar þannig: »Samstaða er um að líkamsrækt og líkamleg þjálfun sé undirstaða heilbrigði.« Stjórn Læknafélags íslands telur, að hér sé ofsagt. Setningin væri betur orðuð þannig: »Samstaða er um, að líkamsrækt og líkamleg þjálfun sé ein af undirstöðum heilbrigði. Fíkniefni í 4. kafla áætlunarinnar er m.a. fjallað um skaðsemi tóbaksnotkunar og skaðleg áhrif áfengis. Hins vegar er hvergi í áætluninni að finna umfjöllun um önnur fíkniefni og skaðsemi þeirra. Stjórnin telur fulla þörf á því, að i íslenskri heilbrigðisáætlun sé einnig fjallað um þá vá, sem að íslendingum stefnir nú með hinum »nýtískulegri« fíkniefnum. Um markmið 12 Stjórn félagsins telur, að í stað upphafsorðanna: »í heilsugæslunni...« eigi að standa: »í heilbrigðiseftirlitinu...«. Jónandi geislar Stjórn Læknafélags íslands fagnar því, sem segir í markmiði 13, að »leggja skal áherslu á, að fólk verði fyrir minni jónandi geislun en nú er». Til þessa hefur nánast verið ógerlegt að fá fjármagn til endurnýjunar röntgentækja. Kunnugt er, að núverandi búnaður er kominn mjög til ára sinna og úr sér genginn og uppfyllir ekki lengur kröfur tímans um geislavörn. Vonandi verður þessi áherslupunktur í markmiði 13 til þess, að röntgentækjabúnaður hér á landi verði endurnýjaður hið fyrsta. í Fylgiskjali I með íslenskri heilbrigðisáætlun vegna M 13 segir í lið 2: »Reglur verði settar um notkun röntgengreiningar og leitað leiða til minnkandi geislunar við rannsóknir.« Stjórnin telur, að ekki verði settar aðrar reglur um röntgengreiningu en þær, sem sérfræðingar í læknisfræði, ekki síst sérfræðingar í geislagreiningu, setja sér í starfi í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Læknar á Hl-stöðvum Stjórn félagsins fagnar áformum, sem fram koma

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.