Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1988, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.10.1988, Qupperneq 52
342 LÆKNABLAÐIÐ ÝMIS MÁL 1. í mars 1988 sendi landlæknir stjórn L.í. eftirfarandi erindi: »Nú eru til góðar upplýsingar um vinnuaðbúnað og vinnuálag flestra stétta á íslandi. Landlæknisembættið hefur áður kannað vinnuaðbúnað heilsugæslulækna og vinnutíma. Ég tel nauðsynlegt að frekari athugun verði gerð og þar á meðal athugað vinnuálag, og óska eftir því að Læknafélag íslands tilnefni fulltrúa til þess að starfa með embættinu að slíkri athugun. Ég óska ennfremur eftir því að Læknafélag íslands áætli eitthvert fjármagn til rannsóknarinnar á næsta ári.« Stjórn L.í. tekur undir þetta erindi landlæknis en telur auk þess að ekki sé síður ástæða til að kanna sömu atriði hjá öðrum hópum lækna. Stjórnin mun Ieggja fram tillögu á aðalfundi 1988 um að L.í. taki þátt í könnunarverkefni þessu í samvinnu við landlæknisembætið. 2. Að venju bauð stjórn L.í. nýútskrifuðum kandídötum til fagnaðar sem fór fram laugardaginn 28. maí í Domus Medica, sama dag og síðustu prófum lauk. Kynnt var starfsemi skrifstofu læknafélaganna, lífeyrissjóður lækna og útgáfustarfsemin og skýrð uppbygging L.í. og svæðafélaganna. Skrifstofan sendir útskrifuðum kandídötum eintak af lögum félagsins og Codex ethicus. 3. Eins og kunnugt er eru gerðir sérstakir kjarasamningar fyrir fastráðna lækna sem flestir starfa hjá ríkinu. Lengst af voru flestir þessir læknar embættislæknar, sem svo voru kallaðir, héraðslæknar og læknar starfandi á sérstofnunum ríkisins. Nú er svo komið að læknum sem falla undir þennan kjarasamning hefur fjölgað mjög vegna fjölgunar heilsugæslulækna. Telja má að þessum tveimur hópum fastráðinna lækna væri betur borgið í kjarasamningum sitt í hvoru lagi. Frá sjónarmiði laga mun ekkert því til fyrirstöðu að stofnað verði til kjarasamninga við hvorn hópinn fyrir sig og verður sótt um heimild fjármálaráðuneytisins til að svo megi verða. KJARAMÁL KJARASAMNINGUR FASTRÁÐINNA LÆKNA í maí bauð ríkisvaldið óvænt öllum kjarasamningsaðilum til viðræðna um endurskoðun launaliða samninga. Efnahagsráðstafanir voru á næsta leiti og tími til samningaviðræðna naumt skammtaður. Þann 20. maí náðist samkomulag um breytingar sem tóku gildi 1. júni og voru þessar helstar: Breyting á launaþrepum eftir prófaldri, starfsaldur við kandídatspróf telst nú 5 ár í stað tveggja áður, yfirvinnustuðull verður LOSSSVo í stað 1,0% fastra mánaðarlauna og hækkun varð á svokallaðri desemberuppbót. GJALDSKRÁ HEIMILIS- OG HEILSUGÆSLULÆKNA Gjaldskráin sem samið var um í júnímánuði 1987 gildir til 1.5.1989. Hafa engar breytingar verið gerðar á árinu, en einingaverð breytist í samræmi við laun heilsugæslulækna. Samstarfsnefnd um framkvæmd gjaldskrársamningsins var sett á fót eftir síðasta samning. Nefndin hefur fundað alloft. Helstu verkefni hafa verið að fylgjast með gjaldskrárbeitingu lækna. I því sambandi var farið í eina skoðunarferð á heilsugæslustöð en sú næsta var stöðvuð svo sem frægt er orðið. Eftir deilur um skoðunaraðferðir og álitsgerðir a.m.k. tveggja lögfræðinga hafa verið gerð drög að samkomulagi sem felur í sér að ekki skoði aðrir en læknir sjúklings sjúkrasögur til að bera þær saman við reikninga. Nefndin hefur safnað upplýsingum um gjaldskrártekjur heimilis- og heilsugæslulækna. Sýna þær að fullyrðingar heilsugæslulækna um lélegar tekjur af gjaldskrá eru á rökum reistar. Til stóð að breyta gjaldskránni í Ijósi þessarar könnunar og hefði hún átt að hækka verulega miðað við þær forsendur sem notaðar voru við gerð hennar á sínum tíma. Sýnt er að sú leiðrétting verður torsótt þótt ekki sé nema vegna bráðabirgðalaganna frá í vor sem setja þak á launa- og gjaldskrárhækkanir. Enn eitt verkefni nefndarinnar átti að vera að ákvarða greiðslur fyrir læknisverk sem ekki koma fyrir i gjald-skránni. Þar hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að starf samstarfsnefndarinnar hefur ekki nema að takmörkuðu leyti komið heilsugæslulæknum til góða. Þetta byggðist á erfiðum samskiptum við fulltrúa T.r. framan af. Þau eru öll betri nú og vonir standa til að nefndin geti skilað meiri árangri í framtíðinni. SAMNINGUR UM SÉRFRÆÐILÆKNISHJÁLP Samningar um endurskoðun gjaldskrár sérfræðinga hafa nú tekist og tekur gjaldskráin gildi frá og með 1. ágúst n.k. Aðallega er þar um að ræða nýja gjaldskrárliði og nokkrar tilfærslur, en ekki neinar verulegar hækkanir. Svonefnd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.