Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 343 Kaffið þarf sitt pláss á fundum. skörunarmál, þar sem deilt er um hverjir sérfræðingar megi vinna ákveðin læknisverk og taka fulla greiðslu fyrir, hafa tekið langan tíma og bíða nokkur slík mál úrskurðar læknadeildar. Því miður hefur afgreiðsla þeirra mála á vegum læknadeildar tekið mjög langan tíma. Útgjöld T.r. fyrir sérfræðilæknishjálp jukust mjög á árinu 1987 miðað við fyrra ár. Ástæður þess eru vafalaust margþættar. Má þar nefna fjölgun sérfræðinga í greinum þar sem framboð var mun minna en eftirspurn og flutningur læknisverka frá sjúkrahúsum á stofur. Er það m.a. afleiðing lokunar sjúkradeilda og samdráttar i sjúkrahúsrekstri. Þessi útgjaldahækkun hefur valdið því að T.r. hikar við að framlengja samninginn óbreyttan, en hefur þó ekki enn komið fram með neinar gagnkröfur. Samkvæmt bráðabirgðalögum um aðgerðir í efnahagsmálum nr. 14/1988 frá 20. mai mega launaliðir »í gjaldskrám sjálfstætt starfandi sérfræðinga ekki hækka meira...« en um 10% frá 31.12.1987 til 1. júní. Samninganefnd T.r. hefur borið þetta ákvæði fyrir sig að því er varðar samning um sérfræðilæknishjálp og hækkar launaliður hans því um 4,7% þar sem áður voru komnar hækkanir í janúar og febrúar upp á 5,06%. Einingarverð hækkaði því i 96,20 krónur en hefði átt að vera 97,87 krónur. Málið því sent i gerðardóm samkvæmt lögunum. SAMNINGAR LAUSRÁÐINNA SJÚKRAHÚSLÆKNA í mars náðist samkomulag við fulltrúa fjármálaráðuneytisins um breytingu á vaktafyrirkomulagi. Er það byggt á einni af bókunum með kjarasamningi frá 18. febr. 1987. Enda þótt fulltrúar Reykjavíkurborgar hefðu tekið þátt í þessum viðræðum, eins og endranær þegar fjallað er um kjarasamninga lausráðinna sjúkrahúslækna, töldu þeir sig óbundna af samkomulaginu. Eftir allmikið stapp fékkst þó loks sérstakur fundur með þeim 1. júlí. Á þeim fundi gaf starfsmannastjóri borgarinnar út skriflega yfirlýsingu, þess efnis að samkomulagið skuli einnig gilda fyrir lækna i störfum hjá Reykjavíkurborg frá 1.4.-31.12.1988 en falli þá úr gildi án frekari fyrirvara nema um annað verði samið. Þann 15. maí sl. var undirritað samkomulag um breytingu á samningum sjúkrahúslækna, sem hafði i för með sér breytingu og fjölgun á launaþrepum bæði hjá aðstoðarlæknum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.