Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1988, Page 54

Læknablaðið - 15.10.1988, Page 54
344 LÆKNABLAÐIÐ sérfræðingum. Jafnframt hækkaði yfirvinna sérstaklega um 3,85%. Frá framangreindum breytingum var skýrt frekar í Fréttabréfi lækna 6/88. SAMNINGAR HEIMILISLÆKNA UTAN HEILSUGÆSLUSTÖÐVA Samningar hafa verið lausir frá 1. janúar 1986. Erfiðlega gekk að fá samninganefnd T.r. að samningaborði þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Þó rofaði aðeins til á vetrarmánuðum og frá því í febrúar hafa verið haldnir reglulegir fundir. Samninganefnd lækna hefur lagt aðaláherslu á að fá hækkun á greiðslum vegna kostnaðar við stofurekstur, sem eins og málum er háttað háir því mjðg að heimilislæknar geti skapað sér viðeigandi starfsaðstöðu. Niðurstöður samninga liggja ekki fyrir, en þó hefur frá 1. mars sl. verið greitt 15% álag á umsamið endurgjald vegna kostnaðar. LÆKNAVAKT í REYKJAVÍK, KÓPAVOGI OG Á SELTJARNARNESI Samningur um læknavakt rann út 15. nóv. sl. og var endurnýjaður 23. desember. í samningnum er gert ráð fyrir að Læknavaktin sf. taki að sér sem verktaki áframhaldandi vaktþjónustu lækna. Hann er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara miðað við 15. nóv. n.k. en framlengist annars um eitt ár. í samningnum eru nánari ákvæði um þjónustu vaktarinnar og hvaða starfslið skuli vera til staðar. í nóv. sl. tók stjórn Læknavaktarinnar þá ákvörðun að segja upp þeim læknum sem tekið höfðu vaktir og ekki störfuðu sem heimilislæknar á starfssvæðinu. í framhaldi af þeirri ákvörðun og eftir að nokkrir læknar lýstu yfir óánægju sinni í bréfum til læknafélaganna var haldinn fundur í stjórn Læknavaktarinnar með formönnum L.í. og L.R. ásamt framkvæmdastjóra þar sem ákveðið var að framlengja uppsagnarfestinn til 1. júní. Eftir að um málið hafði verið fjallað að nýju hjá stjórn L.í. var ákveðið að þeir sem þess óskuðu fengju að taka vaktir út samningstímabilið. í síðasta samningi er kveðið á um, að Sjúkrasamlag Reykjavíkur greiði rekstrarhalla vaktarinnar til 15. nóv. 1987 enda hafi við undirskrift fyrri samnings (ágúst 1985) sem verið hafi til reynslu, ekki verið Ijóst hver þróun launa og kostnaðar yrði á samningstímanum. Mánaðarlegar greiðslur S.R. til Læknavaktarinnar sf. eru nú rúmar 1.600.000 kr. Eins og áður eru allir starfsmenn hjá læknavaktinni undirverktakar nema ræstingafólk. Hlutfallsleg skipting mánaðarlegra útgjalda er eftirfarandi: Hjúkrunarfræðingar 34,5%, akstur 32%, ritarar 11%, læknar 10,5%, yfirstjórn 3,5%, rekstrarvörur, símakostnaður o.fl. 4,5%, laun og launatengd gjöld 2,%, afskriftir og opinber gjöld 2%. Læknavakt í Hafnarfirði og Garðabæ Samningur er frá 28.8.1985 og hafa greiðslur samkvæmt honum breyst í samræmi við launabreytingar heilsugæslulækna. ORLOFSNEFND Á árinu fóru fram gagngerðar endurbætur á íbúðinni á Akureyri og er hún nú sem ný. Húsgögn voru einnig endurnýjuð. Nýting orlofshúsnæðis er góð sem fyrr og sumartíminn fullnýttur, þó er íbúðin í Reykjavík minnst notuð. Rætt hefur verið um að næsta orlofshús verði reist á Austurlandi og þá fyrr en seinna. NÁMSKEIÐS- OG FRÆÐSLUNEFND Undirbúningur haustnámskeiðs var sem fyrr helsta verkefni nefndarinnar á árinu. Námskeiðið var haldið á Holiday Inn hótelinu 22. til 26. september. Efni þess var fjórþætt: Meðferð bráðatilfella sem átta læknar fluttu erindi um, endurlífgun sem Axel Sigurðsson sá um, hjartasjúkdómar, haldið í samvinnu við Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna, en um þá fluttu tveir breskir læknar erindi og flutningur frjálsra erinda og sýning spjalda. Bárust 27 útdrættir um margvísleg efni, 15 spjöld og 12 frjáls erindi. Einnig var haldin lyfja- og áhaldasýning í tengslum við námskeiðið með þátttöku 11 aðila. Þátttaka á haustþinginu var góð, en alls voru skráðir 57 læknar. Þátttakendur á námskeiði í endurlífgun voru 25. í mars var haldið í samvinnu við Læknablaðið námskeið um tölfræði, siðfræði og rannsóknir. Kennarar voru tveir danskir læknar og voru þátttakendur 24. Fellt var niður vegna áhugaleysis fyrirhugað framhaldsnámskeið í stjórnun fyrir lækna. Haustnámskeiðið verður haldið í Domus Medica dagana 21. til 24. september n.k. Meginefni þess verður: Meðferð kransæðasjúkdóma, brjóstakrabbamein, meðferð ákveðinna sýkinga og meltingarsjúkdóma, og málþing um geðvefræna læknisfræði. Þá hefur nefndin ákveðið að halda tveggja daga námskeið um

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.