Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 4
Hver tafla inniheldur: Diltiazemum INN, klóríð, 30
mg eða 60 mg. EIGINLEIKAR: Kalsíumblokkari.
Truflar flæði kalsíumjóna um frumuhimnu til sam-
dráttarpróteina í vöðvafrumunni. Kransæðar víkka
út og viðnám í blóðrásinni minnkar vegna áhrifa á
slétta vöðva í æðaveggjum. Lyfið torveldar leiðni í
AV-hnút. ÁBENDINGAR: Hjartaöng (angina pect-
oris). Hár blóðþrýstingur. FRÁBENDINGAR: Hjart-
sláttartruflanir, sérstaklega truflun á sinusstarfsemi.
II. og III. gráðu atrioventriculert leiðslurof. Hjarta-
bilun og lost. Meðganga. Brjóstagjöf. VARÚÐ: Lyfið
brotnar um í lifur og útskilst í nýrun. Þess vegna þarf
að gæta varúðar hjá sjúklingum með truflaða lifrar-
og nýrnastarfsemi. MILLIVERKANIR: Gæta þarf
varúðar þegar lyfið er gefið samtímis beta- blokkur-
um, þar sem háir skammtar beggja lyfja geta valdið
leiðslutruflun um atrio-ventriculera hnútinn og
minnkuðum samdráttarkrafti hjartans. AUKA-
VERKANIR: Höfuðverkur. Andlitsroði, hitakennd,
svimi, ógleði. Hraður hjartsláttur og blóðþrýstings-
fall. Ökklabjúgur. SKAMMTASTÆRÐIR HANDA
FULLORÐNUM: Við hjartaöng: 30 mg fjórurn sinn-
um á dag og má auka í 240 mg daglega,
skipt í þrjá eða fjóra skammta. Við
háum blóðþrýstingi: 60 mg þrisvar
sinnum á dag. SKAMMTASTÆRÐ
IR HANDA BÖRNUM: Lyfið er
ekki ætlað börnum. PAKKN-
INGAR: Töflur 30 mg: 30 stk.;
100 stk. Töflur 60 mg: 30 stk.; 100
stk.
) mg fjórurn sinn-
?lega, 4
7\
RBKJAVÍKURVEGI78,
222 HAFNARFIRÐI