Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 64
326 LÆKNABLAÐIÐ öllum tiltæk. Miðað við kenningar Rawls er ekki gefið hvort við höfum efni á bestu heilbrigðisþjónustu sem til er, vegna þess að það kynni að þýða að við hefðum þá minna af öðrum jafnmikilvægum gæðum. En ég býst við að kenningin leiði til talsvert mikils jafnaðar í heilbrigðisþjónustu, hvemig svo sem rekstrarlegt form hennar yrði. Björn: Þetta eru mjög áhugaverðar hugmyndir hjá Rawls, og dæmalaust skynsamleg niðurstaða sem hann kemst að, þótt hún beri keim af skrifborðsniðurstöðu. Þannig hugsa menn sem koma saman og ræðast við í bróðemi og af skynsamlegu viti. En fyrir utan skrifborðið er veröldin talsvert önnur. Þannig minnir þetta á hægindastólafræðimennsku, sem er ágæt svo langt sem hún nær, en hún nær ekkert út fyrir hægindastólinn. EINKALÍF/ALMANNAHEILL En það er annað sem tengist lögum um heilbrigðisþjónustu og skyldum samfélagsins að byggja upp fullkomið heilbrigðiskerfi. Það eru forvamir í heilbrigðismálum. Sífellt er að verða ljósara hve einstaklingurinn sjálfur ber mikla ábyrgð á eigin heilsu. Þannig er ábyrgðinni varpað á einstaklinginn, og alls kyns mál sem áður vom lögð á lækna, sérfræðinga og heilbrigðiskerfið, em nú gerð að siðferðilegu máli hvers og eins. Þetta hefur mér fundist ábending þess, hve mikilvægt er að rækta með mönnum ákveðnar dyggðir sem ekki hafa verið hátt skrifaðar á síðustu tímum. Þar vil ég fyrst nefna sjálfsábyrgð, ekki aðeins er varða réttindi manna og réttindi sjúklinga heldur einnig þær skyldur sem hljóta að koma á móti. Þar má nefna heiðarleika, sannsögli, trúnaðartraust, orðheldni, friðhelgi lífsins, að virða líf, tilfinningar og viðhorf annarra. Það er ótal margt sem kemur til greina. SigurÖur: Við teljum okkur þekkja ákveðna áhættuþætti varðandi heilsufar fólks, þætti sem geta leitt til sjúkdóma, styttra lífs, færri vinnudaga og fleiri veikindadaga. Þetta varðar einnig samábyrgð. Er heilbrigði einkamál fólks, þar sem kostnaður af bágu heilsufari lendir á þjóðfélaginu? Að hve miklu leyti hefur þjóðfélagið íhlutunarrétt eða möguleika til áhrifa á hvemig einstaklingar verja lífinu? Hingað til höfum við látið nægja að krefjast þess að einstaklingurinn við hliðina á okkur eitri ekki andrúmsloftið eða geri okkur lífið óbærilegt á annan hátt. En að hve miklu leyti megum við hafa áhrif á lífsstfl hvers annars? Tökum sem dæmi lengingu á fæðingarorlofi, sem merkir skuldbindingu ríkisins að borga laun í sambandi við fæðingar. Ríkið hefur hins vegar ekkert með það að gera hvenær það lendir í þessum útgjöldum. Þegar gerð er fjárhagsáætlun fyrir næsta ár þá em flestir útgjaldaþættir kunnir. En varðandi sjúkdóma og önnur tryggingamál tökum við á okkur skuldbindingar fyrir náungann án þess að geta haft nokkuð með það að gera hvað viðkomandi aðhefst. Eg er ekki að gagnrýna það, heldur aðeins að benda á staðreyndir. Þess vegna vaknar umræða um það, að hve miklu leyti mér kemur við hvemig maðurinn við hliðina á mér hagar sér. Er ég að blanda mér í einkalíf hans, eða hef ég leyfi til afskipta vegna þess að ég tek þátt í að greiða fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Eyjólfur: Þessar vangaveltur vakna mjög víða. Sumir höfundar, eins og Mill, vilja meina að hægt sé að draga einhver skynsamleg mörk á milli einkamála og þeirra sem varða aðra, og segja sem svo að menn eigi að fá að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist svo lengi sem það hafi ekki beinar skaðlegar afleiðingar fyrir aðra. En margt hefur engar augljósar beinar skaðlegar afleiðingar, heldur óbeinar og þær geta verið alveg jafn skaðlegar. Til dæmis má vera að reykingar eins manns hafi engar eða hverfandi skaðlegar afleiðingar á aðra en hann sjálfan. En ef svo vill til að maðurinn er dáður og fyrirmynd annarra vegna einhvers annars, þá má vel hugsa sér að reykingar hans komi öðrum til þess að reykja. Flestar athafnir mínar geta varðað hagsmuni annarra, beint eða óbeint. Eg held að algert einkamál sé ákaflega sjaldséð fyrirbæri. Sé svo hafa þá ekki aðrir rétt til að skipta sér af öllu sem ég geri? Það má sjálfsagt ganga nokkuð langt í því að sýna fram á að hegðun mín í einkalífinu svokallaða varði einmitt hagsmuni margra annarra. Það er svo álitamál hve langt þjóðfélagið, heilbrigðisyfirvöld eða ráðamenn eiga að ganga í að setja reglur eða eyða peningum í það. Það kemur að því að slíkt verður svo uppáþrengjandi og leiðinlegt að það svarar ekki kostnaði. Skaðsemin verður meiri en hugsanlegur ávinningur. Gæti ekki hugsast að við íslendingar séum að nálgast rauða strikið í þessum efnum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.