Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ
321
Samkvæmt þessu er viðurkennt að lífi manns
sé lokið þegar heilinn hættir að starfa og það
er óafturkallanlegt. Það er viðurkenning á því
að maðurinn hafi skilið við og því beinlínis
ósiðlegt að reyna að halda einhverju gangandi
lengur.
Leifur: En ef ekki er um ræða flatt heilarit? Ef
maðurinn í öndunarvélinni er lifandi í þeim
skilningi, hefur meðvitund og er hæfur til
ákvarðanatöku. Biðji hann síðan: »1 guðanna
bænum takið vélina úr sambandi.« Þá erum
við að tala um að gera ekki eitthvað til að
viðhalda þessu lífi, en jafngilti samt því að
gefa honum lyf sem styttu lífið.
Sigurður: Þama er ég sammála
ísraelsmönnunum. Jafnvel þótt sjúklingur biðji
mig að stytta líf sitt þá fær hann mig ekki til
þess. Hann má hafa hvaða skoðun sem vill,
en hann fær mig ekki til þess af því að þetta
stríðir gegn grunnskoðunum mínum og ég álít
að ég hafi ekki þetta vald.
Eyjólfur: Eg hygg að læknum hljóti að
þykja auðveldara að verða við bón dauðvona
sjúklings sem hljóðar: »1 guðs bænum hættið
þessari meðferð,« þótt næsta ljóst sé að það
að hætta styttir lífið, en við beiðni sama
sjúklings sem hljóðar: »1 guðs bænum gefðu
mér nógu stóran skammt næst.« Þetta er
vegna þess að við höfum svo sterklega á
tilfinningunni að það sé grundvallarmunur á
að láta ógert og gera eitthvað. En eins og ég
sagði áðan má efast um að þessi munur geti
orðið fullkomlega ljós og eins að hann skipti
sköpum siðferðilega.
Sigurður: Hægt er að hugsa sér annað dæmi.
Sjúklingur sem fengið hefur ákveðinn skammt
af lyfi segir: »Eg kvelst ennþá, ég verð að fá
aukinn lyfjaskammt.« Þetta er aðferð hans til
þess að fá meiri lyf. Ég hef kannski engan
annan raunverulegan mælikvarða á það hvort
hann finnur svona mikið til en þann að treysta
orðum hans. Sjúklingar segja manni yfirleitt
mjög rétt til og við eigum að hlusta og taka
mark á því sem þeir segja. Ef hann segir: »Ég
er ennþá með óbærilega verki,« þá verð ég
að fara eftir því. Hins vegar er ekki líklegt að
breyting á lyfjaskammti nægði til að stytta líf
manns sem gæti rætt við mig á þennan hátt.
ÁBYRGÐ LÆKNA/ÁBYRGÐ
SJÚKLINGA
Eyjólfur: Sjáið þið í raun engin vandkvæði
á að framfylgja þessari sjálfræðisstefnu?
Er ekki hætta á því að jafnvel hjá lækni,
sem reynir af bestu samvisku að upplýsa
sjúklinga og fá þá sjálfa til að taka sem flestar
ákvarðanir, þá verði þetta í raun bara til að
sýnast, málamyndauppfræðsla, vegna þess að
læknirinn hlýtur að leggja málin þannig fyrir
að niðurstaðan verði sú sem hann vill fá fram.
Önnur spuming er, hvemig þið bregðist við
sjúklingum sem virðast síður vilja axla ábyrgð
og kjósa heldur að treysta á lækninn og ætlast
til þess að hann taki sem mesta ábyrgð á því
sem gert er?
Sigurður: Ef um er að ræða meðferð sem ég
hef mjög mikla trú á að muni skipta sköpum,
þá legg ég talsvert á mig til þess að sannfæra
sjúklinginn. í upphafi reyni ég að útskýra
allt hugsanlega jákvætt og neikvætt við
meðferðina, þannig að sjúklingur geti verið
með í ákvarðanatöku. Niðurstaðan verður sú
að flestir segjast gjaman fallast á viðkomandi
meðferð. Fæstir em mjög vel í stakk búnir
að meta hvort mín tillaga felur í sér bestu
meðferð eða ekki. Þannig að þeir treysta mér
til að ráðleggja sér það sem ég tel best.
Þekking almennings á læknisfræði og
heilbrigðismálum er vaxandi og í flestum
tilfellum af hinu góðu. En hún getur líka
komið inn hjá fólki vemlegum ótta og
óöryggi. Ég ráðlegg sjúklingum til dæmis
iðulega sterk verkjalyf sem hafa á sér
yfirbragð ávana- og fíknilyfja í augum
almennings. Þetta em frábær verkjalyf og
oft dýrmætasta hjálpin sem hægt er að
veita sjúklingum. En lyfin eru flokkuð sem
ávana- og fflmilyf og með því að slá upp í
lyfjabókum geta sjúklingar lesið hryllingslista
um áhrifin: Ógleði, ofskynjanir, hægðatregða.
Það er endalaus hörmungarlisti. Þótt ég
útskýri mögulegar aukaverkanir og hvemig
hægt sé að bregðast við þeim, þá syrtir yfir
þegar menn lesa þessi ósköp. Þegar ég álít að
lyf eins og morfín sé sjúklingi með óbærilega
verki fyrir bestu, þá verð ég að leggja málið
þannig fyrir, að sjúklingurinn fallist á að
þiggja meðferðina.
Það er æskilegt að sjúklingur taki sem mesta
ábyrgð vegna þess að því jákvæðari sem hann
er gagnvart meðferðinni þeim mun betur tekst