Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 62
324 LÆKNABLAÐIÐ hún sé að vísu ekki 100% örugg og fólk geti hlotið örkuml eftir slæma heilahimnubólgu. í þeim tilvikum er mjög fljótt tekin ákvörðun um að meðhöndla sjúklinginn. Hins vegar eru önnur sjúkdómstilfelli þar sem við vitum að jafnvel þótt einstaklingurinn geti lifað í einhvem tíma, þá verður aldrei um að ræða vitsmunalega tilvem. Þá eru málin rædd við ættingjana og við aðra lækna ef kostur er áður en ákveðið er hvað gera skuli. Samt er of mikið gert úr þessum tilfellum, miðað við þann raunveruleika sem blasir við inni á spítölunum. Fyrir 15-20 ámm, þegar endurlífgunartæknin kom fram, héldu sumir jafnvel að endalaust væri hægt að snúa dauðanum frá. En það hefur dregið mjög úr slíkum aðgerðum. I mörgum tilfellum er dauðinn mjög kærkomin hvíld og eðlilegur atburður sem við reynum ekki að koma í veg fyrir. Leifur: En eftir sem áður óþægilegur fyrir aðstandendur. Imyndum okkur 85 ára gamla konu með krabbamein. Hún liggur í heimahúsi og fær lungnabólgu. Ættingjar hlaupa upp til handa og fóta, kalla á vaktlækni og vilja að gömlu konunni sé komið inn á spítala. Hún er á hinn bóginn sátt við sjálfa sig, guð og menn, vill fá að vera í heimahúsi og getur jafnvel hvíslað því í eyra læknisins. Ættingjamir eiga oft erfitt með að kyngja því og heimta hinar og þessar aðgerðir. Þá er hjólið farið að snúast og fari sjúklingur inn á spítala er mjög erfitt að stoppa. Sigurður: Eigum við að taka mismunandi mikið mark á sjálfræði fólks og óskum eftir því hvort það er 40 ára eða 90 ára? Hver er réttur einstaklings þegar hann er 90 ára, búinn að borga skatta og tryggingar alla ævi og byggja upp það þjóðfélag sem við höfum? Níræður þarfnast hann kannski í fyrsta skipti á ævinni aðstoðar. Ætlum við þá að neita honum af því að hann er svo gamall og okkur finnst hann ekki eiga mikla framtíð fyrir sér? Hann er kannski sprækur og vill fá þessa meðferð. Lbl.: En er eitt líf öðru mikilvægara? Sigurður: Læknar vilja ógjaman framkvæma slíkt mat, ég er einn af þeim. En þegar náttúran er greinilega að hafa sinn framgang þá er ég mjög tilbúinn að segja, hér er komið á leiðarenda og ég geri best með því hjálpa viðkomandi að finna lítið til. TAKMÖRKUÐ ÚRRÆÐI Leifur: Þetta varðar einnig skortinn, takmörkuð úrræði. Þar verða helst fyrir barðinu gamalmenni sem lagt hafa sitt til þjóðfélagsins alla ævi. Staðreyndin er sú að við höfum byggt upp heilbrigðiskerfi á síðustu 50 ámm og ausið peningum í allar áttir að því marki að ekki er til króna til að byggja upp sæmilega frambærilegt þjónustukerfi fyrir gamla fólkið, nákvæmlega það fólk sem byggði samfélagið. Þetta er ljótasti bletturinn á okkar heilbrigðiskerfi og raunar það eina sem hægt er að kalla skort í kerfinu. Sigurður: Sjúklingar em ekki góðir málsvarar sjálfra sín gagnvart kerfinu. Tökum dæmi af sjúklingi sem veikist heima. Heimilislæknirinn kemur til hans og álítur að hann eigi að fara inn á spítala. Sjúkrahúslæknirinn samsinnir en segir: Það er allt fullt hjá okkur, þú verður að hafa önnur ráð. Heimilislæknirinn þráast við og á endanum er sjúklingurinn settur á gang. Sjúkrahúslæknirinn fær ákúmr frá yfirmönnum sínum, sérstaklega þeim sem sjá um peningahliðina. Spítalinn er kominn í þröng, það á að skera niður um 4% hér og 4% þar og því verður að fækka sjúkrarúmum. Varðandi fjármuni sem renna til heilbrigðiskerfisins, snýst málið um það hvemig megi tryggja að þeir fari þangað sem þöríin er mest. Geta læknar tekið þátt í að tryggja það? Það er líka spuming hvemig við læknar getum siðferðilega varið það ástand, sem sífellt kemur upp. Sjúklingar eru útskrifaðir af spítölunum í vonlaust ástand í heimahúsum, þar sem þjóðfélagið getur ekki boðið neina félagslega hjálp. Félagsmálastofnun Reykjavíkur er komin í þrot, fólk fæst ekki til að vinna þar. Þetta ástand brennur mjög á okkur, sjúkrahúslæknum. Við emm stöðugt að reyna að ýta veiku fólki út af spítölunum heim til sín, þar sem ekki er hægt að sinna því, til þess að geta tekið inn aðra sem em hugsanlega enn veikari. Mér virðist stundum að verið sé að gera sjúklinga að verstu óvinum heilbrigðiskerfisins, af því að þeir em svo dýrir í rekstri. Stjómvöld virðast meta sjúkrahúsin eftir því hversu mikið þau geta sparað og dregið saman rekstur, en ekki eftir því hvaða þjónustu þau veita sjúklingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.