Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 285 Tafla IV sýnir að verulegur mismunur var á aðdraganda innlagnar. Yfirvofandi innlögn var hjá 75,2% sjúklinga á geðdeildum en 32,5% hjá öðrum sjúklingum. Tafla V sýnir að aðstandendur sjúklinga á geðdeildum áttu næstum jafn oft frumkvæði að innlögn og læknar, en læknar áttu oftast frumkvæðið hjá sjúklingum á öðrum deildum. Svör sjúklinga og aðstandenda um nauðsyn innlagnar voru flokkuð í þrennt, eins og sést á súluritinu: I fyrsta lagi voru þeir sem töldu innlögn nauðsynlega. I öðru lagi voru þeir sem töldu innlögn ekki beinlínis nauðsynlega en samt rétt að sjúklingur legðist inn. I þriðja lagi voru þeir sem töldu innlögn óþarfa. Þrisvar sinnum fleiri sjúklingar á almennum deildum og jafnmargir aðstandendur á báðum deildum töldu innlögn nauðsynlega. Alls voru 17 sjúklingar (46%) á geðdeildum og þrír sjúklingar á öðrum deildum þeirrar skoðunar að innlögn væri ekki nauðsynleg. Tíu sjúklingar (27%) á geðdeildum töldu innlögn óþarfa. Sjúklingar voru einnig spurðir hvort þeir væru sáttir eða ósáttir við innlögn. A geðdeildum voru 20 sjúklingar (54,1%) sáttir. Þrem var sama og 14 voru ósáttir við innlögn. A öðrum deildum voru 33 sjúklingar (91,7%) sáttir, einum var sama og tveir voru ósáttir við innlögn. Fram kom að allir aðstandendur voru sáttir við hvemig að innlögn var staðið. Þó óskuðu fimm aðstandendur eftir því að innlögn hefði getað orðið fyrr, þrír þeirra voru aðstandendur sjúklinga á geðdeildum og tveir á öðmm deildum. Aðeins sex sjúklingar á geðdeildum og tveir á öðmm deildum vildu að öðmvísi væri að innlögn staðið, t.d. að ekki innlagðir með þeir væm aðstoð lögreglu, að of löng bið væri á bráðamóttöku o.s.frv. Tólf sjúklingar á geðdeildum töldu að sami árangur næðist án innlagnar en aðeins fjórir sjúklingar á öðmm deildum. UMRÆÐA Sjúklingar jafnt sem aðstandendur tóku spumingunum vel og margir vildu ræða frekar um innlögn og önnur vandamál. Fram kom í könnuninni að munur var á aldursdreifingu sjúklinganna. Þannig voru Tafla V. Hver átti frumkvæði að innlögninni að mati aðstanenda. Frumkvæöi aö innlögn Geödeildir Aörar deildir Sjúklingur 1 4 Aðstandandi 15 4 Læknir 19 32 Aðir 1 - Samtals 36 40 X2 = 11.16 df = 2 P<0.01 Fjórir aöstandendur sjúklinga á geðdeildum tóku ekki þátt í könnuninni. Fjöldi sjúklinga Súluritið sýnir skoðun sjúklinga og aðstandenda á nauðsyn innlagnar. sjúklingar á geðdeildum almennt yngri en sjúklingar á öðmm deildum. Einnig kom fram að fjölskyldutengsl voru ólík, fleiri makar vom meðal aðstandenda sjúklinga á öðmm deildum en geðdeildum. Að einhverju leyti skýrist þessi munur af aldursmuni sjúklinganna, en ekki síður af því að færri sjúklingar á geðdeildum giftast eða em í sambúð. Sumir geðsjúkdómar skerða hæfni til hjúskapar og sambúðar. Stuðningur við sjúklinga á geðdeildum byggist því á öðrum fjölskyldutengslum og hvers konar samvinna og aðstoð meðferðaraðila við aðstandendur byggist því á ólíkum forsendum. Jafn margir eða 2/3 hlutar sjúklinga á geðdeildum og á öðmm deildum vom í meðferð hjá læknum fyrir innlögn og enginn marktækur munur var á tímalengd veikinda fyrir innlögn. Samskipti við lækna vom því að þessu leyti svipuð. í 70% tilvika sáu aðstandendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.