Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ
327
Besti staðurinn til að hafa vit fyrir fólki
er í uppeldi bama. Til þess að það geti átt
sé stað þarf fullorðna fólkið að hafa vit til
þess að veita rétta leiðsögn. Vitundariðnaður
og fjölmiðlafár eru hins vegar á góðri leið
með að taka uppeldið úr höndum foreldra
og stundum vitið af þeim sjálfum, með
klækjum og yfirgangi. Ef ég mætti biðja um
áróður, þá væri það vamaðarorð til foreldra
um uppeldi og sálarheill bamanna. Þar er
hinn eðlilegi staður. En það heitir víst að
skipta sér af einkalífinu. En ég er viss um
að myndbandagláp er miklu verra en tóbak,
eftir því sem sálin er líkamanum mikilvægari.
En að stjómvöld eða sérfræðingar láti dæluna
ganga með tilmæli á öllum sviðum, gengur
hæglega út í öfgar.
Björn: Hugsum okkur stórmarkað þar
sem em upptökuvélar til að fylgjast með
viðskiptavininum hvert fótmál. Reiknað er
með því að uppeldið hafi mistekist að því
leyti að rækta með fólki heiðarleika. A þessu
er fundin tœknileg lausn. Hið tæknivædda
samfélag bregst við á þann hátt að finna
upp sem fullkomnasta tækni til að bæta upp
vöntun á siðferðisþroska manna. En vel
er hægt að bregðast við með öðmm hætti.
Stundum er talað um »instrumental values«
og »substantive values«. Þama eru það
tœknigildin eða verklagsgildin sem verða ofan
á en undirstöðugildin eru vanrækt, þau sem
hafa eitthvert inntak í sjálfu sér. Hin em bara
ákveðin tækni sem menn tileinka sér til að
leysa ákveðin verkefni en láta lönd og leið að
leggja grunn að siðferðisþroska, nauðsynlegum
þætti í persónu- og félagsþroska manna. Þetta
höfum við vanrækt.
Lbl.: Við látum umrœðunni lokið að sinni, en
þráðurinn verður tekinn aftur upp í haust á
Lœknaþingi.