Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 325 HÖMLULAUST FRELSI Leifur: Hér á landi er búið að setja ramma um mestallan rekstur í heilbrigðisþjónustu, stofnanarekstur, mannaráðningar og annað. En nokkur svið eru enn stjómlaus. Læknar geta skrifað upp á rannsóknir og lyf hömlulaust. Það er kannski ein af ástæðum þess hve sá kostnaður hefur vaxið úr hófi, á sama tíma og reynt er að halda kostnaði við sjúkrahús og heilsugæslu innan skikkanlegra marka. Einhvers staðar hlýtur að bresta í kerfinu. Að þessu leyti höfum við blandað hagkerfi í heilbrigðisþjónustu. Það hefur greinilega ýmsa galla, þar á meðal þá að við treystum okkur ekki að fara í aðra hvora áttina. Annað hvort að keyra á einhvers konar hörðu ríkisreknu kerfi, með meiri miðstýringu og mjög ákveðinni verkefnaskiptingu, þar sem verkum er raðað í forgangsröð og þau leyst samkvæmt því. Eða hitt að sleppa öllu frjálsu. Ákveðnir þættir í heilbrigðisgeiranum bólgna eins og hálfgerð krabbamein. Þar má nefna líknarfélög sem eru með stöðuga útþenslu á starfsemi sinni og eru jafnvel farin að auglýsa í sjónvarpi, en slíkt er almennum heilbrigðisstofnunum og læknisþjónustu gjörsamlega bannað. Þetta er ákveðið vandamál sem tengist því hve stór hluti af heilbrigðiskerfinu er njörvaður niður. Eftirspum eftir þjónustu er mikil og þeir fitna sem geta boðið þjónustu án þess að vera með niðurskurðarhnífa ráðuneyta á barkanum. Lbl.: Geta lögmál framboðs og eftirspurnar leyst vandann í heilbrigðiskerfmu? Hafa frjálshyggjumenn til dœmis sett fram hugmyndir í þá veru? Eyjólfur: Eg hef ekki trú á því enda ekki frjálshyggjumaður. En athugum að hugmyndir þeirra sem kenna sig við frjálshyggju eru ekki einsleitar. Sumir þeirra tala eins og velferðarsinnar og segja að markaðurinn sé besta lausnin á öllum sviðum, ekki bara fyrir fáeina auðuga, heldur fyrir allan almenning, að ekkert kerfi færi alþýðu manna meiri velmegun. í mínum augum er þetta oftast blind trú eða óskhyggja, ef ekki vísvitandi óheilindi. Svo em aðrir eins og til dæmis Robert Nozick, sem láta sér almannaheill í léttu rúmi liggja, en leggja mest upp úr eignarréttindunum og meintu ranglæti þess að stjómvöld hafi áhrif á eignamyndun. Skattlagning er því glæpur að dómi Nozicks. Ég held að slíkar hugmyndir séu svo fjarri okkur héma að óþarft sé að taka þær alvarlega, nema þá sem hugarleikfimi. Alltént leysa þær ekki það sem þú átt væntanlega við með »vandinn í heilbrigðiskerfinu«. SAMFÉLAGSSÁTTMÁLI Lbl.: I lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1973 og síðar stendur: »að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.« Felst í þessu samfélagssáttmáli? Eyjólfur: Það er fróðlegt í þessu sambandi að skoða kenningar John Rawls. í bók sinni Kenning um réttlœti - Theory ofJustice hefur hann sett fram mjög athyglisverða kenningu um þjóðfélagið og réttlætið. Hvemig getum við fundið réttlátar leikreglur í samfélaginu? Hann hugsar sér aðferðina þannig, að þeir sem mynda tiltekið samfélag komi saman fyrirfram og rökræði hvaða leikreglur skuli gilda. Á þessum fundi veit enginn hver hann sjálfur verður í væntanlegu þjóðfélagi. Rawls hugsar sér að í slfkxi blindni taki hver maður ákvarðanir um reglumar, fyrst og fremst í ljósi eigin hagsmuna, en viti ekki hver hann sjálfur verður, hvort hann verður forstjóri, verkamaður eða öryrki. Niðurstöðumar af þessum fundi em samfélagssáttmálinn. Rawls ímyndar sér auðvitað ekki að slíkur fundur hafi nokkum tíma verið haldinn í raun. Hugmyndin er heldur sú að réttlátt þjóðfélag hljóti að vera eins og leikreglur hefðu verið ákveðnar á slíkum fundi. I þessu skiptir öllu máli sú hugmynd, að ákvörðun tekin í óvissu um eigin stöðu hljóti að tryggja réttlæti, enda er réttlætisgyðjan blind. Niðurstaða Rawls er sú, að fyrir mann í svona aðstöðu sé skynsamlegt að fallast á þá reglu, að í þjóðfélaginu verði eins mikill jöfnuður í dreifingu gæða og samrýmist hagsmunum þeirra sem verst em settir. Þannig hugsar hann sér að fullkominn jöfnuður kynni að gera stöðu þeirra lakast settu verri en hún er, en hann verður að minnsta kosti svo mikill að meiri jöfnuður væri hinum verst settu í óhag. Ef við reynum að heimfæra kenningar Rawls upp á íslensk heilbrigðislög virðast mér þau samrýmast þeim mjög vel, hver svo sem hugsunin á bak við lögin kann að vera. Heilbrigðisþjónusta er dæmi um mjög mikilvæg gæði sem eiga að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.