Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 22
290 LÆKNABLAÐIÐ skýrt af hverju þessi æxli greinast oftar hjá konum en körlum. Almennt er talið að krabbalíki í botnlanga gefi ekki sértæk einkenni. Það er umdeilt hvort þau geta valdið bráðri botnlangabólgu með því að þrengja að botnlangaopi eða stífla það. Hjá okkur höfðu 15 sjúklingar æxli í mið- eða nærþriðjungi sem hefðu getað þrengt að botnlangaopi en einungis sjö höfðu botnlangabólgu. Einn sjúklingur hafði innhverfingu (intussusception) á botnlanga inn í ristilhúfu og verður að telja að krabbalíkið hafa valdið því ástandi sem leiddi til aðgerðar. Loks var það sjúklingurinn sem hafði meinvörp en einkenni hans hafa vafalaust stafað frá æxlinu. Þannig höfðu níu sjúklingar (12%) einkenni, sem hugsanlega stöfuðu frá æxlinu. Staðsetning æxla í botnlanganum og stœrðardreifing (töflur IV og V) var sambærileg við erlendar tölur þar sem 63-78% æxlanna eru í fjærþriðjungi og hlutfall æxla <1 cm á stærð er 66-95% (3, 5-7, 10, 12, 13, 16-18). Þess er aðeins getið í einni rannsókn hvemig stærð æxla er mæld en þar er mæling gerð á sýnum eftir formalínherðingu og eru 95% æxla hjá þeim höfundum <1 cm að stærð (3). Æxlin geta minnkað við formalínherðingu og vegna þess að stærð æxlis er mikilvægt skilmerki sem ábending um aðra aðgerð en botnlangatöku skiptir miklu máli að ljóst sé hvemig mælt er (3). I erlendum rannsóknum er tíðni meinvarpa, séu slík til staðar, á bilinu 1,4-8,7% (2-4, 6, 10, 13, 14, 17). Oftast em það lítil, randstæð meinvörp í svæðiseitlum en útbreidd og jafnvel óskurðtæk meinvörp við greiningu eru þó þekkt (5, 6, 13). Flest æxli sem hafa myndað meinvörp eru >2 cm að stærð en nokkmm tilfellum hefur verið lýst þar sem frumæxlið var 1-2 cm (3, 6, 10). Við þekkjum ekki fyrri dæmi þess að fundist hafi meinvörp frá æxli sem var minna en einn cm að stærð. Margt er óljóst um líffrœðilega hegðun krabbalíkis eins og annarra illkynja æxla. Ymis skilmerki hafa því verið athuguð til þess að reyna að auðkenna þau krabbalíki í botnlanga sem hafa tilhneigingu til meinvarpa og skilgreina þannig ábendingar um róttœkari aðgerð en botnlangatöku. Fmmugerð í æxlum sem mynda meinvörp er ekki frábrugðin þeim sem haldast staðbundin (6). íferð æxlisfmmna í sogæðar eða taugaslíður í botnlangavegg má sjá í 30-80% tilfella (5, 14, 18) og er ekki talin réttlæta aðra aðgerð þótt sú skoðun sé ekki einhlít (13). Æxli í nærþriðjungi botnlanga hefur stundum verið talið ábending ristilbrottnáms. Hjá okkur vom fimm æxli staðsett þar og þrjú vom < 1 cm frá skurðbrún. Botnlangataka var gerð hjá fjómm sjúklingum en hlutabrottnám ristilhúfu að auki hjá einum og vom allir á lífi 5,8- 26,4 ámm eftir aðgerð. Þess eru dæmi að æxlisvöxtur hafi verið í skurðbrún en ekki frekar aðhafst. Þeir sjúklingar hafa verið á lífi 17-30 ámm eftir aðgerð (13, 16). íferð æxlis í botnlangahengi hefur einnig verið tilgreind sem ábending ristilbrottnáms (10, 16) þó slíkt finnist hjá 8-31% sjúklinga (3, 6, 7, 10, 12-14, 17, 18). Hjá þeim 19 af okkar sjúklingum sem höfðu íferð í botnlangahengi og voru á lífi í lok rannsóknartímabilsins hafa að meðaltali liðið 16,7 ár frá aðgerð og hjá átta sjúklingum >20 ár. Einnig er þekkt að æxli án íferðar í botnlangahengi geta myndað meinvörp (3). Því hefur stœrð œxlis verið talið mikilvœgasta skilmerkið sem ábending um ristilbrottnám. Þeir höfundar sem rannsakað hafa flesta sjúklinga og fylgt þeim lengst eftir setja mörkin við 2 cm (5, 6). Æxli >2 cm að stærð em fátíð 2-8%, (5, 13, 14) en 40-100%, þeirra hafa myndað meinvörp við greiningu. Aðrir höfundar með stóran sjúklingahóp og langan fylgitíma setja mörkin við 1,5 cm miðað við mælingu eftir formalínherðingu botnlangans (3). Þegar metin er ábending ristilbrottnáms þarf einnig að vega aldur og almennt ástand sjúklings á móti áhættu af aðgerð þar sem þessi æxli vaxa hægt og geta verið einkennalaus lengi jafnvel þótt meinvörp séu til staðar. Heita má að samstaða sé um meðferð á krabbalíki í botnlanga þegar æxlið er í fjærþriðjungi, staðbundið í botnlangavegg og <1,5 cm á stærð. Hafi skurðlæknir ekkert séð sem veki gmn um meinvörp er botnlangataka fullnægjandi meðferð og ekki þörf frekari aðgerða, rannsókna eða eftirlits. Niðurstöður okkar benda til þess að sama máli gegni, óháð staðsetningu í botnlanga eða íferð í botnlangahengi. Ekkert æxli í rannsókn okkar var >1,4 cm en hjá 14 sjúklingum sem höfðu æxli >0,9 cm að stærð og vom á lífi í lok rannsóknartímabilsins eru að jafnaði liðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.