Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 315 sjálfráðir gerða sinna og hafa möguleika til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fyrsti hópurinn er skilgreindur hæfur til ákvarðanatöku. Annar var hæfur en er það ekki lengur. Loks eru þeir sem aldrei hafa verið hæfir að ráða eigin högum og gjörðum af ýmsum ástæðum. Að þessu leyti finnst mér þetta mjög tímabær umræða sem lítið hefur verið sinnt í almennri umræðu, þótt vel kunni að vera að hún eigi sér stað á meðal ykkar lækna vegna viðfangsefna sem upp koma daglega á sjúkrahúsum og víðar. Það stingur mjög í augu í yfirlýsingunni, varðandi þá sem eru ekki og hafa aldrei verið hæfir til ákvarðanatöku, þar sem segir: »Regard for the value of life does not imply an absolute duty to employ life-prolonging treatment for non-competent patients.« Það er undarlegt að taka sérstaklega fram, að þegar um er að ræða þá sem ekki eru hæfir og hafa aldrei verið, beri ekki að virða gildi lífsins. Þetta kemur út eins og þeir séu sérstakur hópur. í yfirlýsingunni eru nefndar ákvarðanir varðandi þessa sjúklinga og hagsmunir hverra koma þar til greina. Þar eru nefndir hagsmunir þjóðfélagsins: »...society's (including both the use of economic resources and the need for research to help future patients).« Allt í einu skjóta upp kollinum hagsmunir mögulegra /rawí/'ðarsjúklinga. Farið er að læða inn hugmynd um tilraunadýr varðandi sjúklinga sem ekki eru hæfir. Slíkt er ekki nefnt varðandi sjúklinga sem hæfir eru til ákvarðanatöku. Ég trúi naumast að verið sé að gefa í skyn að á þessum hópi sjúklinga leyfist frekar að gera rannsóknir eða tilraunir, vegna þess að þeir eru ekki hæfir til ákvarðanatöku. Sigurður: Ég var undrandi að sjá hve lítið er minnst á læknisfræðilegar rannsóknir, þótt að vísu séu til um það margir kaflar í öðrum samþykktum. Hins vegar held ég að þetta sé tekið þama fram til þess að undirstrika að það sé undir engum kringumstæðum réttlætanlegt að gera einhverjar læknisfræðilegar rannsóknir á þeim sem eru út úr heiminum. Slíkt verður alltaf að bera undir sjúklinginn og hann verður að skilja að það er ekki verið að veita viðurkennda meðferð heldur reyna nýjar aðferðir, sem er allt annar handleggur og á fullan rétt á sér í læknisfræði. Eyjólfur Kjalar Emilsson: »Er einhver siöfrœðilegur munur á því að kippa öndunarvél eða öðru ámóta tœki úr samhandi eða gefa sprautu sem leiðir til endanlegs dauða þess sem þegar er örugglega dauðvona?« FORRÆÐI / SJÁLFRÆÐI Lbi: Hafa lœknavísindin einkennst af forrœðishyggju ? Eyjólfur: Það er oft afar erfitt að sjá hvemig heimfæra á siðfræðikenningar upp á ákveðin tilvik daglegs lífs. Varðandi afstöðu einstakra heimspekinga til sjálfræðis, svo sem Kants, þá er hætta á ákveðnum ruglingi. Að vísu fjallaði Kant mikið um sjálfræði og það er lykilhugtak í siðfræði hans. I hugtakinu hjá honum felst hins vegar sú merking að manneskjan sé ekki fullkomlega sjálfráð nema ákvörðun hennar sé skynsamleg, hvað sem það kann að vera á endanum. En mér virðist að það sjálfræði sem við emm að tala um feli einnig í sér rétt til að taka heimskulegar ákvarðanir. Þannig er naumast um að ræða sjálfræði í sama skilningi. Þetta leiðir til spuminga um það, hvort slíkur réttur sé til og sé svo hversu langt beri að ganga í að virða hann, að því gefnu að ákvörðunin varði fyrst og fremst sjúklinginn sem á í hlut. Varðandi andstæður forræðis og sjálfræðis viðurkenna höfundar plaggsins að þessi sjónarmið kunni að rekast á. Ég fæ ekki séð að þessum andstæðum verði nokkum tíma fyllilega eytt. Almenn siðferðileg rök hníga að vissu forræði lækna í sumum tilvikum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.