Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 297 60% af því sem ætla mætti ef fjöldi SDS væri notaður sem mál fyrir algengið. Þetta skýrist meðal annars af því, að margir einstaklingar fá fleiri en eina tegund af geðlyfjum. Auk þess svarar fjöldi ávísaðra SDS í þessum mánuði ekki endilega til eins mánaðar notkunar. Þannig er algengi notkunar sefandi lyfja meira en ætla mætti af fjölda SDS, algengi notkunar róandi lyfja svipað hvorri aðferðinni sem beitt er, en algengi notkunar svefnlyfja og geðdeyfðarlyfja er töluvert lægra en fjöldi SDS gefur til kynna. A mynd 1 er sýnt hvemig algengi geðlyfjanotkunar vex með hækkandi aldri, meira hjá konum en körlum frá 25 ára aldri. Eftir 75 ára aldur lækkar algengi geðlyfjanotkunarinnar hjá báðum kynjum aðeins. Fjöldi SDS eykst hins vegar mun meira en algengið alveg frá þrítugsaldri. Fylgni fjölda SDS og algengis er breytilegt eftir aldri og lyfjaflokkum. Algengið og fjöldi SDS fylgjast sæmilega að hvað varðar notkun sefandi lyfja fram til 44 ára aldurs hjá konum og til 64 ára hjá körlum (mynd 2). Ur því er algengið meira en fjöldi SDS gefur til kynna, sérstaklega meðal þeirra sem em yfir 65 ára aldri. Raunar strax eftir 45 ára aldur er töluverður munur á hjá konum, þannig að algengi er meira en fjöldi SDS gefur til kynna. Á mynd 3 sést að algengi notkunar róandi lyfja og fjöldi SDS fylgist mjög vel að og er mjög svipað á öllum aldri hjá körlum og konum. Algengið vex mikið frá 30-45 ára aldurs og er lítið hærra hjá konum en körlum, úr því lækkar það aðeins hjá körlum til 55 ára aldurs, en eykst þá aftur lítillega fram undir sjötugt. Hjá konum á hinn bóginn er algengið stöðugt frá 45-49 ára aldri fram undir sextugt, en hækkar þá aðeins fram yfir sjötugt. Úr því fer algengið minnkandi bæði hjá körlum og konum og fjöldi SDS verður heldur minni en algengið hjá báðum kynjum, og þó öllu frekar hjá konum en körlum. Á mynd 4 kemur fram enn eitt mynstur í þróun ávísana geðlyfja þar sem algengi svefnlyfjanotkunar er sýnt. Það fer jafnt og þétt vaxandi frá 35 ára aldri, heldur meira hjá konum en körlum, og nær hámarki á aldrinum 75-84 ára og virðist lítið breytast úr því. Fjöldi SDS vex hins vegar meira en algengið, sérstaklega hjá konum, þannig að á aldrinum 75-84 ára er fjöldi SDS tvisvar sinnum meiri Rate/1,000 Age groups — Male prevalence Female prevalence “*■ Male DDD Female DDD Fig. 1. Prescription of psychotropic drugs by sex and age, in DDDs and number of patients per 1,000, pop- ulation in Reykjavik, March 1984. Rate/1,000 Male prevalence -•- Female prevalence Male DDD Female DDD Fig. 2. Prescription of neuroleptics by sex and age, in DDDs and number of patients per 1,000, population in Reykjavik, March 1984. Rate/1,000 Age groups — Male prevalence Female prevalence Male DDD -e- Female DDD Fig. 3. Prescription of tranquillizers by sex and age, in DDDs and number of patients per 1,000, population in Reykjavik, March 1984.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.