Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 8
280 LÆKNABLAÐIÐ í rafeindasmásjá vera í samræmi við það sem að ofan er getið. í fituvef húðbeðs sást oft litun á sýstatín-C mýlildisefni umhverfis einstakar fitufrumur en slíkum »amyloid rings« hefur verið lýst áður (13) við mýlildi annarar gerðar í húð. Paraffínsneiðar af sýnum frá nokkrum sjúklingum voru litaðar fyrir keratíni og kom í ljós að mýlildisefnið litaðist ekki. Einnig voru sneiðar frá sex sjúklingum litaðar með and- SAP og kom þá fram litun nokkuð jafndreifð í öllum þáttum húðarinnar og er það í samræmi við niðurstöður annarra (14). í 5 tilfellanna kom þó fram áberandi sterk litun í efsta lagi leðurhúðar, þar sem sýstatín-C svörunin var sterkust. Þegar eðlilegt kanínusermi var notað í stað fyrsta stigs mótefnis fékkst engin litun. Plasmafrumur, átfrumur eða risafrumur fundust ekki í tengslum við mýlildisútfellingamar í neinu tilfelli. UMRÆÐA Sýstatín-C jákvæð mýlildisútfelling utan miðtaugakerfis í þessum arfgenga heilablæðingarsjúkdómi fannst fyrst í æðum eitils undan kjálkabarði hjá einum sjúklingi (12). I kjölfar þess var gerð leit að sýstatín- C mýlildisefni í öðrum eitlum og í ýmsum líffærum og fannst það þá víðar en áður var þekkt, þar á meðal í húð (9). Sjúkdómur þessi hefur verið flokkaður sem »hereditary localized amyloidosis« (15). Þá flokkun þarf nú að endurskoða í ljósi nýrra upplýsinga og ætti hann þá, samkvæmt ofangreindri flokkun, að teljast í hópi »hereditary systemic amyloidosis« og skipa þann hóp ásamt fágætum, arfgengum mýlildum sem ýmist leggjast aðallega á úttaugar (neuropathic forms), ným (nephropathic forms) eða hjarta (cardiomyopathic forms). Mýlildisútfellingar í húð sjúklinga með arfgenga heilablæðingu vom mest áberandi, og víða samfelldar, á mótum yfirhúðar og leðurhúðar svo og umhverfis hársekki og fitukirtla. Samskonar útbreiðslu mýlildisefna í húð hefur verið lýst við frummýlildi og bólgumýlildi og mýlildi við mergæxli (13), án þess að vera talin sérlega áberandi. Mýlildisútfellingum hefur verið lýst í húð sjúklinga með ættgengar mýlildisútfellingar í ýmsum úttaugum. í þeirri lýsingu er ekki getið söfnunar á mótum yfirhúðar og leðurhúðar, aðeins lítilla dreifðra bletta í leðri. Þar er hins vegar lýst mýlildissöfnun umhverfis svitakirtla, sem algengustu staðsetningunni og sást þar í öllum tilfellum (5). Það sást oft í þessari rannsókn. í öðmm frummýlildum og í bólgumýlildum er þessi staðsetning þekkt þó ekki sé hún eins algeng (13; 2). Mýlildisútfellingum í veggjum blóðæða í húð hefur verið lýst við öll afbrigði af mýlildi þar sem húðútfellingar finnast og eru þær af sumum talinn sá staður þar sem þær eru ríkulegastar. I þessari rannsókn voru útfellingar í og umhverfis úthjúp blóðæða ekki óalgengar og í stöku tilfellum voru útfellingar í æðaveggjum. Nokkuð áberandi var sýstatín-C jákvæð svörun umhverfis vessaæðar. Mýlildi umhverfis vessaæðar hefur ekki verið lýst við aðrar mýlildissafnanir í húð svo höfundum sé kunnugt. Athyglisvert er, að Rubinow og Cohen (5) geta þess sérstaklega, að ekki hafi fundist mýlildi í taugum leðurhúðar íjjeirra tilfellum af ættgengu fjöltaugamýlildi. I þessari rannsókn var jákvæð svömn fyrir sýstatín- C mýlildi umhverfis taugar í leðurhúð ekki óalgeng. Loks skal þess getið að stundum fundust mýlildisútfellingar umhverfis hárreisivöðva og umhverfis fitufrumur en það er þekkt við mýlildi af öðmm toga. Segja má að útbreiðslu mýlildisútfellinga í húð við þessa arfgengu heilablæðingu sé í aðaldráttum í samræmi við útfellingar við önnur afbrigði af mýlildi, en áherslur séu að nokkru leyti aðrar. A það einkum við um yfirhúðar og leðurhúðarmótin. Þetta er þó eini sjúkdómurinn þar sem sýstatín-C mýlildisefni finnst í mýlildisútfellingum í húð. Glýkóprótínið amyloid P component, mýlildis- P-þáttur, sem er eðlilegur byggingarþáttur í flestum vefjum og þar á meðal húð, finnst jafnframt í öllum tegundum mýlildis (16). Mýlildis-P-þátturinn virðist í eðlilegri húð hafa hliðstæða útbreiðslu og sýstatín- C mýlildisútfellingamar en hann er þó ekki að finna í grunnhimnunni (membrana basalis) milli yfirhúðar og leðurhúðar (14).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.