Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
323
heimskulegar ákvarðanir í sambandi við lyf,
sérstaklega ef fólk er ekki vel upplýst. Því
hefur verið haldið fram að sjálfræði fólks sé
meðal annars fólgið í því að geta gengið inn
í hvaða lyfjabúð sem er og keypt sér hvaða
lyf sem er. Læknar eigi að vera sérfræðilegir
ráðunautar um notkun lyfjanna. Kannski gæti
þetta gengið hjá flestum nema jaðarhópum í
þjóðfélaginu. Væntanlega yrðu sterku lyfin
hans Sigurðar ekki vandamál lengur ef fólk
gæti fengið þau á þennan hátt. Þetta sýnir að
við hljótum að lenda í eilífri togstreitu og ég
held að flestir, innan sem utan stéttarinnar,
myndu setja alls kyns gaddavírsgirðingar ef
við bryddum upp á því hvort virðing okkar
fyrir sjálfræði sjúklinga eigi að taka til svona
hluta.
Björn: Sjálfræði hlýtur að takmarkast af
reglunni um óskaðsemi. Sjálfræði eru sett þau
takmörk að hvorki valdi það mér né öðrum
skaða. Þama koma til hagsmunir heildarinnar
og samfélagsins og út frá því er eðlilegt að
takmarka sjálfræði manna til þess að kaupa
þau lyf sem þeim dettur í hug. Við emm
skikkuð til að nota bflbelti, og þykir engum
mikið. Þetta var sagt einkamál manna. En
auðvitað er það ekkert einkamál þegar þarf
að klastra þér saman eftir stórslysið, auk
fjárhagslega tjónsins sem þú veldur.
Hin góða hugsun sem býr að baki sjálfræði
sjúklinga má ekki leiða til afbökunar. Lúter
gerði á sínum tíma alltaf mikinn greinarmun á
því sem hann nefndi usus og abusus. Hinni
réttu notkun og hinni röngu notkun eða
tilhneigingu að misnota þau gæði sem við
höfum.
Sigurður: Fyrir sjúklinginn em í mörgum
tilvikum fleiri en einn valmöguleiki fyrir
hendi. Fari sjúklingur til skurðlæknis þá gæti
hann hugsanlega sagt: »Best er að taka úr þér
þetta veika líffæri.« Annar gæti sagt: »Best er
að fá geislameðferð.« Sá þriðji segði: »Ég skal
hvorki geisla þig né skera, ég skal lækna þig
með lyfjum.« Um þetta hafa verið skrifaðar
merkar bækur. Rithöfundurinn Comelius
Ryan skrifaði til dæmis um það þegar hann
fékk banvænan sjúkdóm. Af því að hann
var frægur maður þá fór hann á alla fínustu
staði í Bretlandi og Bandankjunum, þar sem
vom fæmstu sérfræðingar í þessari grein og
náttúrlega bar engum þeirra saman.
Nýlega las ég grein um það að nokkur
hundmð læknar í Bretlandi, Bandaríkjunum og
Kanada höfðu verið spurðir: »Hvað myndir þú
gera ef þú værir með tiltekna sjúkdóma sem
nefndir vom.« Það var alveg stórkostlegt hvað
þeim bar illa saman. Bæði var reginmunur á
svömm eftir því hvomm megin Atlantshafsins
viðkomandi var og eins eftir sérgreinum. Þetta
sýnir að val meðferðar getur staðið á milli
tveggja, þriggja mismunandi sérgreina sem
gefa sömu lokaniðurstöður, sömu lífslíkur.
Málið er að sumir vilja fremur láta taka úr sér
viðkomandi líffæri aðrir kjósa geislameðferð
og halda líffærinu.
RÉTTURINN TIL AÐ HAFNA MEÐFERÐ
Eyjólfur: Mér virðast allir sammála um, að
það sé til góðs að sjúklingar taki meiri þátt
í ákvörðunum varðandi meðferð. Þá er vert
að beina sjónum að því, hversu langt sé rétt
að ganga í þá átt. Væri til dæmis æskilegt
að læknir afhenti sjúklingi plagg þar sem
öllum kostum er lýst? Sjúklingurinn færi með
plaggið heim, krossaði við og kæmi með það
aftur. Mjög ópersónulegt en hámarksáhersla
lögð á rétt sjúklings til að taka sjálfstæða
ákvörðun.
Björn: Þetta varðar einnig réttinn til að hafna
meðferð. Hversu langt er hægt að ganga til
móts við sjálfræði sjúklings að hafna meðferð,
þegar læknirinn veit fullvel að hún mun hafa
lækningagildi?
Sigurður: Ég hef séð fólk deyja vegna þess
að það vildi ekki meðferð sem greinilega
gat bjargað lífi þess. Ég hef ekki lent mikið
í þessu hérlendis, en vestanhafs þar sem voru
bæði Vottar Jehóva og Christian Scientists
sem ekki vilja blóðgjafir. Það er ákaflega
erfitt fyrir lækni að sjá 15 ára sjúkling með
skeifugamarsár deyja af blæðingu, af því að
ættingjamir og sjúklingurinn neituðu blóðgjöf.
Hann dó að vísu í friði og ættingjamir og
sjúklingurinn vom mjög rólegir yfir þessu.
Þeir túlkuðu þetta sem vilja guðs.
Björn: Hvað með meðvitundarlausa sjúklinga?
Er ekki oft álitamál hvort hefja eigi meðferð
sem mundi væntanlega lengja líf sjúklingsins
- en hvers konar líf?
Sigurður: Fólk kemur oft meðvitundarlaust
til lækna, til dæmis sjúklingar með
heilahimnubólgu, sem geta engan veginn
tjáð sig. Við vitum að það er til lækning, þótt