Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 32
300
LÆKNABLAÐIÐ
Table IX. Prescription for psychotropic drugs in Reyk-
javik 1974 (1) and in 1984, and sale in lceland in 1975
and 1984 in Defined Daily Doses per 1000 population
per day by ATC-group (3).
ATC-groups Prescriptions in Reykjavik Sale in lceland
1974 1984 1975 1984
Neuroleptics ... 3.6 3.9 7.7 7.4
Tranquillizers ... 50.1 32.7 53.7 28.4
Hypnotics . .. 47.0 45.6 40.3 52.2
Antidepressants .... ... 10.1 10.8 8.4 14.0
lyfja miklu meiri 1974 en 1984, eða rúmir
50 SDS á móti tæpum 33 (tafla IX). Árið
1975 voru sölutölur róandi lyfja 54 SDS
á dag fyrir hverja 1000 landsmenn á móti
28 skömmtum 1984. Þó að notkun róandi
lyfja hafi verið minni á Akureyri 1974
en í Reykjavík (18), var heildamotkun á
landinu meiri en í Reykjavík. Dregur það
heldur úr gildi tilgátunnar um að meiri
ávísun róandi lyfja í Reykjavík sé vegna
þess að flestir geðlæknamir séu staðsettir
þar. í þessu sambandi er ástæða til þess að
skoða í samhengi ávísanir á róandi lyf og
svefnlyf og sölutölur þessara lyfja. Sölutölur
svefnlyfja 1975 voru heldur lægri en svarandi
til ávísana í Reykjavík 1974, en 1984 hafði
þetta snúist við. Svefnlyfin voru að langmestu
leyti benzódíazepín lyf. Ef þessir tveir
lyfjaflokkar eru skoðaðir saman sést, að
heildarávísun á lyfin í Reykjavík var ívið
meiri 1974 en svarandi til sölutalnanna, en
1984 var hún heldur minni. í sambandi við
svefnlyfjanotkunina er rétt að minna á hversu
mjög hún vex með hækkandi aldri, og að í
Reykjavík eru hlutfallslega fleiri aldraðir en á
landinu að öðru leyti. Þó að þessir lyfjaflokkar
séu skyldir og geti að nokkru komið hvor
í annars stað og ættu þannig að skoðast í
samhengi (22), benda ávísanir til mismunandi
aldursflokka fólks til þess að læknar haldi
ástæðunum fyrir notkun þessara lyfjaflokka
aðgreindum.
Magn geðlyfja mælt í SDS, sem ávísað
var í Reykjavík, hefur lítið breyst nema
róandi lyfja, sem hefur minnkað verulega.
Að einhverju leyti er þetta vegna reglna
um hámarksskammta svefnlyfja og róandi
lyfja, sem gefa má á einum mánuði (16)
og vegna þess að stærstu díazepamtöflumar
voru teknar af lyfjaskrá 1977 (8). En fleira
kann að hafa komið til, því að notkun
benzódíazepínlyfja virðist hafa náð hámarki
annars staðar um miðjan eða seinni hluta
áttunda áratugarins (23, 24). Erfitt er að bera
algengi geðlyfjaávísana í Reykjavík saman
við eldri rannsóknir utan Reykjavíkur og á
hinum Norðurlöndunum, þar sem um eða
yfir 15% fólks hefur verið ávísað geðlyfjum á
einu ári (25-27). í Hvammstangahéraði höfðu
15% íbúa fengið geðlyf á tveimur ámm fyrir
1970 (28). í sumum hémðum í Noregi var 14-
17 af hverjum þúsund íbúum ávísað svefn-
eða róandi lyfjum á tveimur vikum sumarið
1980 (20). í London var tveggja vikna algengi
geðlyfjanotkunar 10,9% og hafði ekki breyst
á átta ára bili frá því um 1970 (29). í Verona
á ítalíu var tveggja vikna algengið 13% (30).
Á árunum 1980-1984 höfðu um 8% íbúa í
Oberbayem 15 ára og eldri notað róandi lyf
á síðustu fjómm vikum og um 4% höfðu
notað svefnlyf. Geðdeyfðaríyf höfðu 1%
karla og 1,9% kvenna notað (31). Um 1970
höfðu 10-17% fólks í nokkrum Evrópulöndum
notað róandi lyf á einu ári (32). í samanburði
við þessar tölur er algengi geðlyfjaávísana
á íslandi ekki hátt nema ef vera skyldi í
samanburði við Noreg og Finnland (33), en
þar var algengið 1976 svipað og hér 1984.
Tölur norrænu lyfjanefndarinnar frá 1983 um
sölu geðlyfja sýna, að á Islandi var salan í
heild mæld í SDS næsthæst á Norðurlöndum
og einnig fyrir svefn- og róandi lyf, en lægst
fyrir sefandi lyf og hæst fyrir geðdeyfðarlyf
(10). Árin 1984-6 hækkuðu sölutölur geðlyfja
í Noregi og á íslandi, en lækkuðu aðeins í
Danmörku (17).
Hér, eins og í öðrum rannsóknum, hefur
vemlega fleiri konum verið ávísað geðlyfjum
og ávísanatíðni eða notendafjöldinn eykst
hlutfallslega með hækkandi aldri upp að
vissu aldursmarki (15, 20, 21, 29-33, 34, 35).
Rúm 60% þeirra, sem var ávísað geðlyfjum
í þessum eina mánuði í Reykjavík, vom
konur og algengi ávísana fór hækkandi fram
til 75 ára aldurs. Þessar niðurstöður skýrast
ekki nema að hluta til af tíðni og dreifingu
þeirra sjúkdóma, sem lyfin em aðallega gefin
við. Heildartíðni geðsjúkdóma er svipuð
hjá körlum og konum (36). Þunglyndis- og
kvíðakvillar em þó algengari hjá konum (37),
en algengi þeirra er líklega minnkandi með
hækkandi aldri (38).