Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 16
284
LÆKNABLAÐIÐ
Tafla I. Dreifing sjúklinga og aðstandenda eftir kyni, aldri og legudeildum.
Geödeildir Aörar deildir
Sjúklingar Aöstandendur Sjúklingar Aöstandendur
Kyn og aldur N (%) N (%) N (%) N (%)
Fjöldi karla....................................... 16 12 22 17
Fjöldi kvenna...................................... 24 28 18 23
Aldur
18-30 ára.......................................... 6 (15.0) 2 (5.5) 3 (7.5) 3 (7.5)
31-60 ára......................................... 25 (62.5) 22 (61.1) 16 (40.0) 17 (42.5)
61-90 ára.......................................... 9 (22.5) 12 (33.3) 21 (52.5) 20 (50.0)
Meðalaldur 46.0 52.7 57.8 50.0
Tafla II. Dreifing aðstandenda eftir kyni og
fjölskyldutengslum.
Geödeildir Aörar deildir
Aðstandandi Karlar Konur Karlar Konur
Maki ...................... 7 2 12 16
Foreldri................... 3 12 1 1
Systkini................... - 5 1 -
Börn ...................... - 7 2 5
Aðrir...................... 2 2 1 1
Samtals 12 28 17 23
Tafla III. Fjöldi sjúklinga í meðferð fyrir innlögn.
Læknismeöferö Geödeildir Aörar deildir
í meöferð 24 24
Engin meðferð 13 12
Samtals 37 46
Þrír sjúklingar á geödeildum og fjórir sjúklingar á öörum deildum svöruöu
ekki.
Tafla IV. Skoðun aöstandenda á aödraganda innlag-
nar.
Mat aöstandenda GeÖdeildir Aörar deildir
Óvænt innlögn 6 10
Yfirvofandi innlögn .. 25 13
Valinnlögn 5 17
Samtals ,.2 .. ^ ... « .. 36 40
x2 = 11.16 df = 2 P<0.01
Fjórir aöstandendur sjúklinga á geödeildum tóku ekki þátt í könnuninni.
b) Spurningar fyrir aðstandendur:
Hversu lengi hafði sjúklingur verið veikur
fyrir innlögn?
Hver er þín skoðun á formi innlagnar (bar
hana óvænt að eða var hún yfirvofandi eða
valin)?
Hver átti frumkvæðið að innlögninni?
Fannst aðstandendum að sjúklingur þyrfti á
innlögn að halda?
Hvemig fannst aðstandendum staðið að
innlögninni?
Öllum upplýsingum var síðan safnað saman
í gagnagrunn í tölvu og þær flokkaðar og
skráðar. Við tölfræðilega útreikninga var
notað kí-kvaðratspróf (»Chi Square Test of
Independence«).
NIÐURSTÖÐUR
A töflu I sést að sjúklingamir skiptust í 38
karla og 42 konur en aðstandendur í 29 karla
og 51 konu.
Sjúklingar á geðdeildum voru að meðaltali
u.þ.b. 12 árum yngri en sjúklingar á
skurðdeild og lyfjadeild og er marktækur
munur á aldursdreifingu þessara tveggja hópa
(p<0,05). Yngsti sjúklingurinn var 18 ára
og sá elsti 78 ára. Ekki reyndist marktækur
munur á aldursdreifingu aðstandenda
(p<0,30).
Tafla II sýnir að fleiri aðstandendur sjúklinga
á geðdeildum vom foreldrar, en algengara
var að makar væru aðstandendur sjúklinga á
öðrum deildum.
Tafla III sýnir að sami fjöldi sjúklinga eða um
65% hafði verið í meðferð við sama sjúkdómi
og leiddi til innlagnar.
Upplýsingar aðstandenda sýndu að enginn
marktækur munur var á tímalengd veikinda
fyrir innlögn, hjá báðum sjúklingahópunum.
Með óvæntri innlögn (sjá töflu IV) er átt
við að innlögn hafi komið aðstandendum á
óvart. Yfirvofandi innlögn merkir þau tilvik
er ástand sjúklings versnaði og aðstandendum
duldist ekki að innlögn var óhjákvæmileg.
Valinnlögn (elective admission) var fyrirfram
ákveðin í samráði við sjúkling.