Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 289 með eða án botnlangabólgu (0,57 ±0,04 cm án bólgu) né milli kynja (0,60 ±0.04 cm hjá konum). íferðarstig krabbalíkis og meðalstærð er sýnt x töflu VI. Marktækur munur var á meðalstœrð æxla sem bundin voru við slímhúðarbeð eða vöðva botnlanga og þeirra sem vaxin voru út í botnlangahengi. Hjá fjórum sjúklingum var botnlanginn sprunginn en ekki í gegnum æxlið hjá neinum. Meinvörp fundust hjá einum sjúklingi (1,3%). Þau voru í mjógimishengi og holhimnu yfir legi. Frumæxlið var 0,9 cm stórt’ og vaxið út í botnlangahengi. Venjuleg botnlangataka var gerð hjá 74 sjúklingum. Hjá þeim sem hafði meinvörp var auk þess gert hlutabrottnám mjógimis og leg með öðmm eggjaleiðara og eggjastokki vom fjarlægð. Fimmtán ámm síðar var gerð könnunaraðgerð á kviðarholi og sáust þá engin merki æxlisvaxtar. Sjúklingurinn var á lífi 22 árum eftir fyrri aðgerðina. í einu tilfelli var gert hægra helftarbrottnám á ristli nokkru eftir botnlangatöku vegna ótta um meinvörp. Sýni frá seinni aðgerðinni hefur glatast en í sjúkraskýrslu er sagt að engin eitlameinvörp hafi fundist. Hjá einum sjúklingi var gert hlutabrottnám ristilhúfu og loks fannst eitt krabbalíki í botnlanga hjá sjúklingi sem gekkst undir ristilbrottnám vegna krabbameins. Table V. Carcinoid tumours of the appendix 1955- 1984. Tumour size and histological diagnosis. Tumoursize Histological diagnosis Tumour and acute append- Only tumour icitis Total (%) <0,5 cm ... . 28 8 36 (46) >0,5<1,0 cm ... . 17 14 31 (40) >1,0<1,5 cm ... 7 4 11 (14) Total 52 26 78 (100) Table VI. Carcinoid tumors of the appendix 1955-1984. Tumor size and depth of tumor invasion. Average Invasion N (%) size (±SEM) Submucosa............ 20 (26) 0,31 cm (±0,07) Muscle................ 11(14) 0,54 cm (±0,16) Serosa............... 25(32) 0,66 cm (±0,13) Mesoappendix ........ 22 (28) 0,83 cm (±0,18) Total 78(100) 0,60 cm (±0,04) Þann 1. desember 1986 vom sex sjúklingar látnir af þeim 78 sem rannsóknin náði til frá 3,8 til 24,8 ámm eftir aðgerð en enginn af völdum krabbalíkis. Hinir 72 sjúklingamir vom á lífi frá 1,9 til 31,3 ámm eftir aðgerð, meðaltími 15 ár. Við athugun á sjúkra- og vefjarannsóknarskýrslum kom ekkert fram sem benti til endurkomu krabbalíkis hjá þeim. UMRÆÐA Krabbalíki í botnlanga vom 66% krabbalíkisæxla í meltingarfærum á því tímabili sem rannsókn okkar tekur til. Þetta hlutfall er 40-50% í erlendum rannsóknum (1, 4, 9, 10). Nýgengitölur okkar vom einnig hærri en í viðamikilli bandarískri rannsókn (2). Frásagnir af tíðni þessara æxla byggjast stundum á því hve oft þau greinast í smásjárskoðuðum botnlangasýnum. í íslenskri rannsókn þar sem öll botnlangasýni frá árinu 1980 voru endurskoðuð fundust þrjú krabbalíki í 583 botnlöngum eða 0,51% (11). Tíðni í erlendum rannsóknum er 0,17-1,4% (3, 5, 8, 12-15). Islenska rannsóknin sýnir vel hve nýgengis- og tíðnitölur um þennan sjúkdóm geta verið óáreiðanlegar, því ekkert æxli sem fannst þar hafði verið greint við fyrstu smásjárskoðun. Meðalaldur sjúklinga með krabbalíki í botnlanga í erlendum rannsóknum er á bilinu 28-41 ár (3, 5, 6, 9, 12, 14, 16) sem er sambærilegt við niðurstöður okkar. Yngsti sjúklingurinn hjá okkur var aðeins fjögurra ára en sá yngsti sem lýst hefur verið var þriggja ára (5). Konur vom 76% sjúklinga hjá okkur og eru 66-78% í erlendum rannsóknum (3, 5, 6, 10, 12-14, 16, 17). Þessi kynjamunur er yfirleitt skýrður með því að botnlangi sé oftar fjarlægður hjá konum en körlum og því greinist fleiri krabbalíki hjá konum en hlutfall botnlanga með krabbalíki af öllum smásjárskoðuðum botnlöngum sé hið sama hjá báðum kynjum (5). Við vitum ekki hversu mörg botnlangasýni vom smásjárskoðuð á rannsóknartímabilinu öllu en árið 1980 vom konur aðeins 55% sjúklinga sem gerð var botnlangataka hjá (11). í rannsókn okkar var einnig áberandi kynjamunur hjá bömum undir 16 ára aldri og er það í samræmi við erlendar rannsóknir (7, 18). Það er þannig ekki að fullu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.