Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 283-6
283
Ólafur Þór Ævarsson, Lárus Helgason
VIÐBRÖGÐ SJÚKLINGA OG AÐSTANDENDA
ÞEIRRA VIÐ ÁLAGIVEGNA VEIKINDA
I. Innlagnir á geödeildir og aðrar deildir
ÚTDRÁTTUR
Hér er gerö grein fyrir hluta könnunar sem
gerö var áriö 1988 á mati inlagðra sjúklinga
og aðstandenda þeirra á meöferö, einkum
viöhorfum þeirra til árangurs meðferðar,
innlagnar, pátttöku sjúklinga og aðstandenda,
samskipta og upplýsinga. Geröur er
samanburður á geödeildum og öörum deildum.
Niöurstööur sýna m.a. að talsverður munur er
á afstööu sjúklinga og aöstandenda annars
vegar og lækna hins vegar til innlagna, einkum
á geödeildir. Fyrir hendi er möguleiki á aö
auka valinnlagnir á geödeildir meö auknu
samráöi viö aöstandendur, til hagsbóta bæöi
fyrir sjúklinga og stofnanir.
INNGANGUR
Sjúklingar vita meira um sjúkdóma en áður.
Oskir þeirra og skoðanir hafa því vaxandi
áhrif á ákvarðanir um meðferð (1). Alls voru
innlagnir á sjúkrastofnanir hérlendis árið 1985
um það bil 57.400 (2). Þar af voru rúmlega
3200 innlagnir á geðdeildir. En hver eru
viðbrögð sjúklinganna og aðstandenda þeirra
við innlögn? Telja þeir innlögn nauðsynlega?
Voru sjúklingamir í meðferð fyrir innlögn?
Leggja aðstandendur og sjúklingar annað mat
á innlagnir á geðdeildir en á aðrar deildir?
Sáu aðstandendur innlögn fyrir? Hverjir áttu
fmmkvæði að innlögn? Upplýsingar um þetta
liggja ekki fyrir hérlendis. Erlendis hafa
viðbrögð aðstandenda og sjúklinga verið
könnuð (3-6). Niðurstöður eru mismunandi
og fer það m.a. eftir formi könnunar og
staðháttum.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Veturinn 1988 vom rannsökuð viðhorf 80
sjúklinga og aðstandenda þeirra til sjúkdóma,
innlagna, meðferðar og horfa. Einnig áhrif
veikinda á líkamlega, sálræna og félagslega
þætti. Lagðar voru fyrir þá 130 spumingar í
u.þ.b. 45 mínútna löngum viðtölum.
Geðdeild Landspítalans. Barst 03/03/1989. Samþykkt
17/05/1989.
Um var að ræða 20 sjúklinga á hverri fjögurra
legudeilda á Landspítala; tveim geðdeildum,
skurðdeild og lyfjadeild. Sjúklingahópurinn
á hverri deild var valinn þannig að allir
sjúklingar sem vom á deildinni á ákveðnum
degi voru rannsakaðir svo og þeir sem lögust
inn næstu daga uns náðst hafði til 20 sjúklinga
á hverrri deild. Tveir sjúklingar á lyfjadeild
neituðu að taka þátt í könnuninni. Þeir féllu
því sjálfkrafa úr ásamt aðstandendum og
tveim nýjum sjúklingum var bætt við. Þrír
sjúklingar á geðdeildum og fjórir sjúklingar
á öðrum deildum vom það veikir að þeir
gátu ekki geíið fullnægjandi upplýsingar.
Aðstandendur þeirra tóku þátt í könnuninni.
Ekki fengust upplýsingar frá aðstandendum
fjögurra sjúklinga á geðdeildum: í einu tilviki
vegna þess að sjúklingurinn neitaði að rætt
yrði við aðstandanda, í öðm vegna þess að
aðstandandinn neitaði að svara spumingunum
og í tveim tilvikum tókst ekki að hafa uppi á
aðstandendum.
Aðstandandi var valinn þannig að rætt var
við þann einstakling sem sjúklingurinn sjálfur
tilnefndi. I þeim fáu tilvikum sem sjúklingar
gátu ekki gefið slíkar upplýsingar var rætt
við þann aðstandanda sem skráður var í
innskriftarbækur.
Lagðar vom fyrir 10 spumingar um innlögn.
Stuðst var við spumingar úr öðmm svipuðum
könnunum (7-9). Annars vegar var um að
ræða staðlaðar, lokaðar spumingar sem svara
varð með »já« eða »nei«, en hins vegar
opnar spumingar sem gáfu tilefni til frekari
umræðna, en svör þeirra voru flokkuð eftir á.
a) Spurningar fyrir sjúklinga:
Varstu í meðferð fyrir innlögn?
Fannst þér innlögn nauðsynleg?
Varstu sáttur við innlögn?
Hvemig fannst þér staðið að innlogn?
Telur þú að sami árangur hefði náðst utan
spítala?