Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ
319
Örn Bjarnason og Björn Björnsson
þegar þeir verða fyrir því að heilsan skerðist?
Leifur: Við erum oft mjög aftarlega á merinni
hvað varðar réttindi sjúklinga og kann vel
að vera að stefnuyfirlýsing þar að lútandi sé
tímabær. Enn í dag eru dæmi þess að fólk fari
í skurðaðgerðir án þess að vera upplýst um í
hverju þær eru fólgnar. Kannski væri til bóta
að sjúklingar undirrituðu yfirlýsingar eins og í
Bandaríkjunum þótt ekki sé beinlínis verið að
hugsa um að verjast hugsanlegri málssókn.
En fleira er þessu tengt, eins og sending
gagna. Það eru nýmæli að ekki skuli hægt að
hringja hvert sem er út á land eða á sjúkrahús
og segja: »Þetta er Jón Jónsson, ég ætla að
biðja ykkur að senda öll gögn um viðkomandi
sjúkling.« Til skamms tíma hefur verið hægt
að fá allar upplýsingar sendar landshoma á
milli, án þess að samþykki sjúklings liggi
fyrir.
Sigurður: Bandaríska réttindaskráin tekur fyrir
réttindi sjúklinga sem flestum þykja sjálfsögð,
en hún hefur ekkert lagalegt gildi. Hún hangir
uppi og sjúklingar fá hana kannski í hendur,
þegar þeir koma inn á sjúkrahús. En þetta eru
fremur leiðbeiningar um hvaða réttindi fólk
getur tekið sér og hvaða réttindi bandarískt
þjóðfélag veitir þegnum sínum. Að mörgu
leyti er þetta ágætt og ég held að við ættum
að hafa svona plagg hér. Það mætti birtast
í Læknablaðinu og riti Tryggingastofnunar
ríkisins.
EUTHANASIA/LÍKNARDAUÐI
Leifur: Það sem sló mig einna mest við lestur
Appleton-plaggsins var, hversu moðvolgt
er tekið á líknardauða. Eg er litlu nær hvað
höfundar em fara í sambandi við líknardráp.
Þeir segja á einum stað: »Intervention with
the sole intention of causing death ... has
no place in the treatment of permanently
incapacitated patients«. En annars staðar
standa þessi tilmæli til okkar: »Physicians
have an obligation to try to provide a
peaceful, dignified, and human death...« Eg
held að það megi deila um það hvort læknum
sé uppálagt að skaffa einhverjum einhvers
konar dauða.
Sigurður: A íslensku væri betra að segja, að
læknum væri skylt að sjá til þess að dauðinn
geti orðið kvalalaus. En ekki að sjá til þess að
sjúklingar fái kvalalausan dauða, eins og hér
stendur.
Björn: Er ekki um að ræða upprunalega
merkingu hugtaksins »Euthanasia«, að deyja
vel?
Leifur: Höfundar segja »...statutory
legalization of the intentional killing ...« Mér
finnst það hálfvegis gefa til kynna, að það
sé allt í lagi að þetta sé gert, en það verði
hvergi skrifað á blað, það verði ekkert sem
heitir »statutory legalization«.
Sigurður: Þetta er það sem Israelsmennimir
segja hér í lokin. Þeir em á móti
»Euthanasia« og vilja alls ekki að neitt sé
sett um hana í lög.
Leifur: Þar má ekki einu sinni biðja um hana,
það er siðlaust.
Sigurður: »Euthanasia« er gífurlega umdeild
og varðar trúarskoðanir manna og allt
gildismat. I hollenskum lögum stendur
að menn verði ekki sóttir til saka fyrir
»Euthanasia«, en það er ekki beinlínis sagt
að hún sé lögleg. Ég hef alltaf verið mjög
harður á því að ég vil alls ekki hafa slíkt
vald. Jafnvel þótt ég verði ekki dæmdur fyrir
einhvem tiltekinn verknað þá gæti ég lent í
meiriháttar útistöðum við sjálfan mig og aðra.
En annars staðar í yfirlýsingunni kemur fram
að það sé réttlætanlegt að gefa sterk verkjalyf
þegar dauðinn er augljóslega á næstu grösum,
jafnvel þótt það kunni að leiða til dauða fyrr
heldur en ef sjúklingur þjáist áfram. í svona
tilvikum segi ég gjaman við aðstandendur og
hjúkrunarfólk, að við sjáum okkur tilneydd að
auka verkjalyfin vegna ástands sjúklings og
það geti hugsanlega haft í för með sér að hann
hætti að anda.