Læknablaðið - 15.10.1989, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 287-91
287
Þorvaldur Jónsson, Jón G. Hallgrímsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson
KRABBALÍKI í BOTNLANGA Á ÍSLANDI
1955-1984
ÚTDRÁTTUR
Fjallaö er um 78 krabbalíkisæxli (carcinoid
tumors) í botnlanga sem greindust íslandi
á árunum 1955-1984. Þau voru 53% allra
krabbalíkisæxla sem greindust á því tímabili,
en 66% slíkra æxla í meltingarfærum. Árlegt
nýgengi (crude incidence) krabbalíkis í
botnlanga var 1,28 sjúklingar á 100.000 íbúa.
Konur voru 76% sjúklinga. Aldursdreifing
var 4-72 ár, meöalaldur 29 ár. Börn undir
16 ára voru 18. Æxliö greindist ekki í
neinu tilfelli fyrir skuröaögerö. Algengasta
ábending botnlangatöku var grunur um bráöa
botnlangabólgu (51%). Meöalstærö æxla í
vefjasneiðum var 0,60 cm. Voru 79% staðsett
í fjærþriöjungi botnlanga og 28% æxla voru
vaxin út fyrir botnlangann. Einn sjúklingur haföi
meinvörp. Venjuleg botnlangataka var gerö
hjá 74 sjúklingum. Þann 1. desember 1986
voru sex sjúklinganna látnir en enginn þeirra
af völdum krabbalíkis. Aörir sjúklingar voru álífi
og án einkenna um endurkomu krabbalíkis, aö
meðaltali 15 árum eftir aögerö.
Niðurstöður okkar styöja þaöálit, aö
venjuleg botnlangataka sé meö mjög fáum
undantekningum fullnægjandi meöferö viö
krabbalíki í botnlanga.
INNGANGUR
Krabbalíki (carcinoid) greinist oftast í
botnlanga og er algengasta gerð æxlisvaxtar
þar (1, 2). Krabbalíki í botnlanga hafa mun
betri batahorfur en krabbalíki annars staðar
í miðgimi. Það er álit flestra að venjuleg
botnlangataka sé með fáum undantekningum
fullnægjandi meðferð við sjúkdóminum
(1, 3-6). Sumir læknar hafa þó ráðlagt
róttækari meðferð vegna þess að meinvörp frá
krabbalíki í botnlanga em þekkt þó sjaldgæf
séu. Deilt er um hvenær gera skuli aðra
aðgerð en botnlangatöku (1,2, 7).
Lykilorö: Appendiceal neoplasms, appendiceal carcinoid
tumor, pathology, surgery.
Barst 29/12/1988. Samþykkt 10/04/1989.
Höfundar hafa áður gert afturvirka
rannsókn á krabbalíkisæxlum á Islandi
1955-1984, samanber Læknablaðið 1989;
75: 201-8. í þessari grein er fjallað um
krabbalíki í botnlanga á þeim 30 ámm.
Tilfellin em sundurliðuð eftir klínískum
og meinafræðilegum skilmerkjum og afdrif
sjúklinga könnuð.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Öll krabbalíki sem greindust á Islandi
á tímabilinu 1955-1984 vom skoðuð.
Gagnaöflun hefur verið lýst í fyrri grein
höfunda (Læknablaðið 1989; 75: 201-
8). Vefjasneiðar frá krabbalíkisæxlum í
botnlanga vom endurskoðaðar og endurmetnar
til samræmis við viðurkennd skilmerki
(8). Stærð æxla í vefjasneiðum var mæld
með sjónglersmæli (ocular micrometer).
Upplýsingar um sjúkdómseinkenni, ábendingu
aðgerða, aðgerðir og klínískan gang
vom fengnar úr sjúkraskýrslum. I sex
tilfellum fundust sjúkraskýrslur ekki og
vom upplýsingar um þá sjúklinga fengnar
úr vefjarannsóknarbeiðnum. Tölfræðileg
marktækni var könnuð með t-prófun Student’s.
Leitað var í Þjóðskrá frá 1. desember 1986
til að finna hvaða sjúklingar vom þá á
lífi. Dánarmein þeirra sem látist höfðu
á rannsóknartímabilinu vom könnuð í
dánarvottorðum eða krufningarskýrslum þar
sem þær lágu fyrir.
NIÐURSTÖÐUR
Alls fundust 146 krabbalíki á
rannsóknartímabilinu og vom 119 með vissu
uppmnnin í meltingarfærum. Botnlangaœxli
vom 78 eða 53% allra æxla og 66% æxla í
meltingarfæmm. Enginn sjúklingur með æxli
í botnlanga hafði annað krabbalíki. Nýgengi
(cmde incidence) krabbalíkis í botnlanga var
1,28/100.000 íbúa/ár, hjá konum 1,96 og 0,62
hjá körlum.