Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 24
396 LÆKNABLAÐIÐ t JÓN INGIMARSSON FÆDDUR 27. OKTÓBER 1923 DÁINN 2. SEPTEMBER 1989 Jón Ingimarsson skrifstofustjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins lést 2. september síðastliðinn langt um aldur fram. Hér verður í stuttu málí rakinn starfsferill hans og lífshlaup. Jón fæddist að Mosfelli í Grímsnesi 27. október 1923. Faðir hans, Ingimar Jónsson, var þá prestur þar, en hann varð síðar skólastjóri í Reykjavík. Móðir Jóns var Elínborg Lárusdóttir, húsfreyja og rithöfundur. Jón ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1943. Jón hugðist nema læknisfræði en varð að hverfa frá námi vegna berkla, og þegar dráttur varð á háskólanáminu innritaðist hann í lögfræðideild og lauk lögfræðiprófi frá Lagadeild Háskóla íslands í janúar 1953. Hann starfaði fyrst eftir lögfræðiprófið við sjálfstæð málflutningsstörf í Reykjavík og lauk prófi héraðsdómslögmanns 1954, en tók við starfi hjá Tryggingastofnun ríkisins sem aðallögfræðingur stofnunarinnar 1954 og gegndi því starfi til 1963. Leiðir okkar Jóns lágu saman, þegar ég hóf störf hjá Tryggingastofnun ríkisins 1960, og sérstaklega urðu kynni okkar náin, þegar við tókum, fyrir Islands hönd, sæti í nefnd Norðurlandaþjóða, sem átti að reyna að samræma örorkumat í slysatryggingum. Við sátum saman í þeirri nefnd á árabilinu 1960 til 1964 og var einn læknir og einn lögfræðingur frá hverri þjóð í nefndinni. Jón fór til framhaldsnáms í Noregi í tryggingafræðum 1961-62 og stóð því vel að vígi að starfa að þessum málum þá. Nefndarálit þessarar nefndar kom út sem bók f árslok 1963 og var lögð fram á 6. Norræna almannatryggingamóti í Kaupmannahöfn 1964. Jón breytti um starf 1964 og tók þá við að nýju að reka lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, en annaðist jafnframt ýmis konar viðskiptastörf og fasteignasölu. Þessa starfsemi rak hann fram á árið 1970. Það ár lágu leiðir okkar Jóns saman að nýju. Með nýjum stjómarráðslögum 1969 var nýtt ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála, stofnað frá 1. janúar 1970. Þegar ég hafði verið skipaður ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti, leitaði ég til Jóns í samráði við þáverandi heilbrigðisráðherra um að hann kæmi til starfa í hinu nýja ráðuneyti sem skrifstofustjóri, þar sem enginn þeirra lögfræðinga sem að þessum málaflokkum unnu í dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti komu til starfa í ráðuneytinu. Það varð úr, að Jón tók að sér þetta starf og frá 1. september 1970, eða rétt 19 ár, þegar hann lést, höfðum við unnið saman að þessum tveimur málaflokkum. Þegar ég leitaði til Jóns um að koma til starfa var það vegna þess, að ég vissi, að mikilvægt var að fá til starfa í ráðuneytinu sem skrifstofustjóra mann, sem hefði annars vegar yfirgripsmikla reynslu og þekkingu í lögfræði og hins vegar samstarfsmann, sem ég vissi að auðvelt væri að vinna með í uppbyggingu ráðuneytisins. Það gekk eftir, sem ég hafði haldið og öll þessi ár hefur samvinna okkar Jóns verið eins góð og best verður á kosið og aldrei borið nokkum skugga á góða samvinnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.