Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 35

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 403 Previously hydatid disease has been considered as being eradicated in Iceland, the last surgical operation performed in 1962. However Echinococcus granulosus in Icelandic sheep was reported in 1970. Therefore there is still a potential risk for the appearance of hydatid disease in humans in the country. HEIMILDIR 1. Leiðari. Man, dogs and hydatid disease. Lancet 1987; i: 21-2. 2. Olafsson G. Er sullaveiki útdauð á Islandi? Læknablaðið 1979; 65: 139-42. 3. Jónsson B. Síðasti sullurinn? Læknablaðið 1962; 46: 1-13. 4. Pálsson PA. Sullaveiki og bandormar. Handbók bænda 1971. 5. Lewis JW jr. Koss N, Kerstein MD. A Review of Echinococcal Disease. Am Surg 1975; 181: 390-6. 6. Nelson GS. Hydatid disease. Med Int 1988; 55: 2267-9. 7. Sayek I, Cakmakci M. The effect of prophylactic Mebendazole in experimental peritoneal Hydatidosis. Surg Gyn Obst 1986; 163: 351-3. 8. Dawson JL, Stamatakis JD, Stringer MD, Williams R. Surgical treatment of hepatic hydatid disease. Br J Surg 1988; 75: 946-50. 9. Thorstensen J. Medicinal indberetning fra landphysicus i Island for Aaret 1840, tilvitnun úr Pálsson PA et al. (10). 10. Pálsson PA, Vigfússon H, Henriksen K. Heldur sullaveikin velli? Læknablaðið 1971; 57: 39-51. 11. Stallbaumer MF, Clarkson MJ, Pritchard JF, Bailey JW, Morris DL. Serological diagnosis and current epidemiology of hydatid disease in England and Wales. Gut 1983; 24: A996. NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavikur 75. ARG. - DESEMBER 1989 SIGUR YFIR SULLAVEIKI? Tvívegis hefur íslands verið getið í læknaritum svo eftirtekt vekti í sambandi við sullaveiki eða meinlæti. í fyrra skiptið um miðja síðustu öld þegar danskur læknir P.A. Schleisner taldi, að sjötti hver íslendingur væri haldinn sullaveiki, en það var meira en dæmi þekktust um í nokkru öðru landi. í síðara skiptið þegar því var haldið á lofti um miðja þessa öld, að nú væri saga sullaveiki í fólki öll á Islandi eða um það bil öll. Vakti þessi árangur að vonum nokkra athygli, því lengi hafði verið unnið að vömum gegn sullaveiki í ýmsum löndum með misjöfnum árangri. Tvímælalaust er þessi mikli árangur í sullaveikivömum einn af stórsigrum í heilbrigðismálum landsins. Engin ástæða er til þess að draga í efa hina miklu tíðni sullaveiki á Islandi á fyrri tíð. Örbirgð almennings, þröng og lítilfjörleg húsakynni, þar sem ógerlegt var að gæta lágmarkshreinlætis (sápa var nær óþekkt almenningi hér á landi allt fram á miðja síðustu öld) og mikil samskipti fólks við hunda, sem til voru einn eða fleiri á öllum heimilum, stuðlaði allt að mikilli tíðni sullaveiki. Þar við bættist svo, að eðli þessarar veiki og tengsl milli sullaveiki í fólki og búfé og bandorma í hundum var mönnum óþekkt þar til um miðja nítjándu öld. Til að kanna sullaveiki í fólki, búfé og bandorma í hundum hér á landi sendu stjórnvöld hingað danskan lækni, Harald Krabbe (1831-1917), árið 1863. Af 100 hundum sem hann krufði fundust sullaveikibandormar (E. granulosus) í 28 þeirra og sollin líffæri (ígulsullir) voru algeng í nautgripum og sauðfé.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.