Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 415-9 415 Allan Krasnik TÍMARIT UM LÆKNAVÍSINDI: HVAÐ ER FRAMUNDAN? INNGANGUR Tjáskipti eru mikilvæg forsenda tilveru okkar - meginþáttur í þróun félags- og menningarmynztra. Nærtækt dæmi er hlutur Islendingasagnanna í íslenzkri og þar með norrænni menningu. Enn blómstrar meðai íslensku þjóðarinnar öflug hefð miðlunar mannlegrar reynslu, þekkingar og hugarflugs, enda les hún trúlega meira en aðrar þjóðir. Það er mér því sérstakur heiður að fá að ræða um tjáskipti og upplýsingamiðlun hér á íslandi en jafnframt felst í því viss ögrun. Frá þeirri aðferð að menn sögðu hverjir öðrum sögumar til upplýsingahátta nútímans, er nærri óskiljanleg þróun, sem borin er uppi af tækniframförum. Málmiðlun er ennþá - og í stórauknum mæli - úrslitaþáttur siðmenningar okkar. Það er því ekki að undra þótt tjáningarfrelsinu sé fómað fyrst af öllu, þegar valdhafamir vilja ná óheftum yfirráðum yfir samfélaginu. Sá hluti siðmenningarinnar, sem felst í vísindunum, er sérlega háður úrræðum í tjáskiptum. A þetta annars vegar við um það, að þeir sem ástunda vísindi skiptast á aðferðum og niðurstöðum og hins vegar á þetta við miðlunina til samfélagsins, þar sem niðurstöðunum er breytt í ný hugtök og tiltök á nýjum aðgerðum. Sérstakt afbrigði þessa eru læknisfræðilegar rannsóknir og náin tengsl þeirra við lækningastarfsemi. Krafan um sífellt betri heilbrigðisþjónustu er órofa tengd vísindaþróuninni. Skráning vísindalegra niðurstaðna er í vaxandi mæli álitin lífsnauðsynleg daglegu starfi lækna og lækningastarfsemi er forsenda verulegs hluta vísindaiðjunnar. Jafnhliða hefir almenningur Erindi flutt á hátiðarfundi Læknafélags Akureyrar I tilefni af 75 ára afmæli Læknablaðsins i tengslum viö fund ritstjóra timarita norrænu læknaféiaganna á Akureyri í byrjun september 1989. Dr. Krasnik er í ritstjórn Ugeskrift for Læger. Heimilisfang: Slotsvej 46, DK-2920 Charlottenlund. mikinn áhuga fyrir niðurstöðum læknavísinda. Því bera vitni frásagnir fréttablaðanna af meira eða minna marktækum læknisfræðilegum landvinningum. Þar af leiðandi er það í hæsta máta mikilvægt, að við beinum athyglinni sérstaklega að miðlun fræðslu innan læknavísindanna, hvort sem við lítum svo á, að við séum beinir eða óbeinir notendur árangurs af læknavísindum. Mitt í þessari miðlun eiga læknisfræðitímaritin hefðbundið hlutverk, sem hluti mynzturs, þar sem menning, vísindi, tækni og lækningastarfsemi falla þétt að, samanber myndina. I því sem hér fer á eftir mun ég fyrst lýsa alþjóðlegu tímaritakreppunni, sem nú MENNING Staða tímaritsins í samfélaginu. þjakar vísindatímarit - ekki einasta tímarit um læknavísindi - heldur einnig tímarit á flestum sviðum vísinda. Síðan mun ég lýsa hugmyndum mínum um markmið læknatímarita framtíðarinnar. Út frá þeim markmiðum mun ég reyna að benda á nauðsynleg úrræði og að lokum mun ég vísa á nokkrar forsendur þess, að framtíðarsýnin geti rætzt. ALÞJÓÐLEGA TÍMARITAKREPPAN Hvað er tímarit? Það má skilgreina þannig, að safnað er saman stuttum greinum, þær prentaðar og gefnar út með reglulegu millibili - venjulega í áskrift. Tímaritið er þannig prentaður miðill, sem nær til ákveðins hóps og beinir ákveðnum boðskap að honum. Þetta hefir orðið ráðandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.