Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 417 sem hrjá vísindatímaritin. Annars vegar er aukinn kostnaður vegna fjárfestingar í tæknibúnaði og rekstrarkostnaður vex samhliða. Hins vegar er baráttan harðnandi um takmörkuð úrræði, sem tiltæk eru hjá þeim er að jafnaði fjármagna vísindarit, en það eru stéttarfélög, auglýsendur, bókasöfn, einstakir áskrifendur og áskrifendahópar. Allir verða varir við vaxandi vandræði og erfiðleikar tímaritanna við að afla nauðsynlegra fjármuna aukast stöðugt. Þar sem prentfrelsið er oft á vissan hátt tengt fjárhagslegu frelsi, aukast líkumar á því, að ófrelsi haldi innreið sína á ritstjómarskrifstofumar, þegar illa árar. Afleiðingin gæti orðið vængstíft eða dautt tímarit og er hvorugur kosturinn fýsilegur. Samhliða þessari þróun höfum við á síðustu áratugum orðið vitni að tæknibyltingu á sviði miðlunartækni, þar sem er tilkoma tölvunnar. Sú bylting hefir að minnsta kosti haft sömu þýðingu fyrir mannleg tjáskipti og framlag Gutenbergs hafði fyrir prentlistina. Vísindamiðlun hefir á undanfömum árum fengið nýjar víddir og skulu aðeins nokkrar nefndar: * Bókasafnstölvugagnabankar, sem í eru tilvitnanir og útdrættir. * Tölvugagnabankar með óstyttum greinatextum. * Uppsláttarverk í tölvugagnabönkum. * Tölvuforrit fyrir greiningu sjúkdóma og meðferð þeirra. * Sjónvarpsráðstefnur um gervihnetti í mörgum heimsálfum samtímis. Þetta em aðeins örfá dæmi um tiltök í varveizlu og miðlun þekkingar, þegar rafeindatækninni er beitt. Samtímis er létt á bréfberunum, þegar tekin er í notkun ný sjónvarps- og símatækni, beinn gagnaflutningur milli tölva, rafeindapóstur og að sendir eru disklingar og snældur í stað pappírshlaðanna áður. Er því vart að furða, þó að tímaritin standi höllum fæti gagnvart þessari miðlunartækni í hinni fögru veröld, sem engan óraði fyrir að væri á næsta leiti. MARKMIÐ En leggjum nú vandkvæðin á hilluna um stund og setjum upp óskalista fyrir miðlun læknavísindanna um ókomin ár. Hver eru mikilvægustu markmiðin, sem þarf að ná, þegar (og ef) skipuleggja á tímarit framtíðarinnar? Markmiðin verða að vera ljós og greinilega orðuð og skilgreina þarf hver lesendahópurinn á að vera. Með það að leiðarljósi má ákvarða krókalausa ritstjómarstefnu, ákveða útlit og mörk efnis og þá er hægt að greina væntanlegum lesendum frá því, hvaða gagn megi hafa af tímaritinu. Þannig er tímaritinu markaður flötur í miðlunarmynstrinu. Aðgengi verður að setja framarlega í forgangsröðina, því það er ekki eingöngu vegna greinarhöfunda að miðlunin verður. Með eins litlum töfum og hægt er, ber að uppfræða lesendahópinn - bæði með því að veita stöðugt yfirlit yfir það, sem er nýtt og það þarf að gera mönnum kleift að finna það, sem þeir hafa þörf fyrir hverju sinni. Gæðin verða að sjálfsögðu að vera mikil. Lesendumir verða að geta treyst því, að gerð hafi verið fullnægjandi gæðakönnun á greininni í samræmi við tilgang blaðsins. Samtímis verða skráðar heimildir að vera aðgengilegar, lesandinn verður að geta gengið úr skugga um það, að höfundar, ritstjóm og dómendur hafi unnið sitt verk skammlaust. Tímaritið þarf að leggja áherzlu á það, að birta nýjungar fremur en eldri fróðleik. Osveigjanlegar kröfur til forms og innihalds viðhalda vísindaþróuninni. Samtímis þarf að ræða forsendur kenninga, aðferðafræði og félagsfræðilegar forsendur, vegna þess að tímaritið á ekki einungis að endurspegla, heldur á það einnig að halda nýjungum á lofti og að efna til umræðu. Þó svo að mikið efni komi af heimaslóðum og því beri auðvitað að sinna af alúð, verða menn einnig að horfa út fyrir túnfótinn. I vísindaþróuninni eru alþjóðleg viðhorf hreinlega lífsnauðsynleg. Alþjóðleg samvinna og miðlun eru mikilvægt hreyfiafl og sérhvert tímarit getur tekið þátt í því. Tungumála- og menningarhindrunum verður að ryðja úr vegi. I samkeppninni um tíma og áhuga lesenda þurfa fagurfræðileg sjónarmið að fá virðulegan sess meðal markmiðanna. Höfða þarf til skynjunar lesenda á markvissan og uppbyggilegan hátt, ekki aðeins með því að beina athyglinni að nýjungum í lyfjaframleiðslu, heldur einnig að hlutlægri miðlun vísindaefnisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.