Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1989, Page 61

Læknablaðið - 15.12.1989, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 427 Körpermasse und Körperproportionen der Isldnder þótti þá frábært vísindaafrek meðal mannfræðinga. Hann þýddi fjölda líffæranafna og læknisfræðiheita og skráði á bækur. Hann var rektor háskólans í fáein ár og leysti landlækni af í nokkra mánuði og lagði þá grunninn að íslenzkum heilbrigðisskýrslum, sem athygli vöktu víða um heim hér áður fyrr. Hann sat á Alþingi í nokkur misseri, en undi sér þar illa, enda starfsmaður mikill og sagður gleggri á málefni en menn. Hann var lengi formaður Læknafélags íslands og vann stórafrek í þess þágu og sást stundum lítt fyrir í stéttvísi sinni. Hann var stjómarmaður og heiðursfélagi í hinum ýmsu félögum, og heiðursdoktor varð hann við Háskóla íslands. Ritverkaskrá hans telur nokkur hundruð titla bóka, bókarkafla, tímarits- og blaðagreina auk fjölmargra þýðinga. Hann lagði drjúga hönd á plóg í bygginganefndum Landspítalans og Háskólans. En mest urðu þó áhrif hans á sviði skipulagsmála, því hann reit 1916 fyrstu og einu bókina, sem Islendingur hefur skrifað um skipulagsmál. Hann samdi drögin að fyrstu skipulagslögunum frá 1921 og starfaði ásamt Guðjóni Samúelssyni og Geir Zoéga um margra ára skeið í fyrstu skipulagsnefndinni, er meðal annars gerði aðalskipulag fyrir alla helztu kaupstaði á Islandi, sem sum eru enn í gildi. Guðmundur eyddi ellinni á friðstóli í faðmi fjölskyldu sinnar. Hann hóf hvem dag síðustu árin á því að þýða tvær til þrjár blaðsíður úr grísku sér til skemmtunar. Að því loknu tók hann að sinna ýmsum öðmm störfum, lesa, skrifa, uppfræða bamabömin og kenna þeim lestur og þar fram eftir götunum. Hann hlaut hægt andlát áttræður og enn vel em. Um hann látinn reit Jón Steffensen merka ritgerð, þar sem hann lýsti honum svo: »Guðmundur Hannesson var vel meðalmaður á hæð, skarpholda, snar og kvikur á fæti. Hann var hvasseygur með ljósblá augu og ljóshærður, en varð snemma sköllóttur, kinnbeinahár, fölleitur og toginleitur. Ræðinn var hann og fjörmaður mikill, en þó hófsamur. Kaffisopinn þótti honum góður, og neytti hann víns, sem sjaldan bar við, þá neytti hann víns og var ekki hálfur í neinu.« (17) Og síðasta orðið um þennan afreksmann að norðan fær Helgi Tómasson: »Ég held, að Guðmundur Hannesson hafi verið einn af mestu andans aðalsmönnum hér á landi á seinni ámm. Hann var drengskaparmaður, sem vildi aldrei nema vel. Hann var vitur maður og geysilega margvís. Hann var risi innan læknastéttarinnar. En auðmjúkur sonur fslands.« (18) HEIMILDIR 1. Guðmundur Hannesson. Frá æskuárunum. Læknabókin. Rvík 1949: 11-26. 2. Anna Guðmundsdóttir. Dr. Guðmundur Hannesson prófessor. Faðir minn - læknirinn. Rvík 1974: 83- 107. 3. Guðmundur Hannesson. Andleg slys. Læknabókin. Rvík 1949: 27-38. 4. Guðmundur Hannesson. Læknablað GH 1902; I: 2. 5. Guðmundur Hannesson. Endurminningar úr Skagafirði. Glóðafeykir. skagfirzk fræði VI. Rvík 1945: 12-44. 6. Kristmundur Bjamason. Saga Sauðárkróks. Fyrri hluti, Akureyri 1969: 315. 7. Kristmundur Bjamason. Saga Sauðárkróks. Síðari hluti I, Akureyri 1971: 317. 8. Kristmundur Bjamason. Saga Sauðárkróks. Fyrri hluti, Akureyri 1969: 317. 9. Hulda A. Stefánsdóttir. Minningar Huldu A. Stefánsdóttur II - Æska, Rvík 1986: 31. 10. Hulda A. Stefánsdóttir. Minningar Huldu A. Stefánsdóttur II - Æska, Rvík 1986: 94. 11. Guðmundur Hannesson, Læknablað GH 1903; II: 78- 9. 12. Guðmundur Hannesson. Læknablað GH 1902; I; 1. 13. Guðmundur Hannesson. Læknablað GH 1902; I: 11. 14. Guðmundur Hannesson. Læknablað GH 1902; I: 53- 4. 15. Guðmundur Hannesson. Læknablað GH 1904; III: 2-3. 16. Guðmundur Hannesson. Læknablað GH 1903; II: 2. 17. Jón Steffensen. Látinn háskólakennari. Arbók Háskóla fslands 1946-7: 80-90. 18. Helgi Tómasson. Guðmundur Hannesson prófessor. Læknablaðið 1947; 32: 100-12.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.