Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 64
H.JÓTT FI.JÓTT - AI ULÝSINUASMIOJA
Tveir góðir kostir til meðferðar
á sári í maga og skeifugörn:
GASTRAN
(ranitidín)
SÚKRAL
(súkralfat)
R,E, TÖFLUR; A 02B A 02. Hver tafla inniheldur: Ranitidinum INN, klóríð, samsvar-
andi Ranitidinum INN 150 mg eða 300 mg. Eiginleikar: Lyfið blokkar histamínvið-
tæki (H2) og dregur þannig úr myndun saltsýru í maga. Eftir inntöku vara áhrif lyfsins
a. m. k. 8 klst. Helmingunartími í blóði er 2—3 klst. Ábendingar: Sársjúkdómur í
skeifugörn eða maga. Bólga í vélinda vegna bakflæöis (reflux oesophagitis). Zollinger-
Ellison syndrome. Æskilegt er, að þessar greiningar séu staðfestar með speglun. Varn-
andi meðferð við endurteknu sári í skeifugörn eöa maga. Til að hindra sármyndun í
maga eða skeifugörn vegna streitu hjá mikiö veikum sjúklingum. Varnandi meðferö við
endurteknum blæðingum frá maga eða skeifugörn. Fróbendingar: Ekki er ráðlegt að
gefa lyfið vanfærum eða mjólkandi konum nema brýn ástæöa sé til. Ofnæmi fyrir lyf-
inu. Aukaverkanir: Þreyta, niðurgangur eða hægðatregða. Höfuðverkur, stundum
mjög slæmur. Svimi getur komið fyrir. Stöku tilviki af tímabundnu rugli og ofskynjun-
um, einkum hjá mikið veiku og öldruöu fólki. Óskýr sjón, líklega af völdum sjónstilling-
artruflana. Ofnæmi (ofnæmislost, hiti, útbrot, angioneurotiskt ödem, samdráttur í
berkjum) kemur fyrir einstaka sinnum. Fækkun hvítra blóðkorna og blóðflagna hefur
komið fyrir, en gengur venjulega til baka þegar lyfjagjöf er hætt. Einstöku tilviki agra-
nulocytosis eða pancytopenia hefur verið lýst. Tímabundnar breytingar á lifrarstarfsemi
með eða án gulu. Brjóstastækkun hjá körlum hefur örsjaldan verið lýst. Hægur hjart-
sláttur sést einstaka sinnum. AV-leiöslurof og jafnvel asystola. Milliverkanir: Ekki
þekktar. Eiturverkanir: Mjög lítil reynsla er enn komin af eiturverkunum rantidfns.
Einkenni: Hægur hjartsláttur og andþrengsli. Medferð: Magatæming, lyfjakol. Reyna má
atrópín við hægum hjartslætti. Aö öðru leyti symptómatísk meðferð. Varúð: Viö
nýrnabilun getur þurft að gefa lægri skammta lyfsins. Varaö er við langtímanotkun
hærri skammta af lyfinu en mælt er meö. Skammtastærðir handa fullorðnum: Vid
sársjúkdómi iskeifugöm eða maga: 300 mg fyrir svefn eða 150 mg tvisvar á dag. Með-
ferð skal vara í a.m.k. 4 vikur, jafnvel þótt einkenni hverfi fyrr. Vid reflux oesophagitis:
150 mg tvisvar á dag í 8 vikur. Við Zollinger-Ellison syndrome: í upphafi 150 mg þrisvar
á dag. Ekki er mælt með stærri dagsskömmtum en 900 mg. Vamandi meðferð við sári
ískeifugörn eða maga: 150 mg fyrir svefn. Skammtastærðir handa bornum: Lyfið
er ekki ætlað börnum.
R,E TÖFLUR; A 02 B X 02. Hver tafla inniheldur: Sucralfatum INN 1 g. Eiginleikar:
Súkralfat er basískt alúminíumsúkrósusúlfat. Verkun lyfsins á sár í maga og skeifugörn
byggist á eftirfarandi: 1) efnið binst próteinum í yfirborði sársins og myndar þannig
verndandi himnu, 2) efnið hefur sýrubindandi verkun og hækkar pH í maga, 3) efnið
hefur bein áhrif á pepsi'n og minnkar virkni þess, 4) efnið bindur gallsýrur. Frásog lyfs-
ins frá meltingarvegi er hverfandi. Ábendingar: Sár í skeifugörn. Sár í maga, sem hef-
ur veriö staðfest með magaspeglun eða vefjasýni. Fróbendingar: Alvarleg nýrna-
bilun, vegna þess að lyfiö inniheldur alúminíum. Beinrýrnun og beinmeira. Auka-
verkanir: Algengast er hægðatregða (296). Einstaka sinnum kemur fyrir munnþurrk-
ur, ógleði, magaverkir, svimi eða kláði. Milliverkanir: Lyfið getur dregið úr frásogi
segavarnalyfja, tetracýklínsambanda, dísúlfírams, di'goxi'ns og ísóníazíðs. Skammta-
stærðir handa fullorðnum; 1 g í senn 3-4 sinnum á dag klukkustund fyrir mat og
fyrir svefn. Ef sýrubindandi lyf eru einnig notuð, verður að taka þau minnst 'A klst.
fyrir eða eftir töku Súkrals. Lengd meðferðar er venjulega 4-6 vikur. Skammtastærðir
handa bornum: Lyfið er ekki ætlað börnum.
Pakkingar: Töflur 1 g: 60 stk.; 120 stk.
Ávísun á íslensk lyf eflir innlendan iðnað
og leiðir til aukins sparnaðar.
Pakkningar: Töflur 150 mg;
Töflur 300 mg:
20 stk.; 50 stk.; 100 stk;
100 stk x 10 (sjúkrahússpakking)
30 stk.; 60 stk.; 100 stk.
jí/Z TÓRÓ HF
Síöumúla 32. 108 Reykjavík, o 686964