Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Síða 13

Læknablaðið - 15.08.1990, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 283 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknaíélag íslands og Læknafélag Rcykjavikur 76. ARG. - AGUST 1990 VARNIR GEGN HJARTAÞELSBÓLGU -Breyttar ráðleggingar- Þótt ekki sé langt síðan skrifað var á sama vettvangi um forvamasýklalyfjameðferð gegn hjartaþelsbólgu (1), hefur þekking okkar aukist mikið og í nágrannalöndunum hefur ráðleggingunum verið breytt. Mikilvægt er að þær séu einfaldar og auðvelt að fylgja þeim. I grein Peters Holbrook og félaga, sem birtist í þessu blaði (2), kom í ljós að nokkuð skorti á að íslenskir tannlæknar þekktu vel ábendingar fyrir gjöf forvamalyfja, svo og að margir gáfu röng lyf og of lengi. Einföldun á ráðleggingum og fræðsla er líkleg til að bæta úr þessum vanda, eins og raunin hefur reyndar orðið á hjá nágrönnum okkar (3,4). í HVERJU FELAST BREYTINGARNAR? Nú mœlum við með þremur grfímmum af amoxýsillíni einni klukkustund fyrir aðgerð, í stað þess að gefa þrjár milljón einingar af fenoxýmetýlpenisillíni og síðan 500.000 einingar á sex stunda fresti í tvo sólarhringa. Frásog amoxýsillíns er mun áreiðanlegra en frásog fenoxýmetýlpenisillíns og það nær háum styrk í blóðvatni. Talið er að í blóði sé það bakteríudrepandi fyrir keðjukokka í að minnsta kosti 10 klukkustundir eftir slíka gjöf (5). Bresku, evrópsku og skandinavísku hjartalæknafélögin hafa á sama hátt mælt með amoxýsillíni (6). Fyrir sjúklinga með penisillínofnæmi er ekki völ á jafngóðum kosti. Fram að þessu hefur yfirleitt verið mælt með erýþrómýsíni, þrátt fyrir að frásog þess sé óáreiðanlegt og aukaverkanir frá meltingarfærum tíðar. Hæsti skammtur sem þolist þokkalega hjá fullorðnum er um 1,5 grömm og er það sá skammtur sem þarf að nota fyrir aðgerð, en einnig þarf að gefa 0,5 grömm sex tímum eftir aðgerð. Klindamýsín frásogast betur og er kröftugra til að koma í veg fyrir hjartaþelsbólgu í dýratilraunum en erýþrómýsín (7), en vegna hræðslu við ristilbólgu (pseudomembraneous colitis) hafa læknar verið tregir til að mæla með því. Svisslendingar hafa notað 600 mg af klindamýsíni einni klukkustund fyrir aðgerð síðan 1984, án þess að til aukaverkana hafi komið (8). I Svíþjóð er nú mælt með klindamýsíni (9) og Bretar hafa nýlega breytt ráðleggingum sínum vegna aukaverkana erýþrómýsíns og reynslu Svisslendinga (10). Við mælum því með 600 mg klindamýsíns einni klukkustund fyrir aðgerð, á sjúklingum með penisillínofncemi. Taka sýklalyfja hefur veruleg áhrif á eðlilegu örveruflóru okkar (11). Penisillín breytir munnfiórunni þannig, að eftir nokkurra daga meðferð eru penisillínónæmir stofnar algengir, þar á meðal keðjukokkar (12). Þess vegna er óæskilegt að sjúklingum, sem fá eða hafa nýlega fengið penisillínlyf, sé gefið penisillín eða amoxýsillín sem forvamalyf (13). Þeir sjúklingar ættu að fá klindamýsín, eins og þeir sem hafa penisillínofnæmi. Við mælum með tveimur grömmum ampisiUíns í œð um það bil 15 mínútum fyrir aðgerð handa sjúklingum sem þurfa að vera fastandi, en einu grammi vankómýsíns í dreypi í 60 mínútur fyrir aðgerð sé sjúklingurinn með ofnœmi fyrir penisillíni. Hætta er á aukaverkunum vegna histamínlosunar (red man’s syndrome), ef vankómýsín er gefið hraðar. AF HVERJU ÞARF AÐ GEFA FORVARNALYF? Hjartaþelsbólga af völdum baktería er mjög alvarlegur sjúkdómur. Oft líður langur tími frá því að sjúklingurinn sýkist þar til sjúkdómurinn greinist og meðferðin getur verið erfið. í nýlegri rannsókn (14) á hjartaþelsbólgu á íslandi kom í ljós að dánartíðni var 34%. Talið var að skortur á forvamasýklalyfjagjöf við tannaðgerðir hatí stuðlað að sýkingu hjá tveimur af 44 sem vitað var að voru í áhættuhópi. Enn er margt

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.