Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1990, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.08.1990, Qupperneq 14
284 LÆKNABLAÐIÐ óljóst varðandi forvamasýklalyfjameðferð við hjartaþélsbólgu, en allir eru sammála um, að henni beri að beita fyrir aðgerðir, sem líklegastar eru að valda bakteríusmiti í blóði hjá sjúklingum með hjartagalla. Bakteríur berast oft út í blóðið í litlu magni til dæmis við tannburstun og aðra tannertingu. Því er mikilvægt að ítreka það við sjúklingana að þeir gæti þess að halda tönnum sínum og tannholdi heilbrigðu. HVERJIR ÞURFA FORVARNALYF? Eftirtaldir áhættuhópar hafa verið skilgreindir af vinnuhópi á vegum Hjartalæknafélags Evrópu (15); Mikil áhœtta. Sjúklingar sem hafa áður fengið hjartaþelsbólgu. Sjúklingar með gervilokur. Sjúklingar með samtengingu stóru blóðrásanna (systemic-pulmonary shunt). Nokkur áhœtta: Flestir meðfæddir hjartagallar, áunnir hjartagallar þar á meðal eftir gigtsótt, míturlokugallar (prolaps) með leka og hjartavöðvasjúkdómar með þykknun (hypertrophic cardiomyopathy). HVENÆR Á AÐ GEFA FORVARNASÝKLALYF? Gefa skal forvamasýklalyf þegar líkur eru á að bakteríur komist inn í blóðrásina í einhverju magni. Eftirfarandi aðgerðir eru líklegar til þess að valda marktæku bakteríublóðsmiti, (byggt á ráðleggingum Hjartalæknafélags Bandaríkjanna (16,17)): Munnur: Allar tannaðgerðir þar sem líkur em á tannholdsblæðingum (til dæmis tannúrdráttur, tannholdsaðgerðir og tannhreinsun undir tannholdi), þegar rótargangur er hreinsaður út í fyrsta sinn, taka vefjasýnis, og háls- og nefkirtlataka. Loftvegir: Fyrir lungnaspeglun ef taka á vefjasýni. Meltingarfœri: Útvíkkun á vélinda. Herslismeðferð (sclerotherapy) á vélindabláæðagúlum. Speglun á endaþarmi og ristli þegar tekin em vefjasýni. Aðgerðir á gallblöðm, ristli og endaþarmi. Ekki er talin vera mikil hætta á hjartaþelsbólgu eftir speglanir og skuggaefnisinnhellanir á meltingarfærum og líklega óhætt að sleppa gjöf forvamalyfja, nema hjá sjúklingum með mikla áhættu (17,18). Þvag- og kynfœri: Þvagleggsskipti og þegar settur er upp þvagleggur og þvagið er sýkt. Útvíkkun á þvagrás. Blöðruspeglun, aðgerðir á þvagfærum og blöðruhálskirtli og þegar leg er fjarlægt um leggöng. Ekki er þörf á forvamasýklalyfjum við eðlilega fæðingu nema hjá þeim sem hafa mikla áhættu á hjartaþelsbólgu. Útilokað er að telja upp allar hugsanlegar aðgerðir með tilliti til forvamasýklalyfjameðferðar. Læknar verða að vega og meta hvert einstakt tilfelli með tilliti til hættu á hjartaþelsbólgu og hvaða sýklalyf beri að nota. Hafa ber í huga að forvamasyklalyf veita ekki alltaf vöm og hjartaþel getur sýkst þrátt fyrir þau. Æskilegt er að sjúklingar beri á sér spjald, þar sem upplýsingar eru um áhættu þeirra fyrir hjartaþelsbólgu og hvaða lyf beri að nota. Þetta spjald sýna þeir lækni eða tannlækni í hvert sinn sem þörf er á einhverri aðgerð. Reykjavík 15. febrúar 1990 Karl G. Kristinsson W. Peter Holbrook Árni Kristinsson HEIMILDIR 1. Kristinsson Á. Vamir gegn hjartaþelsbólgu. Læknablaðið 1986; 72: 42-3. 2. Holbrook WP, Torfason G, Eggertsson H, Kristinsson KG. Læknablaðið 1990: 76; 277-82. 3. Gould IM. Chemoprophylaxis for bacterial endocarditis - a survey of current practice in London. J Antimicrob Ag Chemother 1984; 14: 379-94. 4. Holbrook WP, Higgins B, Shaw TRD. Recent changes in antibiotic prophylactic measures taken by dentists against infective endocarditis. J Antimicrob Ag Chemother 1987; 20: 439-46. 5. Shanson DC, Ashford RFU, Singh J. High-dose oral amoxycillin for preventing endocarditis. Br Med J 1980; 280: 446. 6. Shanson DC. Antibiotic prophylaxis of infective endocarditis in the United Kingdom and Europe. J Antimicrob Ag Chemother 1987; 20 (Suppl.A); 119- 31. 7. Glauser MP, Francioli P. Successful prophylaxis against streptococcal endocarditis with bacteriostatic antibiotics. J Infect Dis 1982; 146: 806-10. 8. Schweizerischen Arbeitsgruppe fiir Endokarditisprophylaxe: Prophylaxe der bakteriellen Endokarditis. Schweiz Med Wschr 1984; 114: 1146- 7. 9. Cars O, Nord CE, Nordbring F. Antibiotikaprofylax mot endokardit. Lakartidningen. 1988; 85: 1046-7. 10. Working party of the British Society for Antimicrobial Chemotherapy. Antibiotic prophylaxis of infective endocarditis. Lancet 1990; i: 88-9.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.