Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 18
288 LÆKNABLAÐIÐ millihýsla eða smitun byggist á slíkum sóðaskap að lítil eða engin hætta er á að sníkjudýrin ílendist eða breiðist út hér á landi. Nokkrar þessarra sníkjudýrategunda hafa öðlast aukna þýðingu á síðari árum því þær geta magnast upp og verið illviðráðanlegar í fólki með minnkaða mótstöðu gegn sýkingum. UM SNÍKJUDÝRIN Hér á eftir fara örstuttar upplýsingar um þær sníkjudýrategundir sem greinst hafa eða geta fundist í mönnum hér á landi. Enn frekari upplýsingar um eðli og lifnaðarhætti einstakra dýra, sjúkdóma af þeirra völdum og meðhöndlun sjúkdómanna má fá í ýmsum fræðibókum og greinum (2-5). Sífellt aukast upplýsingar um sníkjudýrin, sjúkdómseinkenni af þeirra völdum og ekki hvað síst aðgerðir gegn þeim. Því ber ætíð að leita nýjustu upplýsinga hverju sinni. FRUMDÝR Fundist hafa að minnsta kosti 12 tegundir frumdýra í mönnum á íslandi (sjá töflu). Aðeins þrjár þeirra eru örugglega landlægar. Frumdýrin eru smásæ og þvermál þeirra er yfirleitt á bilinu 5-30 míkron. Giardia lamblia. Þetta er svipudýr sem lifir í mjógöm manna og einnig nokkurra annarra spendýra þar sem það sýgur sig fast við þekjufrumumar. Eitt helsta einkenni sýkingar er langvarandi niðurgangur og einkenni tengd honum en margir eru einkennalausir. Smitun verður við neyslu saurmengaðs vatns eða fæðu. Sjúkdómsgreining byggist á að finna svipudýrið í saursýnum. Helstu lyf eru tínídasól og metrónídasól. Tegund þessi finnst víða um heim en er algengust þar sem þrifnaður er á lágu stigi. Þetta er algengasta sníkjudýrið sem fundist hefur við saursýnarannsóknir að Keldum, alls 67 tilfelli (1). Flestar sýkingamar, en ef til vill ekki allar, má rekja til útlanda. Nú á síðari ámm hefur komið í ljós að G. lamhlia er í hópi þeirra sjúkdómsvalda sem geta magnast upp og verið illviðráðanlegir í fólki með skert ónæmi. Chilomastix mesnili. Þetta svipudýr lifir í ristlinum en er ekki talið valda sýkingu. Smitun verður einkum við neyslu saurmengaðs vatns og fæðu. Greining byggist á því að finna svipudýrið í saursýnum. Tegund þessi finnst víða um heim en er algengust þar sem þrifnaður er á lágu stigi. I saursýnarannsóknum að Keldum hafa fundist fjögur tilfelli (1) sem má sennilega rekja öll til smitunar erlendis. Trichomonas vaginalis. Þetta svipudýr lifir í kynfærum manna, einkum kvenna og getur valdið ertingu og útferð. Smitleið er við náið samneyti af ýmsu tagi. Greining er fólgin í því að finna svipudýrin í slími úr kynfærum. Helstu lyf eru metrónídasól og tínídasól. Frumdýr þetta finnst í fólki um heim allan. Tíðnin er verulega hærri í konum en körlum. Þegar leghálsstrok eru tekin til krabbameinsleitar hér á landi er samtímis gáð að þessu sníkjudýri. A árunum 1986- 1988 voru skoðuð leghálsstrok úr alls 69.817 konum hjá Krabbameinsfélaginu. Einfrumungurinn fannst í 819 þessara sýna eða 1,17 % (6). Endolimax nana, Iodamoeba butschlii, Entamoeba coli, Entamoeba hartmanni. Þessar amöbur lifa allar í ristlinum en eru ekki taldar valda sýkingu. Smitun verður við neyslu saurmengaðs vatns og fæðu. Greining byggist á því að finna þolhjúpa amabanna í saursýnum. Frumdýr þessi finnast vfða um heim en eru einkum algeng þar sem þrifnaður er á lágu stigi. I saursýnarannsóknum að Keldum fundust 57 tilfelli af E. nana, 1 af /. hutschlii, 51 af E. coli og 9 af E. hartmanni (1). Langflest tilfellin má rekja til smitunar erlendis. Entamoeba histolytica. Þessi amaba lifir oftast nær í ristlinum og nærist á ýmsum lífrænum efnum. Hún sýkir einnig ýmis önnur spendýr. Stundum ræðst hún á þekjufrumur í ristilveggnum og veldur þar sárum. Sjúkdómseinkenni eru þá blóðugur niðurgangur og einkenni tengd þvf. í stöku tilfellum geta einfrumungamir borist með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.