Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 289 blóðrásinni til lifrar og annarra vefja og valdið þar skemmdum, jafnvel lífshættulegum. Hýslamir eru þó oft einkennalausir. Skýringin er að hluta til sú að tegundarafbrigði eru misjafnlega illskeytt. Smitun verður við neyslu saurmengaðs vatns og fæðu. Sjúkdómsgreining byggist oftast á því að finna þolhjúpa amöbunnar í saursýnum. Þegar amaban er í innrásarham og sjúklingurinn veikur, berst oft lítið af þolhjúpuðum amöbum út með saumum og þvf viss hætta á að sjúkdómurinn greinist ekki við slíka rannsókn. Meðferð fer eftir eðli sjúkdómsins hverju sinni. Helsta lyf er metrónídasól. Önnur lyf eru díloxaníðfúórat og klórókín. Dýrin eru algeng víða um heim en þó einkum þar sem þrifnaður er á lágu stigi. í saursýnarannsóknum að Keldum fundust 18 tilfelli, mörg án greinilegra sjúkdómseinkenna. Öll tilfellin mátti rekja til smitunar erlendis. Plasmodium spp. Gródýr þessi valda mýraköldu (malaríu). Þau sýkja m.a. rauð blóðkom og fjölga sér í þeim. Fjórar tegundir mýraköldusýkla eru þekktar úr mönnum. Moskítómýflugur bera sjúkdóminn á milli. Helstu sjúkdómseinkenni eru kölduflog á tveggja eða þriggja daga fresti. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna gródýrin í blóðsýnum. Hér á landi hefur greining einkum farið fram á rannsóknadeildum sjúkrahúsanna í blóðmeinafræði. Fáein tilfelli hafa fundist á undanfömum árum (7). Lyf eru tekin annarsvegar fyrirbyggjandi og hinsvegar til lækningar. Vegna ónæmismyndunar sníkjudýranna, einkum P. falciparum, gegn lyfjum getur þurft að nota mörg lyf við meðferð á mýraköldu. Helstu lyf eru klórókín, prímakín, pýrímetamín, súlfónamíð, kínín og tetrasýklínsambönd. í dag er mýrakaldan fyrst og fremst í hita- og heittempraða beltinu. Þau tilfelli sem fundist hafa hér á landi hafa sjúklingar því sennilega sótt þangað. Moskítómýflugur eru ekki til hér á landi. Cryptosporidium sp. Þetta gródýr sýkir þekjufrumur í meltingarvegi og fjölgar sér í þeim. Það finnst einnig í ýmsum öðrum dýrum. Helsta einkenni sjúkdómsins er niðurgangur. Ungviði er einkum hætt. Einkennin ganga venjulega yfir á 3-14 dögum. Smitun verður með saurmenguðu vatni eða fæðu. Sjúkdómsgreining byggist einkum á því að finna gródýrin í saursýnum. Engin lyf eru þekkt er vinna á þessu sníkjudýri. Tegund þessi er sennilega útbreidd um allan heim. Það er rúmur áratugur síðan menn áttuðu sig á því að þetta sníkjudýr gæti valdið sjúkdómi í fólki, einkum bömum. Fyrsta tilfellið í mönnum hér á landi fannst 1986 (8) og síðan hafa alls fundist 9 tilfelli (9). Einungis eitt tilfellanna virðist mega rekja til smitunar erlendis. Tíðni sníkjudýrsins í búfé og öðrum dýrategundum hér á landi er ekki þekkt. Þetta sníkjudýr er einn þeirra sýkingarvalda, sem geta magnast upp í fólki með skert ónæmi og dregið það jafnvel til dauða. Toxoplasma gondii. Bogfrymillinn (eiturdoppan) er gródýr sem sýkir þekjufrumur í mjógöm dýra af kattaættinni og fjölgar sér í þeim. I öðrum spendýrum og fuglum lifir sníkjudýrið og fjölgar sér í frumum ýmissa vefja. Sýkingareinkenni í mönnum líkjast einna helst vægri inflúensu og að því loknu myndast ónæmi er heldur gródýrinu í skefjum í vefjunum. Smitið getur borist með kattaskít, við neyslu á hráu sýktu kjöti eða frá móður til fósturs á meðgöngu. Sjúkdómurinn í mönnum er einkum greindur með mótefnamælingum. Mótefnamælingar á blóðsýnum úr mönnum eru nú hafnar á sýkladeild Landspítalans. Sýkist kona í fyrsta sinn meðan á meðgöngu stendur getur frumdýrið borist í fóstrið og valdið á því skemmdum. Einnig er bogfrymillinn hættulegur fólki með skert ónæmi því þar getur gömul sýking blossað upp, reynst erfið og jafnvel lífshættuleg. Helstu lyf eru pýrímetamín ásamt súlfadíasíni en árangur er oft ekki nema miðlungi góður. Þetta gródýr er algengt um allan heim, og virðist nokkuð algengt í búfé hér á landi (10). Tíðni mótefna í ungu fólki hér á landi er innan við 10%, en hækkar sennilega eitthvað með aldri (11, 12). Pneumocystis carinii. Þetta gródýr lifir og fjölgar sér í lungnablöðrum manna og ýmissa annarra dýra. Tegundin er útbreidd um allan heim. I heilbrigðum einstaklingum virðist hún ekki valda sjúkdómi. Greining byggist á að finna frumdýrið í slími eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.