Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1990, Page 20

Læknablaðið - 15.08.1990, Page 20
290 LÆKNABLAÐIÐ vefjasýnum úr lungum. Hér á landi eru slík sýni skoðuð á sýkladeild Landspítalans og Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Meðferð lungnabólgu af völdum þessa sníkjudýrs er ætíð erfið. Helstu lyf eru trímetóprím ásamt súlfametoxasóli eða súlfadíasíni svo og pentamídín. Þetta sníkjudýr er meðal þeirra sýkingarvalda sem geta magnast upp í fólki með skert ónæmi. Þá veldur það alvarlegri og ekki sjaldan banvænni lungnasýkingu. Nokkur sjúkdómstilfelli hafa greinst hér á landi (13). ÖGÐUR Fundist hafa að minnsta kosti tvær tegundir agða í mönnum á Islandi (sjá töflu) og eru þær ekki landlægar. Clonorchis sinensis og/eða Opistorchis sp. Ögður þessar lifa í gallgöngum manna og nokkurra spendýra og eru þær um 1-2 cm á lengd. Egg þeirra berast út með saur hýsilsins. Lirfumar fara fyrst í ferskvatnssnigla þar sem þær fjölga sér en úr þeim fara þær í húð fiska eða krabbadýra í ferskvatni og mynda þar um sig þolhjúp. Menn smitast með því að neyta hrárra fiska eða krabbadýra. Fullorðnu ögðumar setjast að í gallgöngunum. Sjúkdómseinkennin eru yfirleitt væg. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna egg þeirra í saursýnum en erfitt er að greina tegundimar sundur á eggjunum. Lyf notað gegn þeim er prasíkvantel. Ögðumar eru algengastar í S- og A-Asíu en finnast einnig í A-Evrópu. í rannsóknum saursýna að Keldum fundust aðeins tvö tilfelli (1) og má rekja bæði til smitunar erlendis. Heterophyes heterophyes og/eða Metagonimus yokogawai. Ögður þessar lifa í mjógimi manna og eru um 1-2 mm á lengd. Egg þeirra berast út með saur hýsilsins. Lirfumar sýkja fyrst ferskvatnssnigla þar sem þær fjölga sér en berast þaðan í húð ferskvatnsfiska og mynda þar um sig þolhjúp. Menn sýkjast við neyslu á hráum fiski. Sjúkdómseinkenni eru yfirleitt væg. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna egg agðanna í saursýnum en erfitt er að greina tegundimar sundur á eggjunum. Helstu lyf eru prasíkvantel og niklósamíð. Ögðumar eru algengastar í S- og A-Asíu og í Afríku. í saursýnarannsóknum á Keldum fundust aðeins tvö tilfelli (1) og má rekja bæði til smitunar erlendis. BANDORMAR Fundist hafa fjórar tegundir bandorma í mönnum á íslandi (sjá töflu) en sennilega eru engin þeirra landlæg. Hymenolepis nana. Þessi bandormur lifir í mjógöm manna og ýmissa annarra spendýra. Hann verður um 3-5 cm á lengd. Egg hans berast út með saur hýsilsins. Smitun verður með saurmenguðu vatni eða fæðu en einnig geta eggin klakist beint í meltingarvegi og sýkingin magnast þannig upp án frekara utanaðkomandi smits. Sjúkdómseinkenni eru yfirleitt lítil eða engin. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna egg ormsins í saur. Helsta lyfið gegn bandormum er níklósamíð en einnig prasíkvantel. Ormurinn er algengur víða um heim. Eitt tilfelli hefur fundist í saursýnarannsóknunum að Keldum (1) en ekki er vitað hvort bandormurinn er landlægur. Taenia saginata. Nautakjötsbandormurinn lifir í mjógöm manna og er venjulega 4-5 metra langur en getur orðið talsvert lengri. Liðir hans, fullir af eg&jum, berast út með saur. Eti nautgripir eggin sest lirfan að í holdi þeirra. Eti menn hrátt eða illa soðið nautakjöt með lirfum í geta þeir sýkst. Sjúkdómseinkenni eru lítil eða engin. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna egg eða liði ormsins í saur. Helstu lyf eru prasíkvantel, niklósamíð og mebendasól. Ormurinn er útbreiddur í nautgriparæktarlöndum þar sem mannasaur berst á beitiland. Tvö tilfelli sem hægt var að greina til tegundar fundust við rannsóknimar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.