Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1990, Page 21

Læknablaðið - 15.08.1990, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 291 að Keldum og auk þess tvö sem allt eins gætu verið Taenia solium (1). Öll tilfellin mátti rekja til smitunar erlendis. Taenia solium. Svínakjötsbandormurinn lifir í mjógöm manna og verður 2-7 metra langur. Liðir hans, fullir af eggjum, berast út með saur. Éti svín eggin sest lirfan að í holdi þeirra. Éti menn hrátt eða illa soðið svínakjöt með lirfum í geta þeir sýkst. Sjúkdómseinkenni af völdum fullorðna bandormsins eru lítil eða engin. I stöku tilfellum geta egg bandormsins klakist þegar í meitingarvegi mannsins og lirfumar leitað út í vefina þar sem þær setjast að og geta valdið sjúkdómseinkennum. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna egg eða liði ormsins í saursýnum eða við skoðun vefjasýna. Helstu lyf eru prasíkvantel, niklósamíð og mebendasól. Lirfustig skal nema strax burtu þar sem það er hægt. Ormurinn er útbreiddur í löndum þar sem svín geta komist í mannasaur. Eitt tilfelli fannst í rannsóknunum að Keldum sem hægt var að greina til tegundar og tvö sem allt eins gætu verið Taenia saginata (1). Öll tilfellin má rekja til útlanda. Echinococcus granulosus. Sullaveikibandormurinn lifir í mjógöm hunda og refa og verður þar um 1/2 cm á lengd. Liðir með eggjum berast út með saur hýsilsins. Slæðist þau ofan í menn eða ýmis önnur spendýr vex lirfan upp í vefjunum og myndar sull. Sullur er vökvafyllt blaðra. í henni fjölga lirfumar sér kynlaust. Algengast er að sullur sé í lifur eða lungum en hann getur einnig sest að í öðrum líffærum. Éti hundur eða refur slíkan sull þroskast lirfumar og verða að bandormum. Sullir geta stundum orðið talsvert stórir jafnvel svo að vökvainnihald þeirra skipti lítrum. Sjúkdómseinkenni, ef einhver, fara eftir staðsetningu og stærð sullsins. Sjúkdómsgreining byggist einkum á skoðun vefjasýna eftir skurðaðgerð. Lækning er nær eingöngu með skurðaðgerð. Sullaveiki var algeng hér á landi og er talið að fyrr á öldum hafi nálægt 20% íslendinga verið með sull (14). Sennilega er sullaveiki ekki lengur landlæg. Enn finnast stöku sinnum sullir í fólki en yfirleitt eru þeir gamlir og ekki alltaf víst að þeir séu af innlendum uppruna. Tvö tilfelli fundust í rannsóknunum að Keldum (1), hvor tveggja sullir er fjarlægðir höfðu verið með skurðaðgerð. ÞRÁÐORMAR Fundist hafa hér á landi að minnsta kosti 10 tegundir þráðorma sem geta farið í menn (sjá töflu). Tvær þeirra, (Toxocara canis og T. cati), hafa þó enn sem komið er ekki greinst með fullri vissu í mönnum. Stongyloides stercoralis. Þessi ormur lifir ýmist í jarðvegi eða sem sníkjudýr í mjógöm manna og ýmissa annarra spendýra. Fullvaxinn er hann um 2 mm á lengd. Þegar hann lifir sníkjulífi berast lirfur hans út með saur og geta síðan smitað aðra hýsla með því að bora sér í gegnum húðina. Einnig geta lirfumar stundum tekið upp sníkjulíf án þess að berast út úr hýslinum. Þannig magnast sýking án frekara utanaðkomandi smits. Mikil sýking veldur alvarlegum niðurgangi. Hjá fólki með skert ónæmi getur sýking magnast upp og orðið lífshættuleg. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna ormalirfur í saur. Helstu lyf eru tíabendasól, albendasól, mebendasól og tetramísól. Ormurinn er algengur í hita- og heittempraða beltinu. í saursýnarannsóknunum að Keldum fundust tvö tilfelli (1) og voru bæði rakin til smitunar erlendis. Ancylostoma duodenale og/eða Necator americanus. Bitormar lifa í mjógöm manna og eru um 1 cm á lengd. Þeir bíta sig fasta á þarmatotur og sjúga úr þeim blóð. Getur það valdið verulegum blóðmissi og leitt til blóðskorts. Eggin berast út með saur hýsilsins og úr þeim klekjast lirfur sem geta borað sig inn í húð manna einkum þeirra sem ganga um berfættir í hægðum sínum. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna egg eða lirfur ormanna í saursýnum en ekki er hægt að greina tegundimar sundur af þeim. Helstu lyf eru mebendasól og pýrantelpamóat. Útbreiðsla bitormanna er einkum bundin við hita- og heittempraða beltið. Alls fundust 17

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.