Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 293 og valdið bjúg og til lengdar verulegum ofvexti vefja. Sjúkdómurinn kallast fílaveiki og dregur nafn sitt af vefjabreytingunum. Sjúkdómsgreining byggist einkum á því að finna lirfur í blóðsýnum. Helstu lyf er díetýlkarbamasínsítrat og hugsanlega ívermektín. Ormur þessi er útbreiddur um hita- og heittempraða beltið. í rannsóknunum að Keldum var eitt slíkt tilfelli greint í blóðsýni (1) og mátti rekja smitun til útlanda. Onchocerca volvulus. Ormur þessi lifir í bandvef húðarinnar í mönnum og kvendýrin geta orðið um 4 cm á lengd, en aðeins um 1/3 mm í þvermál. Kvendýrin fæða lirfur sem ferðast undir húðinni og fara einnig út í blóðrásina. Bitmý fær lirfumar í sig, þar þroskast lirfumar áfram og berast að lokum aftur í menn þegar mýflugumar sjúga aftur blóð. Þar sem fullorðnu ormamir setjast að undir húðinni myndast með tímanum þykkildi. Lirfumar valda óþægindum í húð og stundum fara þær í augu og geta valdið blindu. Sjúkdómsgreining byggist á því að finna orma eða lirfur í vefjasýnum. Helstu lyf díetýlkarbamasínsítrat, súramín og ívermektín. Þykkildi eru fjarlægð með aðgerð. Onnur þessi finnst víða í hita- og heittempraða beltinu. I rannsóknunum að Keldum var eitt slfkt tilfelli greint í aðsendu vefjasýni (1) og mátti rekja smitun til útlanda. ÞAKKIR Yfirlit þetta er að hluta byggt á upplýsingum frá fjölmörgum aðilum sem tengjast sníkjudýrarannsóknum í starfi sínu. Er þeim öllum þökkuð góð samvinna. Einnig vilja höfundar þakka Þorkeli Jóhannessyni prófessor sem las handritið yfir með tilliti til lyfjameðferðar. SUMMARY A survey of endoparasites found in humans in Iceland. At least 29 species of endoparasites capable of infecting humans have been found in Iceland (see Table). Only 8 species are definitely endemic, four are questionable and the remaining species have probably been acquired abroad. In this review article all these species are mentioned and briefly discussed. HEIMILDIR 1. Richter SH, Eydal M, Skímisson K. Sníkjudýr í mönnum á íslandi fundin við rannsóknir á árunum 1973-1988. Læknablaðið 1990; 76; 224-5. 2. Faust EC, Russell PF, Jung RC. Craig and Faust's Clinical Parasitology. Philadelphia: Lea & Febiger. 1984. 3. Katz M, Despommier DD. Gwads R. Parasitic Diseases. New York. Heidelberg. Berlin: Springer Verlag, 1982. 4. Piekarski G. Medical Parasitology. New York. Heidelberg, Berlin: Springer Verlag. 1989. 5. Jóhannesson Þ. Frumdýralyf 1. Fjölritað kennsluhefti getið út af Rannsóknastofu í lyfjafræði. 1987. 6. Snorradóttir M. Óbirtar niðurstöður. 7. Magnússon S. Persónulegar upplýsingar. 8. Eydal M, Skímisson K, Richter SH. Sníkjudýrið Cryptosporidium sp. greint í Islendingum. Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild. 4. 11.-12. nóv. 1988. bls 44. 9. Eydal M, Richter, K Skímisson. Gródýrið Cryptosporidium og sýkingar af völdum þess. Læknablaðið 1990; 76: 264-6. 10. Gunnarsson E, Hjartardóttir S, Sigurðarson S. Mótefni gegn Toxoplasma gondii í blóði sauðfjár. Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild 4. 11.-12. nóv. 1988, bls 43. 11. Jónsdóttir KE. Helstu atriði um bogfrymil og sýkingar af völdum hans. Læknablaðið 1988; 74: 269-77. 12. Jónsdóttir KE, Ámadóttir Þ. Mælingar á mótefnum gegn bogfrymlum í nokkrum hópum íslendinga. Læknablaðið 1988; 74: 279-84. 13. Kristinsson KG. Persónulegar upplýsingar. 14. Dungal N. Eradication of Hydatid Disease in Iceland. NZ Med J 1957; 56: 212-22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.