Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1990, Page 26

Læknablaðið - 15.08.1990, Page 26
296 LÆKNABLAÐIÐ sérfræðinga með það í huga að hægt væri að taka á ágreiningsatriðunum á jákvæðan hátt og koma þannig í veg fyrir neikvæðar afleiðingar mismunandi viðhorfa, sem hugsanlega gætu bitnað á neytandanum. AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR Aðferðir. Arið 1983 var gerð könnun á vegum Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg á faglegum viðhorfum heimilislækna og annarra sérfræðinga innan læknastéttarinnar (3). Akveðið var að framkvæma samskonar könnun á hinum Norðurlöndunum til þess að hægt væri að athuga þessi mál í hverju landi fyrir sig og einnig að bera niðurstöður saman á milli landa. Notaðar voru sömu aðferðir og beitt var í Gautaborg, enda þótt ljóst væri að aðstæður í löndunum væru mismunandi. Þetta var gert til þess að auðvelda samanburð og einnig vegna þess að aðferðimar höfðu verið prófaðar gaumgæfilega. Hér er því um samnorrænt verkefni að ræða. Hér verður hins vegar eingöngu fjallað um íslenska efniviðinn. Table I. Number of invited physicians, their speciality and response rates in the study of non-physical territoriality in health care in Iceland 1988. Number Response rate (%) Sample Responders General Practitioners... 58 58 (100) Pediatricians 32 20 (63) Geriatricians 4 4 (100) Gynaecologists 26 21 (81) Psychiatrists 30 20 (67) Oto-laryngologists 18 16 (89) Internists 17 11 (65) Total 185 150 (81) Einn af höfundum (LB) ræddi við lækna úr ýmsum sérgreinum um hugsanleg fagleg ágreiningsmál. Einnig voru myndaðir umræðuhópar og ritaðar heimildir af svipuðu tagi athugaðar. Að þeirri vinnu lokinni mótuðust kenningamar. í framhaldi af því var hannað spumingablað sem sent var til fulltrúa allra sérgreina. Blaðinu var síðan breytt í samræmi við athugasemdir þeirra. Að lokinni forkönnun varð til spumingablað sem notað var í fyrmefndri könnun í Svíþjóð og síðan í þessari. Aðferðum þessum er nánar lýst annars staðar (3). Efniviður. Sendur var út spumingalisti (sjá viðauka) til allra lækna sem voru starfandi hér á landi í sex sérgreinum samkvæmt Læknaskrá 1987. Að auki voru 18 lyflæknar valdir af handahófi. Vegna nafnaruglings varð að fella einn þeirra úr könnuninni. Athugunin náði samtals til 185 lækna í sjö sérgreinum (tafla I) . Hver læknir fékk ákveðið skráningamúmer sem jafnframt var skráð á spumingablaðið. A þennan hátt var fylgst með heimtum og vanheimtum. Þeir sem ekki höfðu skilað á tilsettum tíma voru hvattir til þess tvisvar sinnum með símtali. Að síðustu var sent bréf til þeirra, sem ekki höfðu þá svarað, ásamt nýjum spumingalista þar sem þeir voru eindregið hvattir til þess að láta skoðanir sínar í ijósi. í töflum I og II má sjá heimtur, vanheimtur og aldursdreifingu. Þátttaka var mest hjá heimilislæknum og öldrunarlæknum (100%) en minnst hjá bamalæknum (63%). Mun fleiri heimilislæknar voru yngri en 50 ára (tafla II) borið saman við allar hinar sérgreinamar Table II. Age distribution of responders and non-responders in the study of nonphysical territoriality in health care in Iceland 1988. Age -39 40-49 50-59 60+ Total Speciality n <%) n <%) n (%) n (%) n (%) General Practitioners - responders all 35 (60) 22 (38) 1 (2) 58 (100) Other physicians - responders 19 (21) 35 (38) 22 (24) 16 (17) 92 (100) - nonresponders 1 (3) 13 (37) 12 (34) 9 (26) 35 (100) Total 55 (30) 70 (38) 34 (18) 26 (14) 185 (100)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.