Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1990, Side 33

Læknablaðið - 15.08.1990, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 299-301 299 y n VIÐBÆTIR; Fullyröingarnar sextíu og fimm úr könnuninni Til skýringa skal tekið fram að orðið heimilislæknir er notað um heimilislækna/heilsugæslulækna, en sérfræðingur um aðra sérmenntaða lækna. 1. Við meðferð sjúklinga er engu síður mikilvægt að skoða vandamál þeirra frá sálrænu og félagslegu sjónarmiði en líffræðilegu. 2. Til að stuðla að heilbrigðara lífemi sjúklinga er mikilvægara að þekkja umhverfi þeirra og lifnaðarhætti en að hafa sérþekkingu á einstökum sjúkdómum. 3. Það er útilokað fyrir heimilislækna að hafa nægilega víðtæka læknisfræðilega þekkingu til að frumgreina öll sjúkdómstilfelli, jafnvel þótt greinilega alvarleg bráðatilfelli séu undanskilin. 4. Það er æskilegt að heimilislæknir annist fyrstu greiningu á öllum sjúklingum öðrum en erfiðum bráðatilfellum. 5. Æskilegt væri að sjúklingar þyrftu tilvísun frá heimilislækni til að fá tíma hjá sérfræðingum eða á göngudeild. 6. Krafa um tilvísun frá heimilislækni þegar leitað er til sérfræðings eða göngudeildar myndi of oft kosta óþarfa snúninga (fyrirhöfn) fyrir sjúklinginn. 7. Ef leitað er fyrst til heimilislæknis er hætt við að tafir verði á réttri sjúkdómsgreiningu og meðferð, einnig í alvarlegum tilfellum. 8. Ef leitað er fyrst til sérfræðings er hætt við að alvarlegir sjúkdómar eða orsakaþættir sem eru utan sviðs sérfræðingsins séu ekki athugaðir. 9. Frelsi til að velja sér lækni er þyngra á metunum en nauðsyn þess að stýra sjúklingafiæðinu. 10. Þegar ekki er lengur þörf fyrir sérfræðiþjónustu ber að vísa sjúklingunum strax aftur til heimilislæknis. 11. Heimilislæknar geta því aðeins haldið meðferð áfram á viðunandi hátt að þeir fái fullkomnar upplýsingar frá sérfræðingum sem séð hafa um sjúklinginn. 12. Til að stuðla að bættri samvinnu heimilislækna og sérfræðinga er mikilvægt að gera áætlanir um meðferð á hverjum stað (svæði) þar sem kveðið er á um verkaskiptingu (várdprogram) við ýmsa algenga flokka sjúkdóma og aðstæður. 13. Þegar slíkar áætlanir eru gerðar er æskilegt að þær séu samdar af fulltrúum heimilislækna og annarra sérfræðinga sem í hlut eiga. 14. Heimilislæknar eiga að fara í vitjanir (í heimahús). Næsti hluti fullyrðinga fjallar um störf heimilislœkna í tengslum við störf ýmissa annarra sérfrœðinga. 15. Heimilislæknar eiga sjálfir að rannsaka og meðhöndla þá sjúkdóma hjá bömum sem þeir álíta að ekki krefjist sérþekkingar eða tækjabúnaðar bamalæknis. 16. Fyrir lækni sem annast ungbamaeftirlit er mikilvægara að þekkja heilbrigðisástand og félagslegar aðstæður hjá fjölskyldum bamanna en að hafa sérþekkingu á bamasjúkdómum frá beinu klínísku sjónarmiði. 17. Ef bamadeild er á svæðinu skal ungbamaeftirlitið ráða til sín lækna þaðan, að því tilskildu að unnt sé að ganga frá ráðningu á viðunandi hátt. 18. Ef bamadeild er á svæðinu eiga læknar þaðan að annast heilsugæslu í skólum, að því tilskildu að unnt sé að ganga frá ráðningu á viðunandi hátt. 19. Líta ber á bamalækni sem heimilislækni fyrir böm, en ekki sem sérfræðing í hefðbundnum skilningi. 20. Bamalæknar eiga að fara í vitjanir (í heimahús). 21. Annað starfsfólk á bamadeildum/ göngudeildum á að fara í vitjanir (í heimahús).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.